Guð byrjaði með eldgosi

Í Saudí-Arabíu heitir eldfjall Hala al-Badr. Á því eldfjalli birtist guð Móses, eins og segir í annarri Mósebók Gamla testamentisins: ,,Þá birtist honum engill Drottins í eldsloga sem lagði út af þyrnirunna nokkrum." Aðalefni Der Spiegel er upphaf eingyðistrúar sem verður seinna að þeirri kristni sem við þekkjum í dag.

Spiegel byggir frásögn sína á rannsóknum raunvísindamanna eins og Colin Humphreys og fornleifafræðingnum Israel Finkelstein til að sviðsetja atburðina sem leiddu gyðinga úr ánauð Egypta og þar með nýrra trúarbragða þar sem einn guð var miðlægur.

Biblían er margendurskoðuð bók sem byggði á munnmælum. Með stuðningi rannsókna annarra fræðigreina en guðfræði er reynt að setja saman frásögn af því hvernig eingyðistrú varð til.

Hvort guð verði við þessa tiltekt mönnum hugstæðari eða ekki er aukaatriði. Vegir guðs eru órannsakanlegir, eins og segir í bók bókanna, og tilgátan um að guð hafi byrjað með eldgosi er ábyggilega ekki síðasta orðið í guðspælingum mannanna.

 


Bloggfærslur 23. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband