Mánudagur, 27. október 2014
Konum fjölgar í læknastétt og launin lækka
Kennarastéttin lækkaði í launum þegar konur urðu þar í meirihluta. Sama gerist hjá læknum. Um aldamót voru konur um 20 prósent lækna en hljóta núna að vera fast að helmingur.
Lögmálið um að kvennastéttir beri minna úr býtum en karlastéttir er meitlað í stein.
Vörubílstjórar og smiðir fá æ hærri laun en læknalaun lækka.
![]() |
Sigurveig: Ekki bjartsýn fyrir fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 27. október 2014
Tungumál farga samböndum og bjarga þjóðum
Ísland og Noregur komust á sama tíma undir dönsku krúnuna, undir lok 14. aldar. Þá var enn töluð norræn tunga í þessum löndum. Norðmenn töpuðu þjóðtungu sinni undir Dönum en minningin um hana hélt lífi.
Eftir að Noregur var settur undir Svíþjóð í kjölfar Napoleónsstyrjaldanna spratt fram sjálfstæðishreyfing kennd við ný-norsku og skilaði þeim sjálfstæði 1905.
Tungumálið bjargaði einnig Íslendingum. Án íslenskunnar værum við Danir. Forsenda fyrir fullveldinu 1918 er að hér var talað annað tungumál en í Danmörku.
![]() |
Og þess vegna er danska óskiljanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 27. október 2014
Kósí-fólkið vill eyðileggja íslenskan landbúnað
Allar vestrænar þjóðir vernda landbúnað sinn. Útgjöld til landbúnaðar er langstærsti einstaki fjárlagaliður Evrópusambandsins, tekur um 40 prósent af fjárlögunum.
Ef frjáls innflutningur yrði leyfður á landbúnaðarvörum inn í Íslandi myndi það ganga af landbúnaði okkar dauðum með tilheyrandi byggðaröskun og öryggisleysi sem fylgir því að vera háð innflutningi matvæla.
Í skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að mest fylgi við frjálsan innflutning landbúnaðarvara er hjá kjósendum Bjartar framtíðar. Kósi-fólkið á SV-horninu er ekki ýkja næmt á aðrar þarfir en sínar eigin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 27. október 2014
Evran festir atvinnuleysi í sessi
Þegar hagkerfi þarf að lækka kostnað vegna ytri áfalla koma í meginatriðum þrjár leiðir til greina; gengislækkun gjaldmiðils, niðurskurður í ríkisútgjöldum eða atvinnuleysi.
Frakkar og aðrar 17 þjóðir, sem nota evru sem lögeyri, geta ekki lækkað gjaldmiðilinn í verði til að bæta samkeppnisstöðu sína. Kreppan verður því öll tekin út með lækkun ríkisútgjalda og í atvinnuleysi.
Evran festir aðildarþjóðir sínar í atvinnuleysi, sem einkum bitnar á ungu fólki.
![]() |
Baráttan gegn atvinnuleysinu er töpuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)