Föstudagur, 31. október 2014
Við viljum Ísland tilbaka mótmælin
Mótmælin sem boðuð eru á mánudag eru skilaboð til ríkisstjórnarinnar um fólk vilji Íslandið tilbaka sem það þekkti fyrir útrás og hrun.
Í texta Svavars Knútssonar á smettiskruddu, sem er tilefni mótmælanna, er megináherslan á velferðarsamfélagið, heilbrigði og menntun.
Ríkisstjórnin gleymdi að hlú að hornsteinum samfélagins þegar hún setti saman dagskrá sína. Fólk er uggandi um að fá ekki læknisþjónustu þegar þörf er á og að börnin missi af tækifærum til menntunar.
Græðgisvæðing útrásar og hrunið opnaði sár sem ekki eru gróin. Áður en ríkisstjórnin gerir nokkuð annað ætti hún að einbeita sér að því að græða þessi sár.
![]() |
Hagi sér eins og manneskjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 31. október 2014
Endalok opna samfélagsins
Veikt ríkisvald eykur styrk öfgaaflanna, skrifar aðalálitsgjafi Die Welt í tilefni af vexti veraldlegra og trúarlegra öfgahópa í Þýskalandi.
Vegna nasískrar fortíðar sinnar reyndi Þýskaland eftir seinna stríð að vera fyrirmynd hins opna samfélags hinnar ,,þjónandi forystu" sem svaraði með umburðalyndi og sáttfýsi kröfum stærri og smærri hópa.
Opna samfélaginu mistókst að ala á samstöðu þegnanna; þeir urðu sundurlausari og gerðu æ oftar mótsagnakenndar kröfur sem afhjúpuðu vanmátt ríkisvaldsins. Vestræn samfélög stóðu í þeirri trú að efnahagsleg velferð væri lykillinn að pólitískum stöðugleika. Vaxandi styrkur öfgahópa af margvíslegum toga sýnir þá kennisetningu vera bábilju.
Bandaríski stjórnarerindrekinn Richard N. Haass segir söguleg umskipti í vændum í alþjóðasamfélaginu þar sem stöðugleiki víkur fyrir óreiðu.
Fyrsta fórnarlamb umskiptanna er opna samfélagið. Ríkisvald sérhvers þjóðríkis grípur til þeirra meðala sem duga til að koma á stöðugleika innan landamæra sinna. Góðu heilli er Ísland eyja.
![]() |
15 þúsund frá 80 ríkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31. október 2014
Björt framtíð rær á mið trúarofstækis
Björt framtíð mun aldrei styðja Framsóknarflokkinn nema flokkurinn sitji og standi í trúmálum eins og Björt framtíð vill. Á þessa leið talar Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar en hann neitaði að styðja Höskuld Þórhallsson þingmann Framsóknarflokksins til forseta Norðurlandaráðs.
Björt framtíð og Róbert Marshall eru með þá trúarsetningu að múslímar eigi að fá leyfi til að byggja mosku í þjóðbraut til að auglýsa veldi spámannsins hér á landi.
Þeir sem ekki fallast á sjónarmið Bjartar framtíðar eru settir út af sakramentinu.
Huggulegt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 30. október 2014
Ríkið á ekki að gefa eftir læknum - og ekki setja lög
Læknar fara fram á 30 prósent launahækkun. Það er einfaldlega ekki í boði enda færi þá allt á annan endann í samfélaginu. Það á heldur ekki að setja lög á læknaverkfallið.
Læknar fara í verkfall af háttvísi til að leggja áherslu á kröfur sínar og gera ráðstafanir til að enginn í neyð bíði tjón af. Verkfall fram á vor gefur góðan tíma til að fara yfir málin og hann ætti að nýta vel.
En læknar verða að átta sig á því að það þýðir ekki að framvísa launaseðlum frá Noregi og Svíþjóð sem rök fyrir kauphækkun á Íslandi - og tilgreina aðeins grunnlaunin.
Samningar lækna eru þess eðlis að grunnlaun segja minna en hálfa söguna. Í gegnum tíðina eru búnar til óteljandi matarholur fyrir lækna sem gera grunnlaun ómarktæk.
Læknar eru hálaunaðir ríkisstarfsmenn og verða það áfram þótt þeir fái engar launahækkanir.
![]() |
Ríkið gefi eftir í læknadeilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 30. október 2014
Heimsmet í væli
Á Íslandi er nær ekkert atvinnuleysi og landsins forni fjandi, verðbólgan, er dauð. Við búum við hagvöxt í samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er meira en í viðri veröld. Á mælikvarða um velferð þjóða erum við í úrvalsdeild.
Hvers vegna endurspeglar dægurumræðan ekki þessar staðreyndir?
Líklega vegna þess að við eigum heimsmet í væli.
![]() |
Ekki sagt frá því sem máli skiptir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 29. október 2014
Eitruð sósíalísk frjálshyggja Gísla Marteins - íhaldið best
Reykjavíkurflugvöllur er sósíalismi, segir Gísl Marteinn Baldursson fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og leggur til stórfelld inngrip þar sem þrautreynt fyrirkomulag samgangna höfuðborgar og landsbyggðar skal varpað fyrir róða.
Gísli Marteinn stendur nærri þeim hópi sjálfstæðismanna sem gengur undir nafninu samfylkingardeildin sökum hugmyndavensla við flokk Árna Páls. Skrautfjöðrin i hatti samfylkingardeildarinnar var Árni Sigfússon fyrrum bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Árni blandaði saman sósíalisma og frjálshyggju í rekstri bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að Reykjanesbær er svo gott sem gjaldþrota.
Gísli Marteinn og aðrir líkt þenkjandi taka það versta úr vestrænum hugmyndaöfgum, þ.e. sósíalíska forræðishyggju og græðisvædda frjálshyggju, og setja saman í eitraðan kokteil þar sem helst í hendur pólitískur stórmennskugalskapur og fjárhagsleg ævintýramennska.
Íhaldsstefnan hrein og tær segir okkur að kasta því ekki á glæ sem reynslan kennir að virki vel. Í meira en hálfa öld þjónar flugvöllurinn í Vatnsmýri sameiginlegum þjóðarhagsmunum höfuðborgar og landsbyggðar. Íhald byggt á reynslu er besta pólitíkin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. október 2014
40,2% vantraust á fjölmiðla
Fjórir af hverjum tíu vantreysta fjölmiðlum en innan við tveir af tíu treysta þeim, samkvæmt könnun MMR. Fjölmiðlar eru eðli málsins samkvæmt stöðugt fyrir vitum almennings. Það er ekki vegna skorts á upplýsingum sem almenningur er með þetta álit á fjölmiðlum heldur einmitt vegna upplýsinganna.
Að almenningur treysti fjölmiðlum þetta illa segir okkur að efnistök fjölmiðla og framsetning þeirra sé ótrúverðug.
Fjölmiðlar hljóta að leggjast í gagngera naflaskoðun og til að finna ástæðurnar fyrir vantrausti almennings. Má ekki treysta því?
![]() |
79,5% bera mikið traust til lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 29. október 2014
Vinstri sjálfsblekkingin
Útlendingur sem læsi aðeins fjölmiðla vinstrimanna, RÚV og DV, héldi að hér starfaði byssuóð fasísk lögregla er sæti yfir hlut almennings. Sami útlendingur kæmist að þeirri niðurstöðu, byggðri á sömu heimildum, að fámenn ættarklíka réði yfir Íslandi og skenkti almúganum skít og kanil.
En nú kemur sem sagt vinstrimaður með orðspor, Ásmundur Stefánsson fyrrum forseti ASÍ, og segir eftirfarandi
Öfugt við það sem mjög stór hluti af vinstrisinnuðu fólki á Íslandi heldur fram, þá er jöfnuður mikill á Íslandi á alþjóðlegan mælikvarða.
Ásmundur sér af hliðarlínunni hve sjálfsblekking vinstrimanna ristir djúpt. Vinstrimenn búa til með heilaspuna veruleika til að rífast yfir.
Við skulum vona að ímyndaði útlendingurinn okkar láti sér ekki nægja að hlusta á umræðusuð vinstrimanna og fjölmiðla þeirra til að átta sig á stöðu mála á Fróni.
![]() |
Mikill jöfnuður á alþjóðlegan mælikvarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 28. október 2014
Kvenréttindi eru rasismi
Kvenréttindakonur, sem neita að hylja andlit sitt, eru haldnar múslímafóbíu, er haft eftir Kohmeini sáluga í grein í Die Welt þar sem höfundurinn, Oliver Jeges, andmælir þeim sem brennimerkja gagnrýni á múslímatrú sem fóbíu.
Hér á Íslandi eru þeir kallaðir rasistar sem efast um að heppilegt sé að hlaða undir múslímatrú, t.d. með því að veita leyfi fyrir mosku í þjóðbraut.
Múslímatrú er ósamrýmanleg vestrænum kvenréttindunum. Þjóðríki múslíma skrifa ekki upp á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem mælir fyrir um jafnrétti kynjanna. Kairó-yfirlýsingin er mannréttindaskrá múslímaríkja og þar er konan sett skör lægra en karlinn.
![]() |
Ísland í fyrsta sæti eins og venjulega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. október 2014
Skattleggjum banka í megrun; byggjum spítala
Bankar á Íslandi eru of stórir. Einföld leið til að fá þá að skreppa saman er með skatti. Þrotabúin voru skattlögð til að fjármagna leiðréttingu húsnæðislána, núna er rétt að tálga bankana sjálfa niður í heppilega stærð.
Íslenskir bankar eru með heimild til að framleiða peninga enda lána þeir margfalt meira en innistæða er fyrir. Peningaframleiðslan skilar bönkum ógrynni fjár í hagnað.
Við eigum að skattleggja þetta fé. Til dæmis til að byggja spítala.
![]() |
Ennþá með eitt umfangsmesta kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)