Sunnudagur, 8. mars 2015
Lýðræði verður barefli í ESB
Grikkir töldu sig geta kosið sig frá hörðum efnahagslegum veruleika með því að kjósa til valda Syriza, sem er marxískt vinstribandalag.
Eitthvað gengur Grikkjum illa að sannfæra lánadrottna sína í öðrum ESB-ríkjum að þingkosningar í Grikklandi skuli leiða til stefnubreytingar í Brussel, Berlín og París gagnvart skuldseigum Suður-Evrópuríkjum.
Og nú er það þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Grikklandi yfirgefi evruna sem er næsta stig hótunar gagnvart ráðandi öflum í ESB.
Lýðræði í ESB-ríkjum, einkum þeim minni og vanmáttugri, er orðið að barefli í milliríkjasamskiptum og haldlaust sem slíkt. Grikkland er í reynd orðið léttvægt sveitarfélag í Stór-Evrópu og með álíka vægi gagnvart Brussel og Þórshöfn gagnvart alþingi.
![]() |
Þjóðaratkvæðagreiðsla möguleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 8. mars 2015
Juncker vill Evrópuher
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, Jean-Claude Junceker, segir nauðsyn á Evrópuher. ,,Slíkur her," er haft eftir Juncker í Welt, ,,myndi sýna að okkur sé alvara að verja þau gildi sem Evrópusambandið stendur fyrir."
Framkvæmastjórinn segir öryggis- og varnarhagsmuni Evrópusambandsins í húfi. Evrópher myndi sýna umheiminum að ESB tæki ábyrgð sína alvarlega.
Evrópusambandið stendur fyrir deilum við Rússland um áhrifasvæði í Austur-Evrópu. Blóðugir bardagar standa yfir í Úkraínu milli stjórnarhersins, sem ESB styður, og uppreisnarmanna sem Rússar styðja.
Orð framkvæmdastjóra ESB um nauðsyn á hervæðingu sambandsins sýnir svo ekki verður um villst að eina leið ESB til að þrífast er að verða Stór-Evrópuríki með sameiginlega mynt, sameiginlegt ríkisvald og sameiginlegan her.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 8. mars 2015
Brauðmolahagfræði ESB
Brauðmolahagfræði er að vonast eftir því að molar af borðum þeirra ríku hrjóti niður til þeirra fátæku - þegar þeir ríku eru orðnir saddir. Til skamms tíma var hagkerfi Bandaríkjanna eitt um þessa hagfræði sem birtist hvað skýrast með peningaprentun. Núna apar ESB eftir.
Peningaprentun er annað nafn á magnbundinni íhlutun í á peningamarkað. Hún gengur út á að bjóða ókeypis peninga, þ.e. lána peninga á lágum eða engum vöxtum, í þeirri von að atvinnulíf í kreppu taki við sér.
Það sem við peningaprentun er að þeir ríku nota peningana til að auðgast á hlutabréfamarkaði. Neðar í fæðukeðjunni verða ef til vill til einhver störf og þannig birtast brauðmolarnir þeim efnaminni - með minnkandi atvinnuleysi.
Evrópusambandið þóttist yfir Bandaríkin hafin í hagspeki og ekki nota aðferðir sem breikkuðu bilið milli ríkra og fátækra. Með því að ræsa prentvélarnar er ESB komið á kaf í brauðmolahagfræðina.
![]() |
Prentvélar ræstar við fögnuð fjárfesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. mars 2015
Katrín Jakobs meiri ESB-sinni en Árni Páll
Formaður Vg, Katrín Jakobsdóttir, er meiri ESB-sinni en formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, í sjónvarpsfréttum RÚV.
Katrín er hlynnt ESB-reglum um íslenska bankakerfið en Árni Páll tekur undir með Frosta Sigurjónssyni þingmanni Framsóknarflokksins um að íslenskir bankar borgi fyrir ríkisábyrgðina.
Forysta Vg slær iðulega úr og í þegar ESB ber á góma, þykist ýmist með eða á móti ESB-umsókninni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 7. mars 2015
Árni Páll segir ESB-sinna ekki í jarðsambandi
Árni Páll er kominn með nýja skoðun á ESB-málum, eins og spáð var. Núna hraunar formaður Samfylkingar yfir sannfærða ESB-sinna og segir þá ekki í ,,jarðsambandi."
Þessi óvænta árás Árna Páls á ESB-sinna kemur fram í skoðanaskiptum hans og Árna Snævars, sem Björn Bjarnason rekur á Evrópuvaktinni.
Umræða ESB-sinna tekur á sig sérkennilegustu myndir þessa dagana. Heimssýn segir að Össur Skarphéðinsson, höfundur ESB-umsóknarinnar, reyni fremur að segja brandara en tala um Evrópumál.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. mars 2015
Ríkissaksóknari er þjóðfélagsvandamál
Nýmæli í starfi nýs ríkissaksóknara valda uppnámi í heilbrigðisþjónustunni þar sem ofbeldiskennd málssókn ríkissaksóknara, Sigríðar Friðjónsdóttur, grefur undan trausti og lamar starfsvilja.
Sigríður fékk embættið frá Jóhönnustjórninni enda tók hún að sér heimskulegasta málarekstur lýðveldissögunnar, landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde.
Sigríður stundar nýmælin úr embætti sínu, samanber lekamálið, og veldur þjóðfélagslegum skaða fremur en viðhalda stöðugleika.
Sigríður var í vikunni gerð afturreka með enn eitt nýmælið, sem var svipta lögreglumann ærunni.
Þegar embættismaður er orðinn að þjóðfélagsvandamáli verður hið opinbera, þing og ríkisvald, að grípa í taumana áður en skaðinn verður óbætanlegur.
![]() |
Taka síður aukavaktir eftir ákæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. mars 2015
Egill Helga hótaði Árna Páli mótframboði
Fyrir hádegi í gær birtist alþjóð sú skoðun Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingar að ESB-umsóknin væri ekki í takt við hagsmuni Íslands nú um stundir. Einn sá fyrsti til að gagnrýna Árna Pál opinberlega fyrir þessa breyttu afstöðu var Egill Helgason, sem er kunnur ESB-sinni.
Egill hótaði í pistli sínum mótframboði gegn Árna Páli á landsfundi Samfylkingar eftir hálfan mánuð og nefndi þær Katrínu Júlíusdóttur og Sigríði Ingadóttur sem kandídata.
Egill hjálpaði Árna Páli að skipta um skoðun í hádeginu í gær og taka upp á ný þá stefnu að Ísland sé ,,skelfilegt" land að búa í utan Evrópusambandsins. Þessi stefna skilaði Samfylkingunni 12,9 prósent fylgi í síðustu kosningum. Smáflokkar með sértrúarstefnu gera vel í því að skipta ekki út kjölfestunni þegar þeir eru á góðri siglingu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. mars 2015
Árni Páll skiptir um skoðun í hádeginu
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar er með eina skoðun fyrir hádegi en aðra eftir hádegi - á sama málinu.
Í morgun var Árni Páll þeirrar skoðunar að ESB-aðild Íslands væri tæplega raunhæf. Nú er komið hádegi og þá er formaður orðinn þeirrar skoðunar að ESB-aðild sé fyllilega raunhæf.
Í fyrramálið vaknar Árni Páll með enn nýja skoðun.
Við bíðum ekki spennt.
![]() |
Fráleit útlegging á því sem ég sagði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 6. mars 2015
Árni Páll drepur ESB-umsókn Össurar
Jón Baldvin Hannibalsson, Stefán Ólafsson og aðrir vinstrimenn eru á stórflótta í Evrópumálum. Með yfirlýsingu sinni í sjónvarpsútsendingu kippir formaður Samfylkingar síðustu feysknu stoðunum undan ESB-umsókn Össurar Skarphéðinsson frá 16. júlí 2009.
Orð Árna Páls gera ennfremur Viðreisn þeirra Benedikts Jóh., Þorsteins Páls. og Sveins Andra að pólitísku viðundri. Viðreisn er hugsuð sem hægriútgáfa af Samfylkingunni með ESB-málið sem gunnfána.
Árni Páll er jafnframt búinn að draga fram rauða dregilinn fyrir huglausa utanríkisráðherrann okkar sem enn er ekki búinn að leggja fram þingsályktun um afturköllun umsóknarinnar frá 16. júlí 2009.
![]() |
Árni Páll efast um ESB og evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. mars 2015
Ómar, heiðni og múslímavæðing
Ómar Ragnarsson spyr hvort bygging mosku í þjóðbraut í Reykjavík með fjármagni frá Sádi-Arabíu sé nokkuð síðri ráðstöfun en smíði hofs heiðinna manna. Svarið er já, það er heldur verra mál að sádi-arabísk studd múslímastarfsemi nái hér fótfestu en að heiðnir byggi sér tilbeiðsluhús.
Ástæðan er sú að frá Sádi-Arabíu kemur stuðningur við þá útgáfu múslímavæðingar sem nátengd er hryðjuverkastarsemi af verstu sort. Í New Statesman er til dæmis ítarlega fjallað um málið. Í Huffington Post eru birtar heimildir úr bandaríska utanríkisráðuneytinu sem segja sömu sögu.
Hér ber allt að sama brunni. Múslímavæðing og hryðjuverk haldast í hendur. Síðast þegar að var gáð stunduðu heiðnir ekki hryðjuverk.
![]() |
Breiða út ótta og skelfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)