Laugardagur, 27. desember 2014
Jón Gnarr grínast með einelti
Jón Gnarr hefur einelti í flimtingum þegar hann segir um áskoranir til sín að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins: ,,Það er verið að gera aðför að mér. Ég fer bara að líkja þessu við einelti."
Nú hlýtur pólitíska rétttrúnaðarhersingin taka við sér og hrauna yfir grínistann fyrir léttúðina.
En kannski er það svo að góða fólkið sér í gegnum fingur sér þegar frambjóðendur þess djóka með heilög hugtök hins pólitíska rétttrúnaðar.
![]() |
Jón volgur fyrir forsetaframboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 27. desember 2014
Trú, orður og lögmæti valds
Vinstrimenn notuðu jólin til að agnúast út í þjóðkirkjuna og orðuveitingu forseta til forsætisráðherra.
Ekki er tilviljun að vinstrimenn, kjörnir fulltrúar VG og Samfylkingar, og pólitískir samherjar þeirra meðal bloggara og álitsgjafa ganga harðast fram í gagnrýninni - auk RÚV-DV, vitanlega.
Orður og kristni eru tákn um kenningarlegt og veraldlegt lögmæti lýðveldisins. Vinstrimenn vilja lýðveldið feigt og sjá rautt þegar orður og kristni eru til umræðu.
![]() |
Flestir fengið stórkrossinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)