Þriðjudagur, 3. mars 2015
Kastljós, kukl og sala á sjónvarpstíma
Kastljós varpaði ljósi á sölumenn sem selja kukl til að lækna ólæknandi sjúkdóma. Umfjöllun Kastljóss er unnin í samvinnu við formann MND-félagsins.
Umfjöllunin hófst í gær með ítarlegri frásögn af nokkrum þeim sem glíma við sjúkdóminn. Rauði þráðurinn í þeirri umfjöllun var að stórbæta þurfi þjónustuna við MND-sjúklinga og kaupa nýrri og betri tæki handa þeim.
Í Kastljósþætti kvöldsins kom fram að undirbúningur að þessari umfjöllun hafi byrjað í desember síðast liðnum. Þátturinn i kvöld var annars helgaður sölumönnum kuklsins og þeir afhjúpaðir með aðstoð falinna myndavéla.
Viðskiptamódel Kastljóss er þetta: Kastljós gerir samning við forsvarsmenn MND-félagsins um að afhjúpa kuklara - enda er það gott sjónvarpsefni - en á móti fá MND-sjúklingar sjónvarpstíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Ef Kastljós fær verðlaun fyrir þessa frammistöðu er álitamál hvort þau ættu að koma frá Blaðamannafélaginu eða Félagi almannatengla.
![]() |
Lögbannskröfunum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. mars 2015
Vélbyssu-Helgi Hrafn og tölvuleikirnir
Þingmaður Pírata segir dómstólana ekki veita almenningi vörn þegar lögreglan þarf á dómsúrskurði að halda. Sami þingmaður, Helgi Hrafn Gunnarsson, sagði á alþingi þegar til umræðu var vélbyssueign lögreglunnar
Ég hef spilað nógu marga tölvuleiki um ævina til að þekkja þetta vopn. Þetta er drápstæki, sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Úr hvaða tölvuleikjum ætli Helgi Hrafn hafi vitneskju sína um réttarfarið á Íslandi?
![]() |
Sagði enga vernd í dómstólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. mars 2015
Stórflótti vinstrimanna frá ESB
Jón Baldvin Hannibalsson segir það; Stefán Ólafsson einnig og Katrín Jakobsdóttir fetar sömu slóð: Ísland er ekki á leið í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð.
Íslenskri vinstrimenn eru ekki einir um að yfirgefa Evópusambandið. Þingmaður Syriza í Grikklandi skrifar í Guardian að eini möguleikinn á mannsæmandi lífi er utan evrunnar.
ESB-sinnar á Íslandi geta ekki leitað til hægri eftir stuðningi. Leiðari Viðskiptablaðsins tók af öll tvímæli um staðfesta óbeit á evrunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 3. mars 2015
Píratar fá fokk-fylgið
Á hverjum tíma er í samfélaginu hópur fólks sem finnst allt í fokki og staða sín sérstaklega. Þetta fólk veitir óánægju sinni útrás með því að velja fyrir okkur hin ókræsilegasta kostinn sem í boði er hverju sinni.
Óánægjufylgið gerir sjaldnast út um kosningar, þó það komi fyrir, sbr. kosningasigur Jóns Gnarr á sínum tíma, en mælist iðulega í skoðanakönnunum. Útlátalaust er að segja hvurn fjandann sem vera skal lendi maður í úrtaki.
Fokk-fylgið mun ekki endast Pírötum fram að næstu kosningum.
![]() |
Píratar í stórsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |