Ríkið á ekki að gefa eftir læknum - og ekki setja lög

Læknar fara fram á 30 prósent launahækkun. Það er einfaldlega ekki í boði enda færi þá allt á annan endann í samfélaginu. Það á heldur ekki að setja lög á læknaverkfallið.

Læknar fara í verkfall af háttvísi til að leggja áherslu á kröfur sínar og gera ráðstafanir til að enginn í neyð bíði tjón af. Verkfall fram á vor gefur góðan tíma til að fara yfir málin og hann ætti að nýta vel.

En læknar verða að átta sig á því að það þýðir ekki að framvísa launaseðlum frá Noregi og Svíþjóð sem rök fyrir kauphækkun á Íslandi - og tilgreina aðeins grunnlaunin.  

Samningar lækna eru þess eðlis að grunnlaun segja minna en hálfa söguna. Í gegnum tíðina eru búnar til óteljandi matarholur fyrir lækna sem gera grunnlaun ómarktæk.

Læknar eru hálaunaðir ríkisstarfsmenn og verða það áfram þótt þeir fái engar launahækkanir. 


mbl.is Ríkið gefi eftir í læknadeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet í væli

Á Íslandi er nær ekkert atvinnuleysi og landsins forni fjandi, verðbólgan, er dauð. Við búum við hagvöxt í samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er meira en í viðri veröld. Á mælikvarða um velferð þjóða erum við í úrvalsdeild.

Hvers vegna endurspeglar dægurumræðan ekki þessar staðreyndir?

Líklega vegna þess að við eigum heimsmet í væli.
mbl.is Ekki sagt frá því sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband