Fimmtudagur, 23. júlí 2015
Í hvaða landi býr Árni Páll?
Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar segir m.a.
Krónan leiddi með öðrum orðum til pólitískrar og samfélagslegrar upplausnar á Íslandi, sem enn sér ekki fyrir endann á.
Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að fylgi Samfylkingar er komið niður í eins stafs tölu. Formaðurinn er undir ágjöf og vafasamt að hann haldi formennskunni sinni næsta vetur.
Engu að síður verður að gera þá kröfu til Árna Páls að hann segi ekki algerlega skilið við dómgreindina þegar hann kveður sér hljóðs á opinberum vettvangi
Fimmtudagur, 23. júlí 2015
Hroki bankafólks og ábyrgð stjórnvalda
Bankarnir voru miðstöð útrásarinnar sem lauk með hruninu 2008. Margt bendir til að lærdómurinn af hruninu fari framhjá bönkunum. Kannski vegna þess að almenningur í gegnum ríkissjóð sá til þess að bankafólk missti ekki vinnuna - með því að ríkið yfirtók reksturinn.
Íslenskt bankafólk fékk aðstoð að utan að læra ekki lexíuna af hruninu. Þannig fékk starfsfólk Landsbankans gefins hlut í bankanum að kröfu eigenda slitabús gamla Landsbankans, að sagt er.
Nú vilja yfirmenn Íslandsbanka fá sambærilega gjöf frá slitabúinu, bara fyrir að vinna vinnuna sína.
Og Landsbankafólk vill byggja monthöll við Hörpu, til að minna á að bankafólk sé merkilegra en almúginn.
Bankafólkinu verður að setja stólinn fyrir dyrnar áður en allt opnast á gátt og út flæðir fjármálahroki af ætt útrásar. Til þess höfum við alþingi og ríkisstjórn.
![]() |
Vilja hlut í Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)