Miðvikudagur, 6. júlí 2016
Írakinnrásin 2003 var mistök sem hvorki Trump né Clinton leiðrétta
Saddam Hussein Íraksforseti var ekki ógn við heimsfriðinn. Rökin fyrir innrás voru veik og áætlanir um Írak eftir stríð voru ekki til. Þetta eru meginniðurstöður Chilcot-skýrslunnar.
Írakstríðið var upphaf að núverandi ófremdarástandi í miðausturlöndum. Jeffrey D. Sachs skrifar að innrásin í Írak var liður í áformum Bandaríkjanna að breyta valdahlutföllum í miðausturlanda í sína þágu á kostnað Sovétríkjanna/Rússa. Ráðandi öfl í Bandaríkjunum töldu sig hafa 5 til tíu ár að úthýsa Rússum úr miðausturlöndum eftir að kalda stríðinu lauk 1991.
Hussein var bandamaður Rússa og Assad forseti Sýrlands sömuleiðis. Því skyldi kollsteypa báðum. Írak er ónýtt ríki og í Sýrlandi er blóðug borgarastyrjöld. Öfgaöfl leika lausum hala og efna til hryðjuverka í miðausturlöndum og utan þeirra - i Bandaríkjunum og Evrópu.
Jeffrey D. Sachs ráðleggur Bandaríkjunum að slíðra sverðin og leita pólitískra lausna fremur en hernaðarsigra. Vandamálið er að næsti Bandaríkjaforseti verður annað hvort Donald Trump eða Hillary Clinton. Annar er stríðsæsingamaður nýr á vettvangi stjórnmálanna en hinn raðlygari úr sömu elítunni og bjó til Írakstríðið. Mistökin frá 2003 verða ekki leiðrétt í bráð.
![]() |
Chilcot: Stríð var ekki óumflýjanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. júlí 2016
Kosið í heyranda hljóði - djarfmannleg kona
Fram yfir aldamótin 1900 var kosið í heyranda hljóði og engum kjörkössum með nafnlausum atkvæðum til að dreifa. Kjósendur gáfu opinberlega upp afstöðu sína. Í Þjóðólfi frá nóvember 1903 segir það sé ,,djarfmannlegt" að kjósa í heyranda hljóði. Kostur leynilegra kosninga á hinn bóginn væri sá að ekki sé hægt að koma við ,,sannfæringaþvingun" á kjörstað.
Bændasamfélagið íslenska var hlynntari jafnrétti kynjanna en danska borgarasamfélagið. Konur fengu fyrr jafnan rétt til arfs á Íslandi en í Danmörku.
Vilhelmína Lever nýtti sér að kosningalögin á dönsku töluðu um að ,,mænd", þ.e. menn, ættu kosningarétt að uppfylltum skilyrðum. Á íslensku eru konur líka menn ólíkt konum í dönsku. Vilhelmína uppfyllti öll skilyrðin og krafðist síns réttar að íslenskum hætti. Það var djarfmannlegt.
![]() |
Fyrsta konan til að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. júlí 2016
ESB-umsóknin, Brexit og íslensk sátt
Bretland er á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Kannski tekur það sjö ár, líkt og þegar Grænland fór út 1985, en kannski skemur. Þótt enginn viti hve langan tíma úrsögnin tekur er öllum ljóst, sem kynna sér málið, að tvennt breytist.
Í fyrsta lagi breytast utanríkismál Breta. Þeir mun leggja áherslu á að auka og dýpka samskiptin við nærþjóðir sínar utan ESB; Noreg, Ísland, Færeyjar og Grænland. Þó ekki sé nema til að freista þess að breikka baklandið andspænis meginlandsþjóðunum. Stóraukin bein samkipti við skyldar þjóðar handan Atlantsála, Bandaríkin og Kanada, verða einnig á dagskrá samhliða því að samvinna við ESB verða stokkuð upp.
Í öðru lagi breytist Evrópusambandið í kjölfar Brexit. Leiðtogar ESB-ríkja leggja höfuðáherslu á að þjóðaratkvæði verði ekki regla í þeim ríkjum sem eftir eru í sambandinu. Reynslan sýnir að málstaður ESB stendur veikt hjá evrópskum almenningi. Afleiðing af þeirri áherslu verður að bein milliríkjasamskipti aðildarríkja ESB aukast og miðstjórnarvaldið í Brussel, framkvæmdastjórnin og þingið, fá minna vægi. Engin veit hver langtímaáhrifin verða.
Næstu 4 til 6 ár, hið minnsta, fara í að Bretland og ESB finni sér nýja stöðu í alþjóðasamfélaginu. Á þeim tíma eru engar líkur að ESB-umsókn Íslands fengi hljómgrunn, hvorki hér heima né í Evrópusambandinu. Óvissuþættirnir eru alltof margir, bæði séð frá Íslandi og Brussel.
ESB-umsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. frá 16. júlí 2009 er úrelt og kemur ekki að neinu gagni verði hljómgrunnur einhvern tíma í framtíðinni fyrir því að Ísland verði aðildarríki Evrópusambandsins. Umsóknin er fleinn í stjórnmálaumræðu okkar.
Við eigum tækifæri til að ná meiri sátt í íslenskum stjórnmálum með því að alþingi dragi formlega tilbaka aðildarumsóknina sem nú er orðin sjö ára gömul. Við ættum að nýta það tækifæri.
![]() |
Umsókn Íslands verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. júlí 2016
Takk fyrir vaktina, Vigdís
Vigdís Hauksdóttir stóð vaktina þegar á reyndi, á tíma vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem vildi hraðferð inn í ESB og borga fargjaldið með Icesave.
Vigdís var ávallt sannfærð um fullveldi Íslands ætti ekki að fórna þótt eitthvað hafi farið úrskeiðis í fjármálagjörningum bankamanna og meðhlaupurum þeirra.
Vigdís er oft gagnrýnd fyrir að hlaupa á sig. En hún hljóp aldrei frá sannfæringu sinni um hvað væri Íslandi fyrir bestu. Fyrir það ber að þakka.
![]() |
Ekki erfið ákvörðun að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. júlí 2016
Menntaðir múslímar og trúarhryðjuverk
Menningarheimur múslíma fór á mis við upplýsinguna og frönsku byltinguna. Múslímar rækja trú sína á líkan hátt og kristnir á miðöldum þar sem samfélagsvald og trú er samofið.
Vestræn veraldarvæðing og austræn, sbr. Japan og Kína, leikur trúarmenningu múslíma illa. Veraldarvæðingin afhjúpar fyrnsku trúarbragða. Samfélög sem byggja á leiðsögn trúar liðast í sundur þegar veraldarhyggja nær sér á strik. Öfgahópar nýta sér örvæntinguna um trúarheim á fallanda fæti og boða stríðsmenningu frá miðöldum sem andsvar. Viðbúið er að menntamenn svari kallinu fremur almúginn. Menntamenn eru veikir fyrir hugsjónagöldrum, hvort heldur úr trú eða pólitík.
Kristinn menningarheimur veraldarvæddist á tímabilinu frá uppreisn Marteins Lúthers í byrjun sextándu aldar og fram yfir frönsku byltinguna. Trú var aldrei fjarri helstu stríðsátökum tímabilsins. Samfélag í greipum trúar veraldarvæðist ekki friðsamlega heldur með látum.
![]() |
Vel menntaðir úr efnuðum fjölskyldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 4. júlí 2016
ESB í upplausn eftir Brexit
Evrópusambandið er í tilvistarkreppu eftir Brexit þjóðaratkvæðið. Spiegel í Þýskalandi segir ESB alþjóðlegt aðhlátursefni í efnahagsmálum. Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, boðar að sniðganga verði framkvæmdastjórn ESB í Brussel til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum úrbótum eftir Brexit.
Þegar Grænland gekk úr ESB á sínum tíma tók sjö ár að ganga frá úrsögninni. Grænland er örríki, hjálenda Danaveldis, á meðan Bretland er eitt af þrem stærstu ríkjum ESB. Schäuble segir ekki koma til greina að dunda við það í sjö ár að skrifa Bretaland úr sambandinu.
Fjármálaráðherrann segir aðalatriðið að ganga rösklega til verks. Hann gefur lítið fyrir þau sjónarmið að ,,dýpka" verði ESB til að mæta Brexit. Ekki sé eftirspurn með þjóða sambandsins að auka miðstýringuna frá Brussel. Schäuble talar fyrir milliliðalausu samstarfi ríkisstjórna ESB til að ná fram ásættanlegum lausnum ESB-ríkja, flóttamannavandanum sérstaklega.
Brexit boðar endalok Evrópusambandsins eins og það hefur hingað til verið rekið. Stóru sterku ríkin munu láta afl sitt ráða til að knýja fram vilja sinn. Smærri ríkjum verður illa vært í ESB eftir Brexit og var vistin þar þó ekki bærileg fyrir.
![]() |
Verða að sætta sig við úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. júlí 2016
Hægriútgáfa Samfylkingar styrkist
Viðreisn verður til upp úr samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins. ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum stofnuðu Viðreisn.
Þegar hægriútgáfa Samfylkingar styrkist er í fá hús að venda fyrir móðurflokkinn. Fyrir á fleti vinstra megin við Samfylkingu eru Vinstri grænir sem standa sterkir og lítið að sækja á þeirra beitilönd.
Samfylkingin gæti prófað sig sem nýfrjálshyggjuflokk og yfirboðið Viðreisn í að skera niður velferð. Eða bara hætt í pólitík og gerast saumaklúbbur góða fólksins.
![]() |
Viðreisn upp fyrir Samfylkinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 3. júlí 2016
Guðni Th. á hálum ís: álitsgjafi er lélegur forseti
Guðni Th. Jóhannesson var kosinn forseti vegna þess að hann var snjall álitsgjafi og háði árangursríka kosningabaráttu í vörn fyrir pólitískar yfirlýsingar er hann hafði áður gefið.
Það er ekki snjallt hjá Guðna að snúa vörn í sókn eftir forsetakjörið og taka upp fyrri ósiði í póltískum hráskinnaleik.
Ef Guðni Th. ætlar ekki að vera síðasti forseti lýðveldisins væri honum sæmara að tileinka sér virðingu fyrir ríkjandi stjórnskipum og halda kjafti um þau mál sem honum koma ekki við.
![]() |
Mátti reyna að leita annarra leiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 2. júlí 2016
Þjóðaratkvæði, Brexit og afsökun Pírata
Til skamms tíma var þjóðaratkvæði aðalmál Pírata. Stjórnarskránni skyldi breyta til að auðvelda framgang þjóðaratkvæðagreiðslna. Píratar notuðu þjóðaratkvæði sem afsökun fyrir almennu stefnuleysi - þjóðin átti að fá að ráða fram úr öllum stærri málum í beinni atkvæðagreiðslu.
Brexit efhjúpar stefnu Pírata sem hreina loddarapólitík. Brexit sýnir að umdeild mál fá ekki endilega niðurstöðu í þjóðaratkvæði sem sátt er um. Eftir Brexit eru tveir stærstu flokkar Bretlands klofnir.
Píratar reyna að selja okkur þjóðaratkvæði á fölskum forsendum. Það er til muna farsælla að búa við flokkakerfi þar sem stjórnmálaflokkar ganga til móts kjósendur í lok hvers kjörtímabils og biðja um umboð að stjórna landinu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga aðeins við í algjörum undantekningatilfellum - t.d. Icesave.
![]() |
Brexit-andstæðingar mótmæla í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 2. júlí 2016
Óþol á fréttastofu RÚV
Fréttamaður RÚV hyggst gefa kost á sér til framboðs fyrir Pírata. Rökin eru þau að fréttamaður finnur fyrir vaxandi ,,óþoli" gagnvart þróun samfélagsins.
Hlustendur RÚV þekkja ,,óþol" fréttamanna þar á bæ fyrir samfélagsmálum. Fréttastofa RÚV mylur undir stjórnarandstöðuöflin og sætir lagi að efna til áhlaups á ríkisstjórnarflokkana. Frægast síðustu misserin er apríl-atlagan að Sigmundi Davíð þáverandi forsætisráðherra.
Ekki kemur á óvart að Píratar sæki sér frambjóðendur á fréttastofu RÚV.
![]() |
Mig langar að gefa kost á mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)