Fimmtudagur, 27. ágúst 2015
Sósíalismi bjargar fjármálakerfinu
Ekkert nema stórfelld inngrip seðlabanka björguðu hlutabréfamörkuðum austan hafs og vestan frá hruni. Síðustu misseri gefa seðlabankar peninga á núllvöxtum til fjármálakerfisins, svo að það geti veitt þeim áfram til raunhagkerfisins, eftir að hafa tekið sinn hlut ríkulegan.
Fjármálamarkaðir eru síðasta vígi sósíalismans, segir í Guardian.
Er ekki rétt að gerðadómur ákvarði laun íslenskra bankamanna? Þeir eru þiggjendur sósíalískra úrræða eins og hafta.
![]() |
Fjárfestar anda léttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2015
ESB hrynur vegna flóttamanna
Dublinarreglan um flóttamenn segir að ósk um hælisvist skuli tekin til meðferðar í því ESB-ríki sem flóttamaðurinn stígur fyrst fæti á.
Angela Merkel kanslari Þýskalands breytti þessari stefnu nánast einhliða og fellst núna á að flóttamenn sem t.d. koma til Þýskalands í gegnum Grikkland, síðan Ungverjaland, skuli fá hælisósk afgreidda í Þýskalandi.
Einhliða breyting á stefnu ESB í málefnum flóttamanna er það sísta sem Merkel hefði átt að gera, segir Daniel Johnson í grein í Telegraph. Hann spáir því að aðrar þjóðir munu taka einhliða ákvarðanir um flóttamenn og hver þjóð muni hugsa um sína hagsmuni.
Johnson lýkur greininni með þeim orðum að ef Evrópusambandið getur ekki ákvaðið hvað þarf til að verða Evrópumaður, til hvers er þá að halda upp á ESB.
![]() |
Standa ráðþrota frammi fyrir flóttamannastraumnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2015
Velmegunarfræði
Velmegun á Íslandi er staðfest þegar forstjórar og fyrirmenni sækja fyrirlestur um núvitund. Fræðin eru að hluta sjálfsagðir hlutir, 'ekki ætla þér of mikið', í bland við austræna speki. Núvitundin eru ein útgáfa velmegunarfræða.
Velmegunarfræði fyrir stjórnendur þjóna tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að láta svo líta út að þér séu í vinnu við að kynna sér stefnu og strauma í stjórnun. Í öðru lagi að styrkja stjórnendur í þeirri trú að þeir sjálfir skipti máli.
Í útrásinni voru velmegunarfræði áberandi. Eftir hrun voru þau lögð á hilluna, enda verk að vinna. Núna birtast þessi fræði á nýjan leik. Á meðan núvitundarútgáfan af velmegunarfræðum er í forgrunni er ástæðulaust að gera sér áhyggjur.
Meginverkefni þessara fræða er að strjúka stjórnendum meðhárs. Þegar líður á velmegunartímabilið vilja stjórnendur kröftugri strokur. Velmegunarfræðin skaffa þá fyrirlesara sem segja stjórnendum að þeir séu útrásarvíkingar og að ekkert verkefni sé þeim ofviða. Þá skulum við fara að hafa áhyggjur.
![]() |
Að lifa eða dafna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2015
Formannsbaninn Heiða Kristin: Björt framtíð er 101 flokkur
Heiða Kristín Helgadóttir skaut þá félaga í kaf Guðmund formann og Róbert þingflokksformann með yfirlýsingum um að þeir væru dragbítur á fylgi Bjartar framtíðar.
Heiða Kristín skilgreinir flokkinn svona
Heiðu finnst oft lítið talað um höfuðborgina og höfuðborgarsvæðið á þingi og mikilvægi þess.
Guðmundur og Róbert voru sem sagt ekki nógu miklir miðborgarmenn fyrir smekk Heiðu Kristínar. Nokkuð sérstök greining þetta hjá formannsbananum.
![]() |
Snerist aldrei um að verða formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2015
Flóttamenn; auðlegð eða vandamál?
Flóttamenn, hvort heldur pólitískir eða efnahagslegir, eru ýmist auðlegð eða vandamál. Ef vel er haldið á spöðunum auðga þeir menningu okkar og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.
Ef illa er staðið að málum verða flóttamenn félagslegt vandamál og uppspretta þjóðafélagsátaka sem gerir samfélagið okkar verra.
Við höfum erlend fordæmi, bæði á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu, til að varast. Viðtaka of margra flóttamanna á of skömmum tíma er ávísun á vandræði. Vandaður undirbúningur og skýr markmið um aðlögun flóttamanna að íslensku samfélagi er forsenda fyrir því að vel takist til.
![]() |
Straumur hælisleitenda til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2015
Mútufé Brussel fær staðfestingu
IPA-styrkir eru mútufé frá Evrópusambandinu til umsóknarríkja, ætlaðir til að kaupa velvild á meðan aðlögunarferlinu stendur.
Framkvæmdastjórn ESB staðfesti eðli IPA-styrkjanna með því að afturkalla þá þegar íslensk stjórnvöld hættu við inngöngu í ESB.
Umboðsmaður ESB er harðorður um vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar og er það skiljanlegt. Umboðsmaðurinn les lög, reglur og samninga og þar stendur hvergi að IPA-styrkir séu mútufé.
Ekki einu sinni mafían kallar mútufé sínu rétta nafni.
![]() |
Umboðsmaður harðorður í garð ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2015
Sósialismi í einu landi er brandari í öðru
Jeremy Corbyn er hálfsjötugur sósíalisti sem að öllum líkindum verður næsti formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi. Enskir tala um carbyn-manía slík er eftirspurnin eftir kappanum.
Hvers vegna skrá íhaldsmenn sig í Verkamannaflokkin til að tryggja sigur manns sem þegar er með byr undir báða vægni? Er það af sjálfseyðingarhvöt, eins og teiknuð er upp í Daily Mail sem ímyndar sér Bretland í rúst ef 1000 daga með Corbyn?
Einn af reyndari skríbentum vinstriútgáfunnar Guardian, Polly Toynbee, útskýrir hvers vegna Corbyn mun aldrei verða forsætisráðherra Bretlands - við endurtökum: ALDREI.
Skýringin er kosningakerfið í Bretlandi. Þar eru einmenningskjördæmi sem þýðir að sá frambjóðandi til þings sem fær flest atkvæði í sínu kjördæmi fær kosningu en hinir sitja heima.
Í tölfræðilegu samhengi þarf Verkamannaflokkurinn undir Corbyn að fá nægilega marga kjósendur til að hætta að kjósa Íhaldsflokkinn. Og þar er fjall að klífa, segir Toynbee, fjórir af hverjum fimm nýjum kjósendum Verkamannaflokksins yrðu að koma úr kjósendahópi Íhaldsflokksins. Það gerist ekki á formannsvakt Corbyn.
Nær öruggt er talið að Corbyn verði næsti formaður Verkamannaflokksins. Jafn öruggt er að hann verði ekki næsti forsætisráherra Bretlands.
Sósíalisminn sem Corbyn boðar gæti höfðað til kannski fimmtungs kjósenda. Enginn verður forsætisráðherra í Bretland út á það fylgi. Þegar Corbyn tapar næstu þingkosningum er hann öllum gleymdur, líkt og fráfarandi formaður Verkamannaflokksins. Corbyn verður langdreginn brandari enda næstu þingkosningar í Bretlandi dagsettar 7. maí 2020, eftir tæp fimm ár.
![]() |
Skrá sig á fölskum forsendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2015
Kína afhjúpar vestræna galdrahagfræði
Fall hlutabréfa í Kína ætti að vera staðbundið ef allt væri með felldu á vesturlöndum, segir álitsgjafi um hagspeki í New York Times. En vesturlönd eru ekki í lagi. Fjarri því.
Seðlabanki Bandaríkjanna fann upp þau viðbrögð við kreppunni 2008 að prenta peninga til að koma hjólum atvinnulífsins á snúning. ,,Quantitative easing" heitir hagsspekin á fagmáli og er jafnan keyrð samhliða núllvaxtastefnu - peningar eru nánast ókeypis.
Japan og Evrópusambandið fóru sömu leið, þó undir öðrum formerkjum. Til skamms tíma virtist þessi gerð inngripa virka á hagkerfið. Störfum fjölgaði í Bandaríkjunum og þeim fækkaði hægar í Evrópu. Peningaprentunin var með tvær hliðarverkanir. Hún stórjók efnahagslegt misrétti, enda sóttu þeir ríku hvað ákafast í ókeypis peninga, eins og nærri má geta, en almenningur fékk brauðmola.
Hliðarverkun númer tvö, er nátengd þeirri fyrri, og felur í sér að verðmæti hlutabréfa stórhækkaði enda nóg af seðlum í umferð.
Hlutabréfafallið í Kína afhjúpar peningaprentun sem galdrahagfræði. Þessi tegund inngripa er af sömu gerð og hamingjan sem nýr skammtur færir eiturlyfjasjúklingi.
Hlutabréfafallið mun hægja á hjólum atvinnulífsins. Og hvað á þá að gera? Prenta meiri peninga og lækka vexti niður fyrir núllið?
![]() |
Fallið heldur áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. ágúst 2015
Alþjóðleg vernd á Íslandi er mótsögn - blekkingariðja kerfisins
Hælisleitandi sem kemur til Íslands biður um hæli hér á landi en ekki á alþjóðlegu landssvæði. Hér gilda íslensk lög og þau eru sett í þágu þjóðarhagsmuna en ekki alþjóðlegra.
Hælisleitendur og flóttamenn eru af ýmsum útgáfum, t.d. pólitískir og efnahagslegir. Orðin sem notuð eru til að lýsa fólki með þennan bakgrunn eru gagnsæ og lýsandi.
Tilraunir kerfisins að búa til hugtök eins og ,,alþjóðlega vernd og umsækjanda um alþjóðlega vernd" eru til að slá ryki í augu almennings. Reynt er láta líta svo út að Ísland eigi skyldum að gegna að taka við þessum og hinum vegna alþjóðalegra skuldbindinga.
Höfundar þessarar tilraunar til að blekkja almenning ættu ekki að koma nálægt endurskoðun laga er ná til hælisleitenda og flóttamanna.
![]() |
Hætti að tala um hælisleitendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 24. ágúst 2015
Nám er ekki hraðferð í skóla
Íslensk unglingamenning gerir ráð fyrir að nám til stúdentsprófs taki fjögur til fimm ár. Á þessum tíma vinna unglingar gjarnan með skóla, bæði á sumrin og veturna.
Ráðherra menntamála ákvað að auka hraðann á unglingum í gegnum framhalsskólann. Skólastjórnendur voru flestir gagnrýnir og sömuleiðis þorri kennara. En ráðherra og ráðuneytisfólk þóttist vita betur.
Nemendur virðast sama sinnis og kennarar og skólastjórnendur, a.m.k. þegar þeir fá tækifæri að velja.
![]() |
Fáir völdu þriggja ára nám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)