Sunnudagur, 14. september 2014
Kristín, góða löggan og glæpir án glæpamanna
Kristín Þorsteinsdóttir var blaðafulltrúi Baugs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og þar á eftir stjórnarmaður Jóns Ásgeirs í 365 miðlum áður en hún varð æðsti yfirmaður fréttaritstjórna 365 miðla, þ.e. Fréttablaðsins, visis.is, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Kristín er handvalin af Jóni Ásgeir til að draga upp þá mynd af útrásarglæpum að ekki hafi verið um glæpi auðmanna að ræða heldur þjóðfélagsástand, sem ætti að greina með aðferðum mannfræði og sálfræði fremur en réttvísinnar. Kristín skrifaði grein fyrir tveim árum, þar sem hún boðaði þessa frumlegu sýn á auðmannaglæpi útrásar og kallaði Erum við verri en annað fólk.
Vitnisburður Jóns Óttars Ólafssonar fyrrum rannsóknarlögreglumanns fellur eins og flís við rass að þeirri skoðun Kristínar og Jóns Ásgeirs að glæpir voru ekki framdir í hruninu, meira svona að rangar ákvarðanir hafi verið teknar - en allar þó vel innan ramma laganna.
Jón Óttar missti starf sitt hjá embætti sérstaks saksóknara vegna þess að hann þjónaði tveim herrum.
Öll þessi forsaga ætti að kenna blaðamönnum, þeim sem ekki vinna hjá Kristínu og Jóni Ásgeiri, að taka með fyrirvara það sem kemur frá ritstjórn 365 miðla um sakleysi auðmanna og illvilja ákæruvaldsins.
![]() |
Góða löggan gegn vondu bankamönnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)