Föstudagur, 16. janúar 2015
Lamaðir, fatlaðir og Össur
Össur Skarphéðinsson samfylkingarforingi er kominn í slag við stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Um Össur verður ekki annað sagt en að hann velji sér andstæðinga sem standa honum jafnfætis.
![]() |
Endurráða ekki forstöðumanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. janúar 2015
Katrín skilar auðu í utanríkismálum - Vg óþarfur flokkur
Flokkur sem ekki tekur afstöðu til þess hvort Ísland eigi heima utan eða innan Evrópusambandsins er í raun ekki með neina stefnu í utanríkismálum.
Aðild að ESB myndi festa Ísland við framtíð meginlands Evrópu sem býr við ógnir innan frá, samanber hryðjuverkin í París og uppnám evrunnar, og utan frá og nægir þar að vísa til Úkraínu-deilunnar við Rússa.
Þingflokkur Vg er á launum frá almenningi og flokkurinn á framfæri ríkissjóðs til að hafa skoðun á álitamálum samtímans. Stjórnmálaflokkur sem ekki tekur afstöðu til ESB-aðildar getur allt eins hætt í pólitík.
![]() |
Vilja enn þjóðaratkvæði um aðildarumsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 16. janúar 2015
Verslunin biður um ríkisstuðning
Verslun á Íslandi glímir við offjárfestingar og getur ekki rekið sig nema með mörg hundruð prósent álagningu. Af því leiðir getur verslunin ekki keppt við erlenda netverslun.
Ríkisvaldið á ekki að hreyfa litla fingur til hagsbóta fyrir verslunina. Það er verslunin sjálf sem þarf að stokka upp starfsgreinina þannig að hún geti starfað með hóflegri álagningu.
Verslunarstörf eru illa launuð og engin eftirsjá af þeim þegar atvinna er næg.
![]() |
Fataverslun nær ekki flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)