Píratar og eins atkvæðis formennska Árna Páls

Samhengið á milli þess að Píratar eru stærsti flokkur landsins og að  Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingar út á eitt atkvæði er að stjórnmálin eru í kreppu.

Efnahagskerfið er löngu búið að jafna sig á hruninu en stjórnmálakerfið er enn í lægð. Meginástæðin er að tiltrú fólks á stjórnmálum beið hnekki og hefur ekki verið bætt. Lítil tiltrú almennings skapar pólitískum lukkuriddurum svigrúm til að selja okkur snákaolíu sem mun redda lýðræðinu.

Lýðræði er 3000 ára fyrirkomulag, ættað frá Aþenu. Engin þjóð og ekkert samfélag, sem reynt hefur lýðræði, hefur fundið þá útgáfu sem hentar öllum öðrum.

Eftir höggið sem íslenska stjórnmálakerfið varð fyrir með hruninu er við því að búast að það taki nokkur kjörtímabil að jafna sig. Við erum á öðru kjörtímabili eftir hrun.

 


mbl.is 38% ungs fólks myndi kjósa Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonda fólkið í Samfylkingunni

Í Alþýðubandalaginu var á sínum tíma metingur um hvor hópurinn væri verri í pólitískum undirmálum og svikum sá sem fylgdi Ólafi Ragnari Grímssyni að málum eða hinn sem merktur var Svavari Gestssyni. Við stofnun Samfylkingar fór Alþýðubandalag Ólafs Ragnars í Samfylkinguna en bandalag Svavars í Vg.

Flokksstarf Vinstri grænna er ein samfelld kærleikshátíð í samanburði við hjaðningavígin í Samfylkingunni.

Eftir atburði gærdagsins, þegar sitjandi formaður fær ekki helming atkvæðanna á fámennum landsfundi, eftir atlögu vonda fólksins, er hvorki formaður né flokkur til stórræðanna.

Sá hópur innan Samfylkingar, sem fyrstur áttar sig á að flokkurinn er kominn á endastöð, á mesta möguleikann á framhaldslífi.

Samfylkingin ýtti á sjálfseyðingarhnappinn í gær og aðgerðin verður ekki afturkölluð. Eina álitamálið er hvort flokkurinn leysist upp í óreiðu eða að skipulega verði gengið frá flokknum með því að sameina hann öðrum á vinstri væng stjórnmálanna.

Hængurinn er sá að enginn vill vonda fólkið í Samfylkingunni.


mbl.is Sigríður í raun sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll lamaður í kosningum

Árni Páll er formaður Samfylkingar með einu atkvæði. Hann fær langt nef frá helmingi flokksfélaga sinna og talinn af þeim síðri kostur en Sigríður Ingibjörg.

Árni Páll mun launa traustið sem hann fékk frá landsfundi Samfylkingar 2015.

Og beita sér fyrir því að flokkurinn verði lagður niður með sameiningu við Bjarta framtíð.


mbl.is Munaði bara einu atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður Ingibjörg: Samfylking ekki bankaflokkur

Sigríður Ingibjörg frambjóðandi til formanns Samfylkingar segir

Sam­fylk­ing­in á ekki að vera flokk­ur verðtrygg­ing­ar og banka

Gott að fá það á hreint.


mbl.is „Við þurfum ekkert að óttast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árna Páls-lögin í þágu Lýsingar

Vinstristjórnin setti lög sem áttu að styðja skulduga einstaklinga í baráttunni við banka og fjármálastofnanir.

Nú ber svo við að lögin, sem kennd eru við Árna Pál Árnason formann Samfylkingar og þáverandi viðskiptaráðherra, eru nýtt af fjármálafyrirtæki með vont orðspor til að losna undan kröfum sem einstaklingar eiga á fyrirtækið.

Skjaldborg Árna Páls og Samfylkingar nýtist fjármálafyrirtækjum í baráttu við einstaklinga. Það segir heilmikla sögu um þetta ógæfulið sem stýrði landinu 2009 til 2013.


mbl.is Stefndu til að forðast fyrningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjúklingar hamingjusamari á Íslandi en í ESB

Íslendingar búa betur að kjúklingunum sínum en Evrópusambandið. Íslensk stjórnvöld setja reglugerðir með rík­ari kröf­um um aðbúnað kjúklinga en Evr­ópu­sam­bandið ger­ir til sinn­ar fram­leiðslu.

Við leggju ekki á íslenska kjúklinga vélstrokkaðar tilberareglugerðir heldur hamingjuvæðum við aðstæður fiðurfjárins með nógu rými og huggulegum aðbúnaði.

Fólk og fiðurfé býr betur á Íslandi en innan ESB.


mbl.is Kjúklingar þurfa meira rými en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pírata-RÚV framboð gegn Árna Páli

Fylgisaukning Pírata og fylgisstöðnun Samfylkingar er meginástæða framboðs Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni sitjandi formanni. Fleira kemur þó til.

Sigríður Ingibjörg fékk einkaviðtal á RÚV um framboðið daginn fyrir landsfundinn til að kynna framboðið og munar um minna.

RÚV-arinn Egill Helgason var fyrstur til að hóta Árna Páli mótframboði Sigríðar Ingibjargar og nú gengur það eftir nánast í beinni útsendingu.

Snoturt hjá RÚV.


mbl.is Býður sig fram gegn Árna Páli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írland og evra; fyrst þensla síðan kreppa

Evran var bein orsök þenslu bankakerfisins í aðdraganda írska hrunsins, sem varð á sama tíma og það íslenska, og evran er bein orsök fyrir varanlegri kreppu á Írlandi.

Írski hagfræðingurinn David MacWilliams segir írska hagkerfið ekki í neinum skilningi evrópskt heldur er það engilsaxneskt, með áherslu á utanríkisviðskipti við Bretland og Bandaríkin.

Evran hentar ekki Írum og enn síður Íslendingum.


Lítið fylgi Pírata

Píratar eru óhreinatauskarfa íslenskra stjórnmála. Með því að styðja Pírata í skoðanakönnun lýsir fólk yfir vantrausti á stjórnmálum eins og þau eru stunduð af ráðsettu flokkunum.

Fylgisaukning Pírata er yfirlýsing nær fjórðungs kjósenda að þeim sé nóg boðið.

Eiginlega er mesta furða að fylgi Pírata sé ekki meira.


mbl.is Píratar stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi og þingmenn án málstaðar

Á alþingi er auðveldara að taka mál i gíslingu en að koma þeim áfram. Þingsköpin skapa minnihlutanum færi á að misnota réttinn til umræðu í þágu málþófs.

Málþóf getur verið réttlætanlegt þegar um mikilsverð málefni er að ræða, t.d. stjórnarskrá lýðveldisins.

En þegar um er að tefla ESB-umsókn sem fæddist vansköpuð fyrir sex árum og lamaðist fyrir síðustu kosningar er málþóf tilgangslaust og ekki í þágu neins málsstaðar.

Píratar eru einmitt þannig söfnuður; enginn málstaður, aðeins tilgangsleysi.

 


mbl.is „Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband