Föstudagur, 19. desember 2014
Vinstrimenn þykjast þreyttir á vitleysunni
Margrét Tryggvadóttir segir umræðuna um börn og kirkjuheimsóknir leiðinlega og fundna upp af valdaköllum til að drepa umræðunni á dreif. Agli Helgasyni er þessi umræða einnig frekar leið.
Varaborgarfulltrúi Vg, Líf Magneudóttir, setti kirkjuheimsóknir á dagskrá umræðunnar.
Skiljanlegt er að vinstrimönnum leiðist að fáir tóku undir með Líf, nema harðkjarnavinstrið. Oft er lítil innistæða fyrir málefninu sem þeir setja á dagskrá en þeim leiðist ekki nema þegar umræðan er þeim mótdræg.
ESB-umsóknin er þó stórt mál sem vinstrimenn bera ábyrgð á. Nú þegar öll vötn falla frá Brussel hljóta vinstrimenn að efna til djúprar efnislegrar umræðu um umsóknina.
![]() |
Fleiri Bretar vilja úr ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. desember 2014
Læknakandídat með 670 þús. á mánuði
Eftir sex ára nám verður maður læknakandídat og kemst í meðallaun upp á 670 þús. kr. á mánuði. Að loknu kandídatsári fæst almennt lækningaleyfi og meðallaunin hækka upp í 860 þús. kr. á mánuði.
Engar starfsstéttir opinberra starfsmanna komast í sambærileg laun fyrir sambærilega námslengd.
Hvað eru læknar að kvarta?
![]() |
Meðallaun lækna rúm 1,1 milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 19. desember 2014
Menntun, tekjur og völd kvenna
Konur eru um það bil að taka völdin í samfélaginu, að því gefnu að samband sé á milli menntunar, tekjumöguleika og valda - eins og haldið er fram í doktors ritgerð í viðtengdri frétt.
Samkvæmt Hagstofunni eru konur í háskólanámi um 11.600 en karlar innan við 7000. Konur í doktorsnámi eru 282 en karlar í sama námi 170.
Undanfarin ár eru nær helmingi fleiri konur í háskólanámi en karlar. Augljóst er að ef fram heldur sem horfir munu karlar búa við kvennaríki, að gefnu samhengi menntunar og valda.
Hinn möguleikinn er að menntun verði gjaldfelld og litið á háskólanám sem kvenlegt fyrirbæri.
![]() |
Atvinnumöguleikar ráða ákvörðunarvaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)