Mánudagur, 11. júlí 2016
Múslímskt vantraust vegna sharía-laga
Í arabískum ríkjum múslíma er vantraust landlægt og hamlar pólitískri og efnahagslegri þróun. Vantraust veldur því að fólk stundar helst ekki viðskipti nema við kunnuga og á ekki samskipti við opinberar stofnanir nema í gegnum persónuleg tengsl.
Sharía-lög, byggð á trúarriti múslíma, eru viðtekin í löndum araba. Samkvæmt rannsóknum Timur Kuran við Duke-háskóla viðhalda sharía-lög landlægu vantrausti. Kuran og félagi hans greindu sharia-lög í sögulegu samhengi samkvæmt dómsskjölum úr Tyrkjaveldi á 17. og 18. öld. Á þeim tíma var Tyrkjaveldi fjölþjóðlegt, múslímar voru ráðandi en kristnir og gyðingar stórir minnihlutahópar.
Sharía-lögum er ætlað að veita múslímum forskot á aðra þjóðfélagshópa, segir Kuran. Ef múslími og kristinn deildu fyrir sharía-rétti var dómurinn vilhallur múslímanum. Ein afleiðing af þessari mismunun var að múslímum var gert auðveldara að virða ekki gerða samninga og greiða ekki skuldir. Sem aftur jók á vantraustið.
Múslímasamfélög á vesturlöndum vilja innleiða sharía-lög í sín samfélög. Hvorki myndu slíkar ráðstafanir auka réttaröryggi né stuðla að samheldni. Þvert á móti stuðla sharía-lög að ójafnræði og vantrausti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. júlí 2016
Kristni, þjóðkirkja og menningarfjandskapur Pírata
Halldór Auðar Svansson Pírati segir það hræsni, samkvæmt endursögn Eyjunnar, að styðja skólaheimsóknir barna í kirkjur landsins annars vegar og hins vegar leggja til afnám þjóðkirkjunnar í kjölfar nýrrar kirkjupólitíkur er setur hugdettur presta ofar landslögum.
Því er til að svara að landsins börn fara í kirkjur til að læra um kristni, sem fylgt hefur landsmönnum í meira en þúsund ár. Þjóðkirkjan er ekki handhafi kristni í landinu. Sögulega á kaþólska kirkjan meiri rétt en sú lúterska að teljast frumafl kristni hér á landi.
Kristni er menningarverðmæti, án tillits til trúarsannfæringar. Til að skilja sögu lands og þjóðar þurfa ungmenni að fá innsýn í kristni. Það mætti leggja þjóðkirkjuna niður á morgun og færa kristnifræðslu alfarið í skólana.
Píratar eru menningarfjandsamlegur hópur fólks sem vill ræna þjóðina sögulegri og siðferðilegri vitund með því leggja stein í götu kristnifræðslu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. júlí 2016
Óþol góða fólksins gagnvart Útvarpi Sögu
Góða fólkið, handhafar pólitísks rétttrúnaðar, beinir spjótum sínum að Útvarpi Sögu. Það segir okkur að Útvarp Saga sker sig frá Ríkisútvarpi vinstrimanna og auðmannaútgáfunni 365-miðlum.
Samkvæmt þessum samanburði er Útvarp Saga bráðnauðsynlegur vettvangur skoðanafrelsis í landinu sem við ættum að styrkja með ráðum og dáð.
Lengi lifi Útvarp Saga.
![]() |
Gagnrýnir aðförina að Útvarpi Sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. júlí 2016
Lögreglumorð - tölfræði, skynjuð kúgun og pólitík
Lögreglan í Bandaríkjunum er skráð fyrir 509 manndrápum í ár. Flestir þeirra drepnu eru hvítir, 238, myrtir blökkumenn eru 123 og 79 af rómönskum uppruna. Blökkumenn eru hlutfallslega oftar drepnir af lögreglu en aðrir þjóðfélagshópar. Blökkumenn eru 13% af Bandaríkjamönnum, hvítir 62% og rómanskir 17%.
Yfir 20% af þeim sem falla fyrir byssum lögreglunnar eru með geðræn vandamál.
Í Bandaríkjunum falla árlega yfir 11 þúsund manns fyrir byssukúlum, manndráp lögreglu eru vel innan við 5 prósent þeirrar tölu. Afgerandi meiri líkur eru að blökkumaður falli fyrir byssukúlu en hvítur. Í samantekt frá Brookings segir að hvítir noti helst byssur til að drepa sjálfa sig en blökkumenn til að drepa hverjir aðra.
Mótmælin gegn drápum lögreglumanna á blökkumönnum eru ekki byggð á tölfræði. Ef svo væri myndu blökkumenn mótmæla hverjir öðrum og heimta fleiri lögreglumenn til að verja blökkumenn gegn blökkumönnum.
Mótmælin eru vegna þeirrar sannfæringar margra blökkumanna í Bandaríkjunum að þeir séu kúgaðir af samfélaginu og lögregluofbeldi sé birtingarmynd þeirrar kúgunar.
Þessi skynjaða kúgun er ríkjandi þrátt fyrir margháttaðar tilraunir í meira en hálfa öld að rétta hlut blökkumanna í bandarísku samfélagi. Kúgun, skynjuð eða raunveruleg, er pólitískt hreyfiafl. Tölfræðin er þar léttvæg.
![]() |
Spennuþrungin mótmæli halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 9. júlí 2016
Biskup boðar aðgerðakirkju, þjóðkirkjan er dauð
Í stað þess að biðjast afsökunar á framferði embættismanna kirkjunnar í Laugarneskirkju, þar hvatt var til lögleysu og valdstjórnin gerð að fasistum, boðar biskup Íslands framhald á nýrri kirkjustefnu sem kenna má við aðgerðakirkju. Gripið skal inn í lög og reglur eftir því sem pólitískir vindar blása, eru skilaboð biskups.
Þjóðkirkjan, eins og við höfum þekkt hana í mannsaldra, er þar með dauð. Pólitísk og trúarleg rök hníga til þess að við leggjum niður þjóðkirkjuna með lagasetningu á alþingi.
Pólitísku rökin eru augljós. Aðgerðakirkja sem býður yfirvöldum birginn og grefur undan virðingu fyrir lögum og rétti getur ekki verið á framfæri hins opinbera. Sjálfur höfundur kristni á Íslandi, Þorgeir Ljósvetningagoði, sagði fyrir meira en þúsund árum að við yrðum að hafa ein lög í landinu, annars yrði hér borgarastyrjöld. Aðgerðakirkja sem teflir fram sínum eigin lögum gegn lögum alþingis slítur í sundur friðinn.
Trúarleg rök fyrir afnámi þjóðkirkjunnar fá staðfestingu í orðum biskups sjálfs, sem boðar samstöðu með lítilmagnanum. Fyrir laun eins þjóðkirkjuprests má metta marga munna í Afríku og mennta marga tugi indverskra krakka. Embættismenn kirkjunnar eru á opinberri launaskrá og sem slíkir afætur á hagsmunum lítilmagnans um víða veröld, samkvæmt orðum biskups. Afnám þjóðkirkjunnar stóreykur getu okkar að stunda þróunaraðstoð til hagsbóta þeim sem líða skort.
Þjóðarsamstaða um afnám þjóðkirkjunnar gefur lúterskum aðgerðasinnum færi á að stunda sína pólitík án kvaða sem embættaskylda leggur þeim á herðar jafnframt því sem hundruð milljóna króna sparast árlega er gætu farið til þróunarlanda, til hjálpar fátækum.
Biskup Íslands hlýtur að fagna tillögum um afnám þjóðkirkjunnar. Þar með fær nýja kirkjustefnan, aðgerðakirkjan, svigrúm til að stunda sína pólitík án íþyngjandi afskipta ríkisrekinnar kirkju.
![]() |
Hefði mátt undirbúa betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 8. júlí 2016
Píratar með stefnumótaapp fyrir pólitík og frambjóðendur
Píratar eru flokkur með fylgi en án stefnu. Félagsmenn Pírata eru líka heldur fáir.
Til að leysa út fylgið, sem flokkurinn er með samkvæmt skoðanakönnunum, auglýsa Píratar samtímis eftir pólitískri stefnu og frambjóðendum. Sérstakt smáforrit, app, sem heitir Betra Ísland á að leiða saman pólitík og frambjóðendur:
Tólið á Betra Ísland er því sett upp til aðstoðar kjósendum til að vita hvar áherslur frambjóðenda liggja og hvernig áherslur þeirra ríma við skoðanir kjósandans, segir í tilkynningu.
Hugsunin að baki er að vörumerkið Píratar selji án tillits til innihalds. Viðskiptahugmynd Pírata er tækifærismennskan uppmáluð. Þeir sem kaupa Pírata láta ábyggilega freistast af Nígeríubréfum.
![]() |
Opið fyrir framboð í prófkjöri Pírata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8. júlí 2016
Hvítir vondir; þeldökkir fórnarlömb - þekkingarfræði rasisma
Forfeður þeldökkra Bandaríkjamanna komu flestir frá Afríku sem þrælar en þrælahald var afnumið um miðja 19. öld. Það tók þeldökka um 100 ár að fá virk mannréttindi eftir afnám þrælahalds.
Bandaríkjaforseti er þeldökkur, margir þingmenn og borgarstjórar og dómarar allt upp í hæstarétt eru með þann hörundslit. Í háskólum þar vestra úir og grúir af þeldökkum kennurum. Einn þeirra, Michael Eric Dyson, er prófessor í Georgtown-háskólanum og höfundur bókar um Obama forseta og kynþáttapólitík. Í tilefni af tveim þeldökkum sem féllu fyrir byssukúlum lögreglu skrifar Dyson á forsíðu netúgáfu New York Times:
Það er ljóst, hvíta Ameríka, að þið munuð aldrei skilja okkur. Við erum þjóð 40 milljóna þeldökkra sála innan þjóðar sem telur um 320 milljónir./.../ Að lögreglan er hluti af óyfirlýstu stríði gegn þeldökkum. Þið getið aldrei viðurkennt að það er satt. Raunar finnst ykkur hugmyndin svo yfirgengileg og móðgandi að þið kallið þá þeldökku, sem henni trúa, rasista.
IT is clear that you, white America, will never understand us. We are a nation of nearly 40 million black souls inside a nation of more than 320 million people./.../ That the police are part of an undeclared war against blackness. You can never admit that this is true. In fact, you deem the idea so preposterous and insulting that you call the black people who believe it racists themselves.
Þetta eru sterk orð, jafnvel þótt kringumstæður séu teknar með í reikninginn. Á höfundi er að skilja að réttindi þeldökkra til lífs, frelsis og hamingjuleitar, sem stjórnarskráin kveður á um, séu lítt betur komin en þegar þeldökkir fengu ekki inni á sömu veitingastöðum og hvítir og skólar voru aðgreindir eftir kynþáttum.
Grein Dyson byggir á þeirri forsendu að almennt séu hvítir vondir og þeldökkir fórnarlömb. Það sem meira er: hvítir munu aldrei skilja þeldökka. Röklega hlýtur það að vera gagnkvæmt: þeldökkir skilja ekki hvíta. Þeldökkum eykst ekki skilningur þótt séu allir hvítir, lögreglumennirnir sem skotnir voru í Dallas við vinnu sína. Manndráp auka ekki skilning, sama hver á í hlut. En ofbeldi er hagnýtt verkfæri í pólitík.
Dyson vísar í ,,hvíta reiði" og forsetaframboð Donald Trump. En Trump er sagður virkja reiði hvítu lágstéttanna, sem horfa öfundaraugum á þeldökka háskólamenn eins og Dyson, og telja þá hafa komist framar í röðina eftir lífsgæðum vegna litarhaftsins.
Þekkingarfræði rasisma, eins og Dyson leggur málið upp, er einmitt þessi: okkur er ekki sjálfrátt, við erum útlitið ekki innrætið, ásýndin en ekki sannfæringin, blekkingin ekki sannleikurinn.
Rasismi og orðræðan sem því fyrirbæri fylgir er ekki einstefna heldur gengur hann í báðar áttir. Sá sem notar orðið rasisti um einhvern annan er sjálfur rasisti með því að hann smættar mennskuna niður í hörundslit og kynþátt. Það er merkingarfræðileg mótsögn þegar hvítur maður nota orðið rasisti um annan hvítan mann. Hugtakið rasisti fær aðeins merkingu þegar það er notað á milli kynþátta. Og sú merking er ósönn staðhæfing. Hvert og eitt okkar er meira en húðliturinn og kynþátturinn sem við tilheyrum.
![]() |
Fimm lögreglumenn myrtir í Dallas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 7. júlí 2016
Beðið eftir Sigmundi Davíð
Framsóknarflokkurinn geldur þess í fylgismælingum að hann er foringjalaus sem stendur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður tók sér frí frá pólitík í kjölfar RÚV-atlögu.
Þegar líður á sumarið kemur formaðurinn tvíefldur til leiks og réttir hlut sinn og flokksins.
Annað fréttnæmt í þessari könnun er að Sjálfstæðisflokkurinn bremsar fylgisaukningu Viðreisnar, án þess að hreyfa legg eða lið.
![]() |
Hreyfing á fylgi flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. júlí 2016
Brexit/Trump er nei við ójöfnuði alþjóðavæðingar
Tveir kunnir hagfræðingar, Nouriel Roubini og Joseph E. Stiglitz, komast að sömu niðurstöðu um alþjóðavæðingu síðustu áratuga: hún leiðir til aukins ójafnaðar í vestrænum ríkjum.
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, er tilefni greina þeirra Roubin og Stiglitz. Greining þeirra á Brexit er í stuttu máli þessi: breskur almenningur óttaðist að fleiri flóttamenn frá Norður-Afríku og miðausturlöndum, sem Breta verða að taka við vegna ESB-aðildar, munu enn frekar grafa undan lífsgæðum breskra launþega.
Alþjóðavæðingin, með frjálsum flutningi fjármagns, vöru, þjónustu og vinnuafls, á samkvæmt kenningunni að skila öllum betri lífskjörum. Aukinn hagvöxtur átti að stækka þjóðarkökuna og allir myndu njóta góðs af. Raunveruleikinn er annar en kenningin. Á síðustu áratugum standa millitekjur í stað og þeir sem standa í neðri þrepum launastigans hafa mátt búa við fallandi tekjur.
Brexit er mótmæli við ójöfnuði alþjóðavæðingar. Velgengni Donald Trump í bandarískum stjórnmálum er af sömu rót. Sama ástæða er fyrir sterkum framgangi jaðarafla á vinstri- og hægri kanti evrópskra stjórnmála.
Brexit, Trump og evrópskir andófsflokkar eru áþreifanleg merki um að alþjóðavæðing síðustu áratuga rennur sitt skeið. Pólitísk óreiða og aukin spenna, bæði innan ríkja og milli þeirra, verður einkenni alþjóðastjórnmála næstu ári.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. júlí 2016
ESB-her þýðir tapað fullveldi smáríkja
Evrópusambandið freistar þess að dýpka og auka samrunaferli hinna 27 aðildarþjóða með landamæraher. Eitt einkenni fullvalda þjóða er að stjórna eigin landamærum.
Með ESB-her sem gegnir landamæravörslu er sá þáttur fullveldi ríkja kominn í hendur miðstýringarvaldsins í Brussel. Á meðan ESB-herinn er fámennur ógnar hann ekki fullveldi stóru ríkjanna í ESB, t.d. Þýskalands, Spánar, Póllands, Frakklands eða Ítalíu.
Smærri ríkin, á hinn bóginn, eru í erfiðari stöðu og munu finna fyrir missi fullveldis.
![]() |
ESB stofnar landamæragæslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)