Vinstrimenn vantar nýjan draum - og flokk

Evrópusambandið er ekki lengur draumur íslenskra vinstrimanna, ekki eftir grísku martröðina. Gunnar Smári, sem dreymdi um að Ísland yrði fylki í Noregi, og stofnaði til þess flokk, segir að nú verði að dreyma nýja valdadrauma.

Samfylkingin getur ekki dreymt nýjan valdadraum án ESB. Flokkurinn er of tengdur misheppnuðustu umsókn Íslandssögunnar.

Finni vinstrimenn ekki nýjan draum á næstunni er útséð um möguleika þeirra í þingkosningunum 2017.


Jón Gnarr vegvísir deyjandi fjölmiðils

Áður en Jón Gnarr varð stjórnmálamaður þótt hann liðtækur brandarakall. Stjórnmálin breyttu Jóni úr uppistandara í vegvísi í opinberum málum undir vörumerkinu ,,borgarstjórinn úr eftirhruninu."

365 miðlar er deyjandi fjölmiðill. Fyrirtækið reynir að hasla sér völl á vettvangi símaþjónustu og hittir þar fyrir stönduga keppinauta.

Jóni Gnarr er ætlað að vísa 365 miðlum til endurnýjunar lífdaga. Jón Ásgeir, eigandi 365 miðla, er orðinn býsna örvæntingarfullur.

 


mbl.is Jón Gnarr „ráðinn til að hafa áhrif“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband