ESB-sinni óttast 2015

Deilur milli Þýskalands og Suður-Evrópu, Frakkland meðtalið, munu aukast innan Evrópusambandsins á næsta ári enda engin von að það létti til í efnahagsvandræðum evru-svæðisins. Eftir því sem evru-ríkjunum gengur verr að koma skikk á efnahagsmálin vex þeirri skoðun fylgi að þjóðríkin yfirtaki verkefnið.

Á þessa leið er greining Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands 1998 til 2005. Fischer gerir ráð fyrir að evru-kreppan muni brjótast út sem pólitísk kreppa og þá líklegast í Grikkland.

Fischer er sambandssinni, telur að ESB verði að taka á sig mynd Stór-Evrópu, til að mæta þeim áskorunum sem sambandið stendur frammi fyrir.

Eftirspurn eftir sam-evrópskum lausnum er lítil. Engin hreyfing í þjóðríkjum evrulandanna 18 í þá átt að krefjast Stór-Evrópu til að leysa vanda álfunnar. Fischer kvartar undan skorti á hneykslun vegna frétta af fjárstuðningi Rússa til þjóðernishreyfinga í Vestur-Evrópu. Líkleg skýring er að fólk er orðið vant því að ESB kaupi pólitík í þjóðríkjum og kippi sér ekki upp við þótt Rússar leiki sama leik.

Fischer telur árið 2015 verða örlagaár ESB. Fyrir Íslendinga skiptir máli að halda sér fjarri Evrópusambandinu á meðan örlög þess ráðast - og það gerum við m.a. með því að afturkalla formlega vanhugsuðu ESB-umsóknina frá 2009.


Jólakveðja vinstrimanns

Sumir vinstrimenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir:

Ég nenni ekki að berjast lengur fyrir þá aumingja sem þessi þjóð hefur alið.  Aumingja sem ráðast stöðugt á þá sem reyna að vísa þeim veginn í átt til réttlætis og sanngirni.

Ég nenni ekki lengur að díla við heimskingja sem taka engum sönsum og hafa hvorki vilja né getu til að hugsa sjálfstsætt heldur éta upp lygarnar og skrumið úr ráðamönnum þjóðarinnar og drulla því svo yfir hugsandi og vel meinandi fólk.

Ég er búinn að fá nóg heimsku þessarar þjóðar sem kýs yfir sig raðlygara og siðblindingja sem bera ekki hag almennings í landinu fyrir brjósti en vinna að því leynt og ljóst að rústa velferðarkerfinu í landinu.

Ég er búinn að fá algert ógeð á heimsku fólki eins og talið er upp hér að ofan.

Ég ætla ekki að óska ykkur velfarnaðar á nýju ári enda er það tilgangslaust með öllu þegar þið hafið hvorki vit, vilja né getu til að takast á við raunverulegu vandamálin.
Ykkur sjálf.

 


Bloggfærslur 26. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband