Stjórnarandstaðan virðir ekki lýðræðið

Málþóf stjórnarandstöðunnar á alþingi kemur í veg fyrir að þjóðþingið vinni vinnuna sína; taki mál á dagskrá og afgreiði í atkvæðagreiðslu eða með öðrum hætti.

Gíslataka stjórnarandstöðunnar á alþingi sýnir ábyrgðaleysi og lítilsvirðir lýðræðisleg vinnubrögð.

Stjórnarandstaðan grefur undan sjálfri sér með þessum vinnubrögðum. Ríkisstjórnin má vel við una enda geta vinnubrögð minnihlutans ekki annað en styrkt ábyrga stjórnmálaflokka eins og Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

 


mbl.is Ísland sé forystulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengur áróður

Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Óábyrg meðferð áfengis veldur fjölskylduharmleikjum og er þjóðfélaginu dýrkeypt vegna heilsu- og eignatjóns.

Af þessu tvennu leiðir að engar þær breytingar ætti að gera á núverandi fyrirkomulagi áfengissölu sem minnsti möguleiki er á að auki neyslu áfengis og/eða auðveldi aðgengi ungs fólks að áfengi.

Umræðan um hvort áfengi skuli selt í matvöruverslunum leiðir í ljós að bæði mun neysla áfengis aukast og aðgengi ungs fólks verður greiðara að þessari vöru.

Öll hagkvæmni- og kostnaðarrök blikna hjá lýðheilsurökum í áfengisumræðunni. Ef það er svo, samkvæmt keyptri skýrslu áróðursmanna fyrir áfengi í matvöruverslanir, að áfengissala skili ríkinu ekki nógum tekjum þá er einfalt svar við því: við hækkum verðið á áfengi.


mbl.is Taprekstur á Vínbúðahluta ÁTVR?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföllin og sjálfshatur eftirhrunsins

Vinnan göfgar manninn, segir gamalt máltæki. Samfélag sem býður öllum þegnum sínum starf, líkt og það íslenska, ætti ekki að búa við verkföll og alls ekki jafn víðtæk og raun ber vitni. 

Neðanmálsgrein í riti Sigmund Freud, Undir oki siðmenningar, bls. 26, segir um vinnuna:

Engin lífsstefna tengir einstaklinginn betur raunveruleikanum en vinnan. Því að vinnan gefur manni a.m.k. traustan sess i hluta veruleikans, þ.e. mannlegu samfélagi.

Hvers vegna velja Íslendingar í þúsundavís tilgangsleysið þegar störfin bíða og lífsfyllingin sem þeim fylgir er vannýtt?

Nærtæk skýring á víðtækum verkföllum er sjálfshatrið sem gaus upp eftir hrun. Verkföllin eru ekki fyrsta birtingarmyndin. Við kusum yfir okkur ríkisstjórn skipaða þeim tveim stjórnmálaflokkum sem gera sjálfshatur að lífsstíl - Samfylking og Vinstri grænir.

Vinstristjórnin gerði út á sjálfshatur. Umræðan um ónýta Ísland bar þar hæst, en líka var það ónýta stjórnarskráin og sú brýna nauðsyn að þjóðin hlekkjaði á sig Icesave-skuldirnar. ESB-umsóknin var keyrð áfram af sama sjálfshatrinu: við kunnum ekki neitt, getum ekki neitt og verðum að segja okkur til sveitar hjá Brusselvaldinu.

Í síðustu þingkosningum rofaði til hjá þjóðinni. Hún kaus til meirihluta á alþingi flokka bjartsýni og jákvæðni, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

Sjálfshatrið á enn sína talsmenn, þeir stunda málþóf á alþingi og verkföll til að þjóna sínu eðli. Verkalýðsforystan er að stærstum hluta skipuð fólki úr sjálfshatursflokkunum.

Þjóðin mun ranka við sér og spyrja hvers vegna í ósköpunum hún leiðir sjálfshatrið til öndvegis. Það er svo miklu huggulegra að vera jákvæður og bjartsýnn.

 


mbl.is Fjölþætt áhrif verkfallanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun og sæluríki mannauðsstjórnunar

Sérfræðivæðing samfélagsins býr til vandamál fyrir sérfræðinga að leysa. Metnaður sérfræðinga stendur til að raða samfélaginu upp í einingar, flokka þær og setja saman eftir forskrift. Tillaga í þessa átt var birt undir formerkjum mannauðsstjórnar í Morgunblaðinu í dag.

Meistari i mannauðsstjórnun, Jason Már Bergsteinsson, leggur til að Hagstofan ráði fólk til að safna gögnum undir merkingarlausu hugtaki - ofmenntun - enda það forsenda fyrir flokkun og undanfari stýringar á námsvali ungs fólks.

Ofmenntun er merkingarlaust hugtak sökum þess að enginn getur ofmenntað sig, jafnvel þótt hann sé vel greindur, iðinn og stundi nám ævina langa. Menntun er að manna sig og enginn getur verið ,,of mennskur". Nema, auðvitað, í augum sérfræðinga sem vilja setja saman sæluríkið.

Í prentútgáfu Morgunblaðsins er haft eftir Jasoni Má: ,,Fólk skynjar að það er ofmenntað og það vill ekki vera það því það getur ekki verið markmiðið með menntuninni."

Hugtakaruglingurinn er neyðarlegur. Með góðum vilja má gefa sér að Jason Már eigi við starfsþjálfun en ekki menntun. Starfsþjálfun er þrengra hugtak og afmarkaðra en menntun. Niðurstaðan verður engu að síður jafn vond. Sú hugsun svífur yfir vötnum að dýpsta þrá sérhvers einstaklings sé að vera tannhjól í gangverki mannauðsstjórnunar.

Jason Már gagnrýnir samskiptaleysi skóla og atvinnulífs. Hann gefur sér að atvinnulífið viti með fimm til tíu ára fyrirvara, þ.e. þann tíma sem meistara- og doktorsnám tekur, hver þörfin verði fyrir tiltekna sérfræðinga.

Enginn í atvinnulífinu veit þörfina fyrir lögfræðinga, verkfræðinga, viðskiptafræðinga, heimspekinga, sagnfræðinga, lækna, bókmenntafræðinga og aðra sérfræðinga eftir fimm eða tíu ár.

Eina leiðin til að vita þörfina fyrir sérfræðinga er að ákveða fyrirfram hver hún skal vera. Í Sovétríkjunum sálugu voru gerðar fimm ára áætlanir sem stýrðu þjóðfélaginu.

Sæluríki mannauðsstjórnunar rennur upp þegar stóri bróðir ákveður samfélagsþróunina. Afmennskun er fyrsta skrefið í þá átt. Hugtakið ,,ofmenntun" er verkfæri til að hefja afmennskunina. Hagstofan ætti að gera það viðvik fyrir frjálst samfélag að taka ekki upp flokkinn ,,ofmenntun" í hagtölum lýðveldisins.

 


mbl.is Ofmenntun á vinnumarkaði er 19,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illugi fær syndaaflausn frá Þorbirni og blaðamönnum

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hélt persónulegum hagsmunum sínum aðgreindum frá opinberu hlutverki sínu þegar hann muldi undir Orku Energy í Kína.

Blaðamenn telja Illuga ekki geta haldið einkahagsmunum sínum aðskildum frá opinberum athöfnum og gagnrýna ráðherra fyrir að þiggja persónulega greiða frá fyrirtækjum sem hann hefur afskipti af.

Íslenskir blaðamenn þykjast halda persónulegum hagsmunum sínum utan við fréttaumfjöllun þótt þeir fái utanlandsferðir frá viðfangsefnum sínum. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð 2/365 miðlum þiggur ferðir frá Evrópusambandinu, og þar eru oft dagpeningar einnig greiddir, og frá Wow flugfélaginu.

Þorbjörn þykist gera skýran greinarmun á persónulegum hagsmunum sínum og þeim opinberu, sem hann þjónar sem fréttamaður.

Og jólasveinar koma til byggða í júlí.

 


Jónas, lýðræðið og Machiavelli

Bloggari var framkvæmdastjóri Heimssýnar í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. og hitti reglulega fulltrúa Evrópusambandsins, bæði frá framkvæmdastjórninni og þinginu. Brusselfólkið kom hingað að fá upplýsingar um gang mála.

Við í Heimssýn vísuðum ítrekað í andstöðu á alþingi við ESB-umsóknina sem og að afgerandi meirihluti þjóðarinnar var á móti ESB-aðild - og er enn.

Viðbrögð fulltrúa ESB voru ávallt þau sömu. Þeir sögðu að íslensk stjórnvöld hefðu sótt um aðild og á meðan íslensk stjórnvöld vildu halda ferlinu inn í ESB áfram þá myndu stofnanir sambandsins vinna að sama markmiði.

Nú ber svo við, þegar íslensk stjórnvöld eru búin að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar, að sumir talsmenn Evrópusambandsins vilja meina að það sé ekki nóg að íslensk stjórnvöld séu með stefnu í Evrópumál heldur verði þingflokkarnir að vera með sömu stefnu. Michael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands, á að hafa sagt orð í þá veru í heimsókn sinni hingað.

Jónas Kristjánsson segir þessi nýmæli, að gera kröfu um að þingflokkar séu sammála stjórnvöldum, kennslustund í lýðræði. En þetta er ekki lýðræði, ekki fremur en það var lýðræði þegar Írum var skipað að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabonsáttmálann eftir að hafa hafnað sáttmálanum.

Ef þessi sjónarmið ESB-fólksins eru kennslustund þá er kennslan í fræðum Machiavelli.

 


Verkföll til að auka atvinnuleysi og verðbólgu

Verkalýðsforystan berst ekki ekki fyrir hagsmunum þeirra lægst launuðu með kaupkröfum sem ekki er innistæða fyrir. Næðu slíkar kauphækkanir fram að ganga yrði verðbólga fljót að éta upp kauphækkunina og hærri vextir myndu skila sér í færri atvinnutækifærum.

Hærri verðbólga og minni atvinna kæmist fyrst og verst niður á láglaunahópum. Á meðan þensla er í atvinnulífinu, eins og nú er, þá verða atvinnurekendur að yfirborga launataxta til að halda í starfsfólk. Við atvinnuleysi minnka yfirborganir enda nægt framboð af starfsfólki.

Ef verkalýðsforystan kanni ekki að gera aðra samninga en þá sem stuðla að verðbólgu og atvinnuleysi er illa komið fyrir samtökum launþega.


mbl.is „Hvaða hagsmuni er verið að verja?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir fái gevru - nýjan gjaldmiðil

Til að Grikkir komist út úr skuldavandanum verða þeir að fá nýjan gjaldmiðil sem yrði gjaldfelldur gagnvart evru og gerði Grikkland samkeppnishæft á ný. Grikkir vilja á hinn bóginn ekki úr evru-samstarfinu. Millivegur er að búa til gríska evru, gevru.

Þýskur bankamaður er sagður höfundurinn að gevrunni. Hann fékk áheyrn bæði hjá gríska fjármálaráðherranum og forsætisráðherra Grikklands, Alexi Tsipras.

Hugmyndin gengur út á að borga ríkisstarfsmönnum laun með gevrum. Gevran yrði lögeyrir í Grikklandi samhliða evrunni. Munurinn væri sá að gevran félli gagnvart evru, líklega á bilinu 30 til 60 prósent, og myndi þannig lækka launakostnað í landinu og gera almenning fátækari en landið samkeppishæfara.

Kosturinn við gevru-hugmyndina er að Grikkir þyrftu ekki að segja sig úr evru-samtarfinu, heldur væru þeir með tvo gjaldmiðla.

Ókosturinn er að gríska hagkerfið yrði formlega neðanjarðarhagkerfi á evru-svæðinu. Og ef þessu neðanjarðarhagkerfi myndi lukkast að bæta lífskjörin gæti það orðið fyrirmynd fyrir önnur evru-ríki. Sem myndi draga úr trúverðugleika evrunnar.

Umræðan um gevruna sýnir örvæntinguna í evru-samstarfinu, Grikklandi sérstaklega.


mbl.is Aðeins ein áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttamenn og trúarátök í Evrópu

Þorri þeirra flóttamanna sem koma frá Miðausturlöndum til Evrópu er múslímskur. Ríki Evrópu og Evrópusambandið almenn stemma stigu við flóttamönnum frá þessum heimshluta sökum þess að múslímar aðlagast illa vestrænum samfélögum.

Herskáir múslímar, t.d. Ríki íslams, stórauka ótta almennings í Evrópu við aukið flæði innflytjanda.

Flóttamannastefna ESB, eins og hún birtist í áætlunum  Mare Nostrum og Triton, þar sem skip undir ESB-fána, þ.m.t. íslenskt varðskip, bjarga frá drukknun flóttamönnum í hriplekum skipum, er gagnrýnd fyrir að vera leigubílaþjónusta í þágu smyglara.

Harla ólíklegt er að stjórnvöld í Evrópuríkjum samþykki að veita viðtöku auknum fjölda flóttamanna. Vandi flóttamanna verður leystur í heimaríkjum þeirra. Og það mun taka töluverðan tíma.


mbl.is Gagnrýnir innflytjendastefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll virkjar Gullfoss og sundurlyndi

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, líkti til­lögu at­vinnu­vega­nefnd­ar um að bæta við virkj­un­ar­kost­um án þess að fag­leg um­fjöll­un hafi farið fram um þá við það að til­kynnt væri að virkja ætti Gull­foss.

Samfylkingarfélagi Árna Páls í Bjartri framtíð, Guðmund­ur Stein­gríms­son, ,,sagði að með til­lög­unni væri verið að færa sund­ur­lynd­is­fjanda inn í þingsal­inn."

Það mætti framleiða nokkur megavött með ýkjum og sundurlyndi í þingsalnum við Austurvöll.

 


mbl.is Ramminn ekki af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband