1. maí: gemmér meira, ég er aumingi

Hátíð aumingjanna var í dag, ef einhver skyld hafa misst af sýningunni. Vælandi fulltrúar aumingjanna, flestir með sirka milljón á mánuði eða þar yfir, stigu á stokk og máluðu skrattann á vegginn.

Allir fæðast grátandi en sumir halda áfram út lífið að harma hlutskipti sitt. Flest venjulegt fólk tekur lífinu tveim höndum og gerir úr því það sem efni og aðstæður leyfa. Markmið Íslendingsins fram á síðustu öld var að fjármagna eigin jarðaför.

Borgunarmaður eigin útfarar staðfestir manndóm. Hann fæðist snauður og allslaus en tékkar út í kistu sem hann borgar sjálfur. Það er manndómur. Mottóið í dag er að lifa upp á náð og miskunn annarra. Leggja sem minnst af mörkum og fá sem mest.

Leiðin til að ná markmiðinu er að lýsa sig aumingja. 1. maí er hátíðisdagurinn. Dagurinn er auðvitað notaður til að stofna sósíalistaflokk. Nema hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef  þú ert meðal annars að tala um öryrkja og fatlaða sem geta ekki framfleytt sér vegna örorkunnar eða gamla fólkið sem stritaði myrkranna á milli til að við aumingjarnir hefðu það betra, en þurfa nú að velta við hverri krónu til að geta lifað af ellilífeyrnum , þá ættirðu að skammast þín.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.5.2017 kl. 20:05

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æi, Páll, ekki fallega gert af þér.

Jón Valur Jensson, 1.5.2017 kl. 20:08

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Hver og einn verkalýðsforingi er með á bilinu 1.200.000 til 1.600.000 í laun á mánuði. Síðan geta þeir komið og "vælt" á 1. maí væludeginum. Innan tóm orð manna sem eru löngu og hafa aldrei verið með hinum venjulega manni.

Ómar Gíslason, 1.5.2017 kl. 20:59

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju eru verkalýðsforingjar ekki á sömu launum og meðal félagsmeðlimir.

Hitt er svo annað mál með fólkið sem hefur borgað í ólöglega lífeyrissjóði og eiga ekki fyrir húsaleigu þegar þeir fá greitt úr þessum sjóðum, þá er eitthvað að. Þá er eitthvað að verkalýðsforystunni.

Hvar voru yfirborguðu verkalyðsforingjarnir í öll þessi ár?

Þegar forseti ASÍ er aðal maður að berjast gegn því að verðtrygging verði tekin af húsnæðislánum, þó ekki hafi verið nema tímabundið árið 2008 og 2009, þá er eitthvað að verkalýðsforystunni?

Þegar hælisleitendur og flóttafólk fá fyrirgöngu að húsnæði og fá það frítt og fá svo töluvert meiri lífeyri en innfæddir Íslendingar, þá er eitthvað að verkalýðsforystunni?

þegar hælisleitendur og flóttamenn ganga fyrir í heilbrigðiskerfinu og þarf ekki að greiða fyrir þjónustuna, en innfæddir Íslendingar eru látnir greiða fyrir sína þjónustu, þá er eitthvað að verkalýðsforystunni?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 2.5.2017 kl. 01:01

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Til eru veslings skinn sem geta ekki farið í kröfugöngu,þótt hafi heilar fætur að ganga á.Það breytti svo sem engu hjá þeirri bældu meinlausu óttaslegnu sál,því hún kæmi ekki upp orði þótt sanngjörn krafa hennar væri að fá meira en henni er skammtað í hverri viku 1500.- á mánud. 1500.á föstud. Þau hrökkva skammt öryrkjalaun leiguliða á Sléttuvegi,ég hef enga ástæðu til að rengja þetta.     

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2017 kl. 02:39

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ath! Framfærslumörk eru nú um 400.000 fyrir einstakling.

Óskar Guðmundsson, 2.5.2017 kl. 15:23

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mesti auminginn er yfirleitt sá, sem kallar aðra aumingja.Svo virðist vera í tilfelli Páls.Ef hann einhvern tíma hefur ekki verið granjandi aumingi,þá er hann orðinn það núna.

Sigurgeir Jónsson, 2.5.2017 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband