Fimmtudagur, 25. desember 2014
Egill gyðingavæðir múslíma
Egill Helgason segir múslíma samtímans vera gyðinga Hitlers-Þýskalands:
Hættulegasta fólk í Evrópu um þessar mundir eru ekki múslimar og ekki trúleysingjar. Nei, það er fólk sem safnast úti á götum í Þýskalandi til að mótmæla múslimum og skoðanasystkin þess víða um álfuna. Það var svona sem kynþáttaofsóknirnar sem náðu hápunkti á tíma nasismans byrjuðu. Með því að jaðarhópur, sem skar sig úr meginstraumi samfélagsins, var útnefndur sem stórkostleg ógn.
Hvorki gyðingum né múslímum er gerður greiði með þessum samjöfnuði sem er sögulega rangur og siðferðilega óverjandi.
Byrjum á samhengi hlutanna: af íbúum jarðarkringlunnar teljast þriðjungur til kristni, fimmtungur til múslíma en 0,2% (já, núll komma tvö prósent) til gyðingatrúar. Ein 49 ríki eru með múslíma sem meirihluta íbúa sinna. Hve mörg ríki ætli séu með gyðinga sem meirihluta?
Ekki undir nokkrum kringumstæðum er hægt að líta á múslíma sem jaðarhóp.
Elsta heiti gyðingaofsókna í Evrópu er ,,pogrom" sem er slavneskt orð en ekki þýskt. Gyðingaofsóknir nasista byggðu á kynþáttahyggju sem flokkaði fólk eftir uppruna; aríar efstir og bestir en allir hinir síðri.
Mótmælin sem Egill vísar í að standi yfir í Þýskalandi nú um stundir eru skammstöfuð PEGIDA. Á þýsku: Patriotische Europäer Gegen die Islamisierung des Abendlandes.
Á íslensku: Evrópskir föðurlandsvinir gegn múslímavæðingu vesturlanda.
Evrópusambandið, sem Egill er ákaflega hlynntur, byggir tilveru sína á ,,evrópskum gildum". Egill ætti að banka upp á hjá Brussel og spyrja hvort ekki sé nóg komið af evrópskum rasisma. Við skyldum betur hverfa til þjóðlegra gilda umburðarlyndis - og stunda hvorki sögufölsun né hræsni.
Dægurmál | Breytt 26.12.2014 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 25. desember 2014
Rússar góðs maklegir
Efnahagshernaður Bandaríkjanna og Evrópusambandsins á hendur Rússum vegna Úkraínu byggir þá þeirri forsendu að öryggishagsmunir Rússa séu einskins virði annars vegar og hins vegar að USA og ESB eigi allan rétt að skipa málum á alþjóðavísu eftir sínu höfði.
Ásmundur Friðriksson þingmaður segir réttilega að Rússar hafi reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina og betur en sumar þær þjóðir sem standa okkur nær. Efnahagshernaðurinn gegn Rússlandi er ekki í þágu okkar hagsmuna og ef eitthvað er þá eiga Rússar betri málstað að verja.
Við ættum því að Rússum velvild í þeim mótbyr sem etja við um þessar mundir.
![]() |
Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)