Mánudagur, 28. júlí 2014
Guðmundur Andri og sjálfsmynd vinstrimanna
Vinstripólitík dó með ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Fyrsta hreina vinstristjórnin 2009 til 2013 hrundi úr hreinum meirihluta í 12,9 prósent Samfylkingu og 10,9 prósent Vg. Vinstrimenn, sem tölu sig komna til langtímaáhrifa eftir hrun, eru sundraðri en nokkru sinni áður í lýðveldissögunni og standa uppi málefnalausir.
Þjóðin hafnaði tillögu vinstrimanna um allsherjarlausnina ,,göngum i Evrópusambandið" og einnig tilrauninni til að stokka upp stjórnarskrána.
Vinstrimenn reyna að fitja upp á einhverju nýju til að slá sér upp með. Fyrrum fjölmiðlarekandi Baugsveldisins, Gunnar Smári Egilsson, sett á flot hugmyndina um að Ísland sækti um inngöngu í Noreg. Rökstuðningurinn er sá sami og fyrir ESB-aðild; að Ísland sé ónýtt og við séum vonlaus þjóð sem verðum að segja okkur til sveitar.
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og vinstrimaður er orðinn þreyttur á vælinu í félögum sínum um ónýta Ísland. Hann skrifar ádrepu í Fréttablaðið og biður um minni vanmetagrát og pínulítið meiri dómgreind.
Sjálfsmynd vinstrimanna er ónýta Ísland. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar hafnar þessari sjálfsmynd. Af því leiðir eru vinstrimenn dæmdir til að vera forsmáður minnihluti. Örvæntingin skilar sér í bjánahugmyndum eins og að Ísland verði hluti af Noregi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 28. júlí 2014
Laun, prósentur og lygi
Forstjórastéttin fleytir rjómann af launakökunni, svo mikið er ljóst. En það er á hinn bóginn ekki svo að að allir launþegar sitji fastir í 2,8 prósent eymdarhækkun. Í hádegisfréttir RÚV segir að launavísitalan hækkaði um tæp sex prósent, sem gefur vísbendingu um launaskrið.
ASÍ og SA semja um lágmarkslaun, sem of eru aðeins viðmið til að byrja samningaviðræður um laun. Jafnvel sumarvinnufólk gat í vor farið fram á hækkun umfram taxta enda ástandið á atvinnumarkaði þannig að eftirspurn er eftir fólki. Sumir opinberir starfsmenn, einkum sérfræðingar, fara einu sinni til tvisvar á ári í launaviðtöl og þar er hægt að hækka sig í taxta með vísun í markaðslaun.
Aðrir, kennarar sérstaklega, hreyfa sig ekki spönn frá taxtarassi; þeirra laun eru skráð og negld niður.
![]() |
Sala stóreykst á Range Rover-jeppum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. júlí 2014
Launaheimska forseta ASÍ
Allt frá hruni eru lífeyrissjóðirnir ráðandi í mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Stjórnir lífeyrissjóðanna eru skipaðar af verkalýðshreyfingunni annars vegar og hins vegar Samtökum atvinnulífsins.
Forseti Alþýðusambandsins ber fulla ábyrgð á útblásnum launum forstjóra og millistjórnenda með því að láta það óátalið að fyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna stundi launabruðl í þágu þeirra best settu.
Valkvæð launaheimska forseta ASÍ er flótti frá ábyrgð.
![]() |
Launaþróun minnir á árin fyrir hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)