Vinstripólitík í vanda: Björt framtíð leiðir uppgjörið

Björt framtíð er stærsti vinstriflokkurinn með tæp 22 prósent fylgi. Samfylking kemur fimm prósentustigum neðar og Vg er með helminginn af fylgi Bjartar framtíðar.

Björt framtíð er mildríður íslenskra stjórnmála, vill engan styggja og starfar bæði til vinstri og hægri, eins og kom á daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar.

Sterkt fylgi við Bjarta framtíð lýsir andúð kjósenda á öfgapólitík Samfylkingar (ESB-aðild eða dauðinn) og hatursorðræðu Vg, sem einkum er í boði varaformannsins. 


mbl.is Fylgi Framsóknar eykst lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmál, Danmörk og Sýrland

Dönsk stjórnmál eru leiðinleg. Flokksformaður hættir og það eru lítil tíðindi; annar tekur við og ólíkleg að hann  breyti nokkru enda flest í föstum skorðum. Stjórnmál í Sýrlandi eru á hinn bóginn spennandi með átökum, ofbeldi og draumsýn um  nýtt kalífadæmi á landssvæði Sýrlands og Írak.

Stjórnspekingurinn David Runciman skrifaði nýverið bók sem heitir Stjórnmál. Í kynningu á bókinni segir að hún sé fyrir þá sem vilja vita hvers vegna betra sé að búa í Danmörku en Sýrlandi.

Stutta svarið er að stjórnmál eru leiðinleg í Danmörku, sem er forsenda fyrir þægilegu lífi almennings; stjórnmál í Sýrlandi eru lífshættulega spennandi með tilheyrandi ömurleika fyrir fólk flest.


mbl.is Hættir sem formaður Íhaldsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband