Þriðjudagur, 13. janúar 2015
Þjóðfundur um launamál
Hvað eru sanngjörn laun? Hvernig á að meta menntun til launa? Hvernig á að meta reynslu til launa? Á að meta það til launa að ungt fólk er með þyngri greiðslubyrði (börn og húsnæði) en eldra fólk?
Ofangreindar spurningar og margar fleiri ætti að ræða á þjóðfundi um launamál.
Eflaust yrði ekki ein niðurstaða af slíkum fundi heldur margar. En orð eru til alls fyrst og löngu tímabært að við eigum sem samfélag ítarlegt samtal um laun.
![]() |
Hvað halda menn að gerist núna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13. janúar 2015
Guðmundur Andri og hlæjandi múslímar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar grein til varnar tjáningarfrelsinu vegna Parísaródæðanna. Greinin er skörp á mannlegt eðli en mögur á mátt trúarinnar.
Kjarni vanda sambýlis múslíma og ekki-múslíma á vesturlöndum er eftirfarandi: vestræn gildi eru trúlaus og trúin skipar aðeins táknrænan sess í opinberu lífi.
Meginhugsun múslímatrúar gengur út á að trúin sé miðlæg í samfélaginu og móti löggjöf og réttarfar. Hlutlægar rannsóknir á múslímskum samfélögum staðfesta þessa meginhugsun. Til áréttingar þessari niðurstöðu kemur sú staðreynd að þau ríki þar sem múslímar eru í meirihluta hafna vestrænum mannréttindum, eins og þau eru skráð í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, og hafa með sér sérstakan sáttmála, Kairó-yfirlýsinguna, sem gerir múslímatrú ráðandi en vestræn mannréttindi, t.d. jafnrétti kynjanna, víkjandi.
Trú er eðli málsins samkvæmt innsta sannfæring mannsins. Okkur á vesturlöndum, sem ekki eru múslímar, finnst það heldur langsótt að heyja stríð í nafni trúar enda veraldleg hugsun okkur töm. En það var sú tíð að kristnir herjuðu bæði á múslíma og heiðingja í nafni trúar. Krossfarirnar á miðöldum eru þekktasta dæmið.
Trúaður maður fórnar lífi sínu fyrir eilífðina. Vandinn á vesturlöndum, þar sem samfélög múslíma skjóta rótum, er sá að leiðsögnin sem margir trúarleiðtogar veita gengur út á að tryggja framgang trúarinnar í veraldlegu samfélagi. Af þessu leiða átök enda vestrænt veraldlegt samfélag ósamrýmanlegt trúarsamfélagi múslímatrú eins og hún er iðkuð.
Guðmundur Andri mun bíða um hríð eftir því að múslímar hlægi með honum að myndum af spámanninum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. janúar 2015
Skoðanaáhlaup: taka mann og annan niður
Í krafti netsins eiga fleiri tækifæri að tjá sig milliliðalaust við almenning en nokkru sinni fyrr. Stóraukinn fjöldi bloggsvæða og umræðuvefja leiðir til breiðari umræðu og fjölskrúðugri sjónarmiða, - eða svo skyldi ætla.
Samhliða vexti netmiðla er orðin áberandi önnur þróun sem miðar fremur að einsleitni en fjölbreytni; áróðri fremur en upplýsingu; upphrópunum fremur en umræðu.
Skoðanaáhlaup er þegar fundið er skotmark, sem getur verið einstaklingur, félag, fyrirtæki eða stofnun, og liði bloggara, netmiðla og fjölmiðla er stefnt á skotmarkið. Einatt er tilgangurinn ekki að skiptast á skoðunum eða bregða ljósi á málefni eða draga fram valkosti heldur að ,,taka einhvern niður."
Skoðanaáhlaup eru hönnuð í sama skilningi og múgsefjun. Einhverjir ríða á vaðið, hrópa slagorð og gerast vígólmir. Áhlaupsfólkið er ekki alltaf það sama en kemur gjarnan úr hópi sem er pólitískur og býr yfir kunnáttu í fjölmiðlun. Ef vel tekst til renna fleiri á bragðið líkt og hýenur og úr verður fullveðja skoðanaáhlaup.
Í stjórnmálum eru skoðanaáhlaup áhrifarík leið að berja á andstæðingum. En það verður seint sagt að skoðanaáhlaup bæti umræðumenninguna eða lýðræðið.
![]() |
Spyr hvort tjáningafrelsið sé bara fyrir réttar skoðanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. janúar 2015
Ímynduð og sönn múslímavædd Evrópa
Vel innan við tíundi hver íbúi Evrópu er múslími. Á hinn bóginn fjölgar þeim hratt. Árið 1990 voru tíu milljónir múslíma í Evrópu en 20 árum seinna voru þeir orðnir 17 milljónir.
Tæpur þriðjungur íbúa Birmingham er múslímskur á meðan hlutfall múslíma er í öllu Bretlandi er innan við fimm prósent.
Múslímar í Evrópu samtímans eru flestir þangað komnir eftir seinna stríð þegar skortur var á vinnuafli. Nú skortir Evrópu ekki vinnuafl lengur, atvinnuleysi er þar viðvarandi um tíu prósent og upp úr. Verulegur skortur er á barnsfæðingum sem mun leiða til hnignunar evrópskra samfélag - ef ekkert verður að gert. Reynslan sýnir að múslímar eru duglegri að fjölga sér en ekki-múslímar í Evrópu.
Saga múslíma í Mið-Austurlöndum og Evrópu er samtvinnuð frá miðöldum, þegar Múhameð spámaður hleypti af stokkunum eingyðistrú í samkeppni við kristni. Á tímum krossferðanna tóku kristnir víglínu trúarbragðanna til Landsins helga. Í dag er enn barist fyrir botni Miðjarðarhafs með trúarlegri réttlætingu.
Evrópumenn aftrúuðust eftir frönsku byltinguna fyrir meira en 200 árum og standa nokkuð ráðþrota gagnvart múslímum sem halda í þá fyrnsku að trú skuli miðlæg í opinberu lífi.
Er Evrópa múslímavædd? Svarið er bæði já og nei, fer eftir sjónarhorni.
![]() |
Birmingham alfarið múslímsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 12. janúar 2015
Sigmundur Davíð daðrar ekki við fasisma
Einn fárra Íslendinga sem var í Frakklandi og ræddi við þarlenda um Parísaródæðið er Haraldur Sigurðarson eldfjallafræðingur. Honum segist svo frá:
Eins og kunnugt er, þá voru öfgamennirnir, sem unnu hryðjuverkin í París í síðustu viku allir á skrá hjá lögreglu, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum, sem vafasamir einstaklingar. Þeim hefið til dæmis aldrei verið hleypt inn til Bandaríkjanna. Fangelsun án laga og réttar er auðvitað eitt af fyrstu skrefum til fasisma, en margir Frakkar líta ekki á það sem stórt vandamál. Þeir vilja að ríkið geri eitthvað róttækt í málinu, til að forðast slíka atburði í framtíðinni.
Á meðan Frakkland daðrar við fasisma vegna múslímskra öfgamanna er skiljanlegt að leiðtogar Evrópuríkja sem glíma við sambærilegt vandamál flykkist til Frakklands að fá línuna.
Ísland á hinn bóginn notar fullveldi sitt til að stöðva ógnina af múslímum við landamærin. Forsætisráðherra Íslands þarf ekki að daðra við fasisma.
![]() |
Þekktist ekki boð Frakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 11. janúar 2015
DV - Stundin og liðhlaupin
DV var keypt af Binga og auðmannafélaginu; Reynis-feðgar og viðhengi úr gamla DV safna nú fé í Stundina, sem á að vera Ný-DV sem valkostur við DV Binga og félaga.
Helstu fréttir af liðsafnaði Gamla-DV og og Nýja-DV eru liðhlaup, þar sem einhver úr einum kampi hoppar yfir í hinn - auðvitað allt í hugsjónamennsku enda er allt þetta lið hafið yfir grunsemdir um að dilla sjálfu sér.
Gömul fræði segja sigurvegarann gleðjast liðhlaupinu en fyrirlíta liðhlauparann. Hvernig sem allt fer verða margir fyrirlitnir í eljaraglettum DV og Stundarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. janúar 2015
Fréttin um múslímska bjargvættinn
Í umræðunni um herskáa múslíma sem myrða saklaust fólk er nauðsynlegt að hafa í huga að þorri múslíma tekur ekki þátt í ofbeldi og jafnvel leggur sig fram um að bjarga fórnarlömbum morðingjanna.
Viðtengd frétt dregur fram hlut múslíma sem bjargaði gyðingum úr klóm múslímsks öfgamanns.
,,Múslími bjargar gyðingum" væri viðeigandi fyrirsögn enda væri áherslan þar á andstæður samtímis sem kjarni málsins kæmi fram í fyrirsögn.
,,Faldi fólk í fyrsti verslunarinnar" er bæði ofstuðluð fyrirsögn og drepur á dreif kjarna málsins; aukaatriði er hvar fólkið var falið, aðalatriðið að því var bjargað og hver bjargvætturinn var.
![]() |
Faldi fólk í frysti verslunarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. janúar 2015
Læknar áttu RÚV
RÚV öðrum fjölmiðlum framar báru fram málstað lækna í kjaradeilunni. RÚV flutti beinar útsendingar frá viðbragðsfundum yfirstjórnar Landsspítalans eins og um náttúruhamfarir væri að ræða en ekki kjaradeilu.
RÚV flutti ótaldar dramafréttir um yfirvofandi hörmungar vegna þess að læknar fengu ekki nóg kaup. Í öllum þeim flaumi frétta reyndi RÚV aldrei að setja laun lækna í samhengi við aðrar stéttir og ekki heldur var fjallað um tíu prósent launalækkun lækna í Noregi og Svíþjóð sl. ár vegna gengislækkunar norsku og sænsku krónunnar.
Þrjár samþættar skýringar eru á þjónustu RÚV við hagsmuni lækna. Á fréttastofu RÚV er inngróin andstyggð á ríkisstjórninni; almannatenglar lækna stóðu sig í stykkinu og RÚV er fagleg ruslahrúga sem hvorki kann né getur stundað fagleg vinnubrögð í fréttamennsku.
![]() |
Barist um almenningsálitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. janúar 2015
ASÍ ekki lengur launalögga
ASÍ er ekki lengur launalögga landsins og ætlar ekki að vera með samráð við gerð kjarasamninga, samkvæmt frétt RÚV.
ASí varð siðferðilega gjaldþrota sem launalögga þegar verkalýðshreyfingin gat ekki nýtt sér eignarhaldið á stærstu fyrirtækjum landsins, í gegnum lífeyrissjóði, til að kortleggja launaskrið forstjóranna.
Ef ASÍ getur ekki einu sinni haldið til haga launaþróun forstjóra og millistjórnenda fyrirtækja í eigu verkalýðshreyfingarinnar er vitanlega tómt mál að tala um áhrifavald ASÍ yfir öðrum launþegum.
Niðurstaða ASÍ um að ekki verði samflot í kjarasamningum felur í sér viðurkenningu á staðreynd sem blasir við öllum nema skrifstofuliði ASÍ: atvinnulífið á Íslandi er ekki sovétvætt, rekið fyrir einn reikning. Fyrirtæki og starfsgreinar standa misjafnlega. Í samningasamfloti næst aldrei meiri árangur en afkoma veikustu fyrirtækjanna leyfir.
Við núverandi kringumstæður þegar nánast ekkert atvinnuleysi er, þökk sé krónunni og ríkisstjórninni, eru launþegar í sterkri stöðu gagnvart atvinnurekendum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 10. janúar 2015
Trú, vald og tilgangur lífsins
,,Sameinuð án ofbeldis gegn trúarstríði á þýskri grundu," segir borði PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi sem mótmælir múslimavæðingu vesturlanda. Trúarstríð er Þjóðverjum viðkvæmt.
Langvinnasta stríð árnýaldar var þrjátíu ára stríðið 1618 til 1648 sem að mestu var háð á þýskri grundu og skildi landið eftir í rjúkandi rúst. Þegar friður var loks saminn í Vestfalíu urðu málsaðilar, sem voru flest ríki á meginlandi Evrópu, að rifja upp hvers vegna stríðið hófst, eins og C.V. Wedgwood rekur í sígildri bók.
Á yfirborðinu var 30 ára stríðið á milli kaþólikka og mótmælenda, sem sagt trúarbragðastríð. En trúin var mest yfirskin fyrir valdabaráttu konunga og fursta í einn stað og bænda og borgara í annan stað.
Trú er einnig yfirskin fyrir þá baráttu sem stendur yfir í Evrópu nú á dögum milli ólíkra menningarhópa, þeirra evrópsku veraldlegu og hinn múslímsku trúuðu.
Þeir evrópsku veraldlegu eru til muna fjölmennari en þeir eru líka fjölskrúðugari hópur en hinir múslímsku trúuðu, sem eru færri og fátækari en einsleitnari.
Einsleitni múslíma kemur fram í hve miklum mæli þeir líta á trú sína sem leiðsögn í daglegu lífi. Pew Resaarch dregur fram á yfirvegaðan hátt hve trúin er miðlæg í múslímskum samfélögum.
Vestræn samfélög eru veraldleg og aðskilja trú, sem er einkamál hvers og eins, og stjórnsýslu sem er opinber og trúlaus.
Þjóðríki, þar sem múslímar eru í meirihluta, skrifa ekki upp á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna heldur hafa með sér sérstaka mannréttindaskrá, Kairó-yfirlýsinguna, sem byggir á trúarriti múslíma, Kóraninum.
Kairó-yfirlýsingin viðurkennir ekki jafnrétti kynjanna, konan er sett skör lægra en karlinn.
Þótt allur meginþorri múslíma sé friðsamur og lætur sér vel líka veraldlegt forræði opinberra mála á vesturlöndum þá stingur sú skipan mála í stúf við grunnstef múslímskrar trúar, um miðlægni trúarinnar í daglegu lífi.
Evrópumönnum er nú orðið framandi að trúin geymir ekki aðeins leiðsögn um hversdaglega háttsemi heldur skilgreinir hún tilgang lífsins. Þar er staðfest hyldýpi milli vestrænna gilda og múslímskra.
Múslímsk samfélög á vesturlöndum hljóta alltaf að vera uppspretta manna sem beita fyrir sig trúarsannfæringu til að leiðrétta hlut sinn í samfélaginu með ofbeldi og jafnvel finna sér lífstilgang í leiðinni. Öfgamennirnir eru fáir en söfnuðurinn á bakvið þá er fjölmennur.
![]() |
Al-Qaeda hótar fleiri árásum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)