Föstudagur, 17. apríl 2015
Facebook, ergo sum
Ég hugsa og þar af leiðir er ég til, sagði franski heimspekingurinn Descartes snemma á nýöld og undirbyggði þar með vestræna þekkingu án skírskotunar í trúarheima. Þótt almættið sjálft þvingaði Descartes til að efast um allt og alla gæti hann ekki efast um hugsunina um efann og þar væri komin sönnun fyrir tilvist sem ekki væri hægt að efa.
Nýöld var uppreisn einstaklingsins gegn almættinu. Hundrað árum áður en sá franski smættaði einstaklingsfrelsið í cogito ergo sum klauf munkurinn Marteinn Lúter kaþólsku kirkjuna með orðunum ,,hér stend ég og get ekki annað...". Mótmælendur eins og Lúter gerðu trú að aukagetu einstaklingsins. Trú var ekki lengur miðlæg í tilverunni sem mátaði einstaklinginn við eilíft líf.
Einvíð veraldarhyggja nýaldar er óðum að víkja fyrir víðómi 21stu aldar þar sem einstaklingsímyndin er tvöföld; í kjötheimum annars vegar og hins vegar í netveröld. Togstreitan er ekki lengur á milli veraldar og trúar heldur hversdagsins og netheima.
Merkingarþungi netheima vex jafnt og þétt líkt og trúin varð æ sterkari á ármiðöldum uns hún varð yfirþyrmandi skömmu áður en þeir Lúter, Descartes og fleiri gerðu uppreisn.
Einstaklingurinn verður með tvöfalda ímynd, eina í áþreifanlegum samskiptum þar sem tónn, fas og framkoma skila ímyndinni til umhverfisins en aðra í netheimum þar sem rafræn skilaboð og hannað myndefni varpa út og geyma netímynd einstaklingsins.
Töluverð áskorun er að halda jafnvægi á milli tilverunnar í kjötheimum og í henni netveröld.
![]() |
Ertu nógu rík, dugleg eða flott? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 17. apríl 2015
Væntingavísitala verkalýðsforingja
Trúnaðarmenn verkalýðshreyfingarinnar, bæði ASÍ-félaga og BHM, bera ábyrgð á óraunhæfum væntingum um margra tuga prósenta launahækkun. Hvergi eru lögð fram efnahagsleg rök fyrir launahækkunum upp á þrjátíu prósent enda eru þau ekki til.
Verkalýðsrekendur sem skrifa upp á fantasíukröfur vinna hvorki sjáum sér né skjólstæðingum sínum gagn. Áður en hægt er að eyða orðum á fantasíufólkið verður það að sýna efnahagslegum veruleika lágmarksvirðingu.
Verkalýðsforingjar eiga hvergi fótfestu í stjórnmálakerfinu og munu fyrirsjáanlega tapa slagnum um almenningsálitið.
Það er ekki eftirspurn í þjóðfélaginu eftir verðbólgusamningum sem tilheyrandi óstöðugleika.
Verkefni verkalýðsforystunnar er að tengjast veruleikanum og lækka væntingavísitöluna til samræmis við stöðu efnahagsmála.
![]() |
Staðan er grafalvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 16. apríl 2015
Pólverjinn, múslíminn og hlutdeild í samfélagi
Einstaklingur sem brýtur gegn samfélaginu brýtur í leiðinni gegn sjálfum sér og sínum - að þvi gefnu að hann eigi hlutdeild í samfélaginu. Sá sem á hlutdeild í samfélagi á fjölskyldu og vini nærri sér. Hneigð til glæpa fær skorður við þessa hlutdeild.
Múslímarnir sem vörpuðu kristnum fyrir borð á Miðjarðarhafi áttu ekki samfélag við þá. Pólverjinn sem myrti frönsku stúlkuna átti ekki hlutdeild í samfélagi Franka.
Hlutdeild í samfélagi kemur ekki í veg fyrir glæpi; Íslendingar eru í meirihluta í íslenskum fangelsum. En hlutdeild í samfélagi hækkar glæpahneigð þröskuldinn enda fremja menn síður glæpi gegn sjálfum sér.
![]() |
Hvernig getur svona gerst? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 16. apríl 2015
Verkalýðshreyfingin á VÍS - 75% launahækkun takk fyrir
Í gegnum lífeyrissjóðina á verkalýðshreyfingin VÍS en þar voru laun stjórnarmanna hækkuð um 75 prósent. Samkvæmt hlutahafalista VÍS eru helstu eigendur Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður og lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.
Verkalýðshreyfingin verður að tileinka sér samkvæmni í afstöðu sinni til kjaramála. Það tekur ekki tali að stjórnir og forstjórar fyrirtækja verkalýðshreyfingarinnar maki krókinn og fái fáránlegar kjarabætur en mæti síðan hjá Samtökum atvinnulífsins og tali í umboði lífeyrissjóða verkalýðshreyfingarinnar um nauðsyn hóflegra kjarasamninga.
Verkalýðshreyfingin getur ekki sagt pass í mótun kjarastefnu fyrir samfélagið allt, og verður að láta af meðvirkni með forstjóraveldinu og stjórnum fyrirtækja.
![]() |
Stjórn VÍS fékk 75% hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 16. apríl 2015
Verkfallsútvarpi RÚV haldið opnu
RÚV leikur lykilhlutverk í samfélagslegum óvinafagnaði, einkum og sérstaklega þegar herja skal á ríkisstjórnina.
Verkalýðsforystan gengur svo frá málum að verkfallsútvarp RÚV þagni ekki núna þegar ríður á að hræða landsstjórnina til ósjálfbærra samninga um launahækkun sem ekki er innistæða fyrir.
Fréttastofa RÚV launar greiðann og birtir okkur hverja heimsendafréttina á fætur annarri um verkfallalamað samfélag.
![]() |
Samið við tæknimenn RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 16. apríl 2015
Landnámið og blæbrigðin
Ef merki um kristna búsetu í hellum við landnám á 9. öld eru staðfest er líklegt að blæbrigði bætast við landámssöguna. Meginatriði landáms norrænna manna á Íslandi standa vitanlega óhrakin enda byggja þau á margvíslegri vitneskju ritaðra heimilda og leifa.
Útþensla norrænna manna í vestur hófst um 800 þegar þeir herjuðu á Norður-England, Skotland og eyjurnar þar fyrir norðan. Áratugina þar á eftir verða þeir norrænu varir við Ísland, hvort heldur af eigin sæferðum eða annarra.
Landnámið er rökrétt framhald enda til fólk sem var orðið vant þeirri hugsun að taka sig upp og setjast að í nýjum heimkynnum þar sem lífshættir aðlöguðust aðstæðum.
Vel mögulegt er að fyrir í landinu hafi verið byggð þegar landnámsmenn bar að garði og það styðja frásagnir í Landnámu. En byggðin hefur verið strjál og veikburða og vikið fyrir bylgju norrænu landnámsmannanna.
Nestor íslenskra sagnfræðinga, Gunnar Karlsson, tók saman í haust þekkingu okkar á landnáminu og rakti í framhjáhlaupi þann heimilisbúskap, sem staðið hefur með blóma í hundrað ár, að setja fram tilgátur um landnám fyrir landnám.
![]() |
Segir Kverkhelli frá um 800 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Valdaræðan í Myrká
Kvikmyndin Myrká (Mystic River) eftir Clint Eastwood hverfist um þrjá æskufélaga í stórborg. Einn er misnotaður í æsku og ekki eins og fólk flest. Annar eignast hverfisbúðina og verður forræðismaður í samfélaginu en sá þriðji lögreglumaður.
Myndin hefst með morði dóttur búðareigandans. Lögreglumaðurinn er lengi vel úrræðalaus. Brestir í hjónabandi misnotaða æskufélagans leiða til þess að búðareigandinn sannfærist um að hann sé morðinginn.
Búðareigandinn drepur minni máttar æskuvin sinn en lögreglumaðurinn leysir morðgátuna. Eyðilagður yfir drápinu leggst búðareigandinn í depurð. Þá kemur til skjalanna eiginkona hans og réttlætir morðið.
Valdaræðan fær heitið konungsræða með vísun í sígildan myndugleika. Konan veit að saklaus maður var myrtur en ást föður á börnum ásamt gruni um sekt eru nóg rök fyrir morði. Sá sterki verður að grípa til úrræða þegar aðstæður krefja og þótt úrræðin bitni á saklausum eru þau nauðsynleg til að samfélagið haldist starfhæft.
Valdaræðan í Myrká er ekki ómerkilegt framlag til greiningar á valdinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 15. apríl 2015
RÚV styður málþóf á alþingi
Fyrsta frétt RÚV í aðalfréttatíma dagsins kl. sex var að Birgitta Jónsdóttir, pírati á þingi, vill sumarþing til að ræða áhugamál sín. Þingmaður Bjartar framtíðar tók undir með Birgittu og auðvitað útvarpaði RÚV stuðningsyfirlýsingunni.
Fyrsta frétt í útvarpi jafngildir forsíðuuppslætti dagblaðs. Með því að RÚV slái upp ósk stjórnarandstöðu til málþófs er fjölmiðillinn á einbeittan og yfirvegaðan hátt að taka pólitíska afstöðu.
RÚV heldur ekki faglegu máli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Stundin og hatursorðræðan um Framsóknarflokkinn
Stundin stendur fyrir hatursorðræðu um Framsóknarflokkinn þar sem hver fjöður verður að hænsnabúi. Á Stundinni er sama ritstjórn var til skamms tíma á DV og stundar sömu vinnubrögðin; að taka fólk og flokka niður.
Fjölmiðill sem leggur sig eftir því að finna höggstað á fjöldahreyfingu eins og Framsóknarflokknum mun ávallt finna eitt og annað sem einhverjir hér og þar í flokknum segja og gera sem ekki er flokkssamþykkt fyrir.
En þessi vinnubrögð eru meira í ætt við einelti en blaðamennsku.
![]() |
Vísar gagnrýni borgarfulltrúa á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Þorskurinn og samstaða um lífskjör til langs tíma
Betri þorskgengd er tvíeggjuð blessun í verkfallstíð. Í einn stað verða til væntingar um aukinn kvóta og þar með meiri verðmæti en á hinn bóginn er eykur það kröfuhörkuna.
Við vitum af langri reynslu að innistæðulausar launahækkanir skila minna en engu; þær auka efnahagslegan óstöðugleika með víxlhækkun launa og verðlags.
Allar forsendur eru til að við getum tryggt stöðugt vaxandi kaupmátt til lengri tíma en oft áður, eða þriggja til fimm ára.
En þær forsendur ganga ekki fram nema með hófstillum kjarasamningum.
![]() |
Hæsta stofnvísitala þorsks frá upphafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)