Miðvikudagur, 8. október 2014
Hvers vegna er krónan ekki tilbeðin?
Krónan skilar okkur lágu atvinnuleysi, bullandi hagvexti og björtum efnahagshorfum (að því gefnu að góðærið leiði ekki til þenslu og óráðsíu).
Án krónunnar væri efnahagsástandið eftir hrun enn að plaga okkur, líkt og Íra sem eru með tveggja stafa atvinnuleysi.
Undanfarin misseri er íslenska krónan ein stöðugasti gjaldmiðill á byggðu bóli.
Krónan gerir allt sem gjaldmiðill a að gera fyrir efnahagskerfi.
Hvers vegna er krónan ekki tilbeðin, einkum af þeim sem þykjast hafa vit á fjármálum?
![]() |
Góður hagvöxtur á næstu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. október 2014
Þurfum verkföll til að stöðva hagvöxt
Tölur um hagvöxt eru vanáætlaðar enda þó nokkur hluti ört vaxandi greinar, ferðamannaþjónustu, neðanjarðar. Hagvöxtur yfir 3 prósent er hættulegur, býður heim þenslu, verðbólgu og óráðsíu.
Verkföll, gjarnan allsherjarverkall, í nokkrar vikur í vetur er nákvæmlega það sem þjóðarbúið þarf á að halda.
Með langvinnu verkfalli vinnst tvennt. Í fyrsta lagi hægir á hagvexti og í öðru lagi er sá tvíþætti lærdómur stimplaður inn í þenslukór atvinnulífsins, beggja vegna borðsins, að þjóðarkökunni verður að skipta með sanngirni annars vegar og hins vegar að ekki tjóar að semja um kauphækkun án innistæðu.
![]() |
Brothætt staða á vinnumarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. október 2014
Reiðipólitík vinstrimanna: landbúnaður eða sjávarútvegur
Vinstripólitík gengur út á að kynda reiðibál í samfélaginu og fá fylgi út á reiðina. Síðustu daga og vikur eru Mjólkursamsalan og landbúnaðurinn eldsneyti fyrir reiði vinstrimanna. Eins og einatt er gjaldþrota RÚV í hlutverki klappstýrunnar og spilar með þing- og bloggliði vinstrimanna.
Til að reiðipólitíkin slái í gegn þurfa vinstrimenn að ganga í takt. Vinstrimenn, eins og Ögmundur Jónasson, sem hugsa sjálfstætt, eru úthrópaðir á götum og torgum vinstrisamfélagsins fyrir svik við pólitísku reiðibylgjuna sem á að leiða vinstriflokkana á sigurbraut.
Í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. beindist reiði vinstrimanna að sjávarútveginum. Vinstrimenn töluðu um kvótagreifa og arðræningja og stefndu að þjóðnýtingu sjávarútvegsins.
Elliði Vignisson vill létta af álögum á sjávarútveginn. Bréf Elliða er jafnframt árás á sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins, en sá flokkur er helsti skotspónn vinstrimanna vegna tengsla flokksins við landbúnaðinn.
Sjávarútvegur og landbúnaður eru undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar. Ef hægrimenn, þ.e. þeir sem starfa í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, láta vinstrimenn komst upp með árásir á þessar undirstöður efnahagskerfisins þá vita þeir ekki hvað til síns friðar heyrir.
![]() |
Verkstjórn sjávarútvegsráðherra áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)