Ríkissaksóknari eltir skottið á sjálfum sér

Ríkissaksóknari elti DV í tilbúna lekamálinu og verður núna að elta eigið fordæmi og rannsaka leka vegna samkeppnismála skipafélaganna til Kastljóss.

Næst þarf ríkissaksóknari að rannsaka lekann í stóra vélbyssumálinu og svo framvegis.

Lekarannsóknari ríkisins er óþarft embætti og hlýtur að fá fjárveitingar samkvæmt því.


mbl.is Ríkissaksóknari rannsakar meintan leka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DV-RÚV og hannað almenningsálit

Eftir að RÚV tók til við að elta DV-spunann í hverri fréttafléttunni á fætur annarri er svo komið að DV telur sig handhafa almenningsálitsins.

Ritstjóri DV telur sig í ljósi bandalagsins við RÚV þess umkominn að ákveða hverjir skuli taka til máls í umræðunni og hvenær. DV-bloggari með RÚV fortíð talar um að við búum í lögregluríki.

 DV-RÚV eru fjölmiðlar sem segja ekki fréttir heldur reyna þeir að hanna almenningsálit. 


Umræðuheimskan

RÚV, DV og vinstriflokkarnir standa fyrir umræðu um vopnamál lögreglu sem ekki er ætlað að upplýsa heldur fávitavæða. Aðalfrétt RÚV í gærkveldi voru ummæli talsmanns norska hersins um að til væri samningur um að  Landhelgisgæslan keypti byssur af norska hernum fyrir tíu milljónir króna.

Umræðueðjótarnir tóku byssur Landhelgisgæslunnar og hristu þær saman við vélbyssur lögreglunnar og fundu út allsherjarsamsæri þar sem koma við sögu fantasíur þingmanna úr tölvuleikjum.

En hverjar eru staðreyndir málsins? Jú, lögregla og Landhelgisgæsla eiga vopn til að beita þegar nauðsyn krefur. Er lögregla og Landhelgisgæsla þekkt fyrir að misbeita vopnum sínum? Nei. Er eðlilegt að vopnin séu endurnýjuð? Já.

Forheimskun umræðunnar um vopnamál lögreglu sýnir rökréttar afleiðingar DV-væðingar RÚV.

 


mbl.is Stóð aldrei til að kaupa vopnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband