Svana og spillingin hjá Samtökum iðnaðarins

Svana Helen Björnsdóttir varð undir í valdabaráttu í Samtökum iðnaðarins þegar hún féll fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri á síðasta Iðnþingi. Kristrún Heimisdóttir var látin hætta sem framkvæmdastjóri samtakanna í kjölfar ósigurs Svönu. Engar opinberar skýringar eru á valdabaráttunni. Þó er vitað að sumir harðdrægustu auðmenn landsins eru innstu koppar í búri samtakanna.

Svana skrifar grein í Morgunblaðið í dag og segir þar

Aðstæður í íslensku viðskiptalífi hafa hins vegar breyst mjög mikið á síðustu árum og lífeyrissjóðir fara nú með virka stjórnunarábyrgð í fleiri fyrirtækjum en nokkru sinni fyrr. Færin á einkaávinningi, liðssöfnun og myndun ríkisdæmis eru stórfelld og freistandi að beita áhrifum sem tiltæk eru. Við þessu verður að bregðast og siðvitið má þar ekki gleymast.

Svana tiltekur ekki dæmi um spillinguna en ræðir nauðsyn gagnsæis í skipun fulltrúa lífeyrissjóða í fyrirtækjum.

Dæmin um ,,einkaávinning," ,,liðssöfnun" og ,,myndun ríkidæmis"  hljóta að koma í kjölfarið.

 


Óekta Hallgrímur Helgason

Í útrásinni mærði Hallgrímur Helgason Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóra og var allt annað en ánægður þegar Davíð Oddsson, þávarandi forsætisráðherra, reisti skorður við veldi Jóns Ásgeirs. Í frægri grein spurði Hallgrímur

Við sem heima sitjum og skiljum ekki andúð forsætisráðherra gagnvart bestu viðskiptasonum Íslands, við spyrjum: Hvers vegna? Og eina svarið sem okkur dettur í hug er að hann sé einfaldlega búinn að sitja of lengi.

Þegar hrunið skall á í boði ,,bestu viðskiptasona Íslands" fréttist af Hallgrími í samfarastellingum á húddinu á bíl forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, frussandi á bílrúðuna. Hallgrímur var enn sannfærður um vonsku stjórnmálamanna og gæsku auðmanna.

 ,,Náriðill" segir gagnrýnandi um þekktasta verk hans. Greining frá aðstandenda viðfangsefnis Hallgríms er eftirfarandi

Bók­in, sem hann [Hallgrímur] kall­ar skáld­verk, og ég hef auðvitað lesið, er byggð á köfl­um svo mikið á ævi­sögu Bryn­hild­ar Georgíu frænku minn­ar að það jaðrar við ritstuld, en að sama skapi er hún skreytt með gjör­sam­leg­um skáld­skap sem ein­kenn­ist af of­beldi, klámi, nauðgun­um og svo rús­ín­unni í pylsu­end­an­um, að for­seta­son­ur­inn, nas­ist­inn, hafi nauðgað fimmtán ára dótt­ur sinni í Berlín í stríðslok.

Samfélagsrýni og skáldskapur Hallgríms eiga það sameiginlegt að vera óekta.


mbl.is Hvað gekk Hallgrími Helgasyni til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti ASÍ úr Patról á Land Cruiser; góðæri í landinu

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, sem sagðist annálaður Nissan Patról-maður fyrir nokkrum árum, er kominn á Land Cruiser núna á tímum góðæris.

,,Uppgradering" forseta ASí á jeppum er til marks um góðan árangur í efnahagsmálum okkar Íslendinga síðustu ár.

Í góðærinu eigum við að huga að niðurgreiðslu skulda en rasa ekki um ráð fram. Þá eigum við að forðast freistingar, eins og að leggja, afsakið, stöðva, jeppann okkar á bílastæðum hreyfiskertra. 


mbl.is Fjárlögin uppskrift að ófriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjakvótar allsstaðar en ekki í söngvakeppni

Kyjakvótar eru settir á stjórnir fyrirtækja og á stofnanir hins opinbera. Þá er voða ósmart að vera ekki með fléttulista í stjórnmálum. En þegar kynjakvóti er settur á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ætlar allt um koll að keyra.

Ætli það sé eins með söngvakeppnina og kynjaþemudaginn í Melaskóla, að kynjakvótaliðið er farið að bíta i skottið á sjálfu sér?


mbl.is Hvað er niðurlægjandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunin, áfengið og bölið

Ef Hagkaup, Bónus og Krónan fá að selja áfengi yrði vitanlega aldrei um það að ræða að verslunin okraði á fíkniefninu.

Vitanlega myndin verslunin leggja sig fram um að selja sem mest áfengi á sem lægsta verði.

Spurningin er aðeins þessi: hvort er verra?


mbl.is Dýrara vín í búðum en Vínbúðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley T. og fullnaðarsigur femínista

Merkilegast í viðtengdri frétt er eftirfarandi klausa

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, vakti at­hygli á þessu á Face­book-síðu sinni í morg­un. Þar velti hún fyr­ir sér hvernig strák­ar og stelp­ur væru, hvaða for­send­ur Mela­skóli gæfi sér og hvað börn­un­um hefði verið kennt um kyn­hlut­verk.

Þegar einn þekktasti femínisti landsins viðurkennir að þekkja ekki muninn á strák og stelpu er óhætt að fullyrða að femínisminn hafi sigrað Ísland.

 


mbl.is Hætt við kynjaþemadag í Melaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV og Birgitta: stærstu mistök vinstrimanna

Umboðslausa ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar klauf þjóðina þegar hún var í sárum eftir hrunið. Eftir kosningasigurinn vorið 2009 voru vinstrimenn í dauðafæri að verða raunsær valkostur við hægristjórn.

Vinstrimenn kunnu ekki með almannavaldið að fara og tileinkuðu sér ,,sekteríska" pólitík þar sem öfgum var lyft í öndvegi. Þjóðin refsaði Jóhönnustjórninni með því að lama hana í tveim þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave-samninga og slátraði stjórnarflokkunum í kosningunum 2013: Samfylkingin fékk 12,9% og Vg 10,9% fylgi.

Frétt RÚV um ummæli Birgittu Jónsdóttur hittir naglann á höfuðið.


Elliði og endurreisn stjórnmálanna

Snörp brýning Elliða Vignissonar til sjálfstæðismanna var framlag bæjarstjórans í Vestmannaeyjum til endurreisnar stjórnmálanna. Eftir hrun féllu stjórnmálin í ónáð og stjórnmálamenn taldir meðal verstu manna.

Það er tímabært að endurskoða einhliða fordæmingu á stjórnmálum og þeim sem þar starfa. Í lýðræðisríki þjóna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar því hlutverki að bjóða fram valkosti sem almenningur kýs um.

Elliði hvetur sjálfstæðismenn til að leita til grunngilda flokksins og skammast sín ekki fyrir að gefa sig að stjórnmálum. Brýningin er þörf, bæði fyrir sjálfstæðismenn og félagsmenn annarra stjórnmálaflokka. Endurreisn stjórnmálanna hlýtur að hefjast með flokksmönnum sjálfum.

Grein Elliða geymdi kröftugt líkingarmál sem sumum var ekki að skapi. Gagnrýnin sem Elliði fékk á sig úr öðrum áttum, t.d. frá Agli Helgasyni, ber þess merki að endurreisn stjórnmálanna er ekki tekið fagnandi. Verðfall stjórnmálamanna hækkaði pundið í álitsgjöfum út í bæ.


Les Mikki Mús DV?

Ríkissaksóknari lögsækir fólk á grundvelli fréttaherferðar DV, sem bjó til lekamálið. Saksóknari tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðli með því að ,,læka" pólitíska pælingu um lekamálið.

Til að bíta höfuðið af skömminni blandar saksóknari blásaklausri teiknimyndapersónu í umræðuna, sem var satt að segja nógu farsakennd fyrir.

Ríkissaksóknari sem leggur á sig að ráðast í rannsóknir og málssóknir í þágu herferðar DV bruðlar með almannfé. Og það er ekki fyndið. 

 


mbl.is Fráleitt að gera mál úr „læki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengið, unglingarnir og fákeppni

Unglingar eru helsti starfskraftur matvöruverslana. Ef áfengi verður selt í einkaverslunum er aðgengi unglinga að áfengi stóraukið, bæði þeirra sem þar starfa og annarra unglinga. Í viðtengdri frétt segir 

Markaðsvæðing áfeng­is, ekki síst gagn­vart börn­um og ung­l­in­um með aðstoð fremstu ímynd­ar­sér­fræðinga og aug­lýs­inga­fólks auk gríðarlegs fjár­magns, hefði þannig ekk­ert með lýðræðis­lega umræðu að gera að hans sögn. Um væri að ræða ein­hliða, keypt­an áróður sem byggði á ítr­ustu viðskipta­hags­mun­um en ekki vel­ferð barna og ung­linga. 

Alþingi getur ekki samþykkt að fákeppnisverslunin hér á landi fái heimild að selja áfengi. 

 


mbl.is Rangt að „Bónusvæða áfengissölu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband