Tekur Heimssýn upp stefnu VG í Evrópumálum?

Blogg Heimssýnar, sem undirritaður ber ábyrgð á, birti færslu laugardag þar sem sagði að VG væri flokkur sem ætti að falla af þingi. Rökin eru þau að VG er í ríkisstjórn sem vinnur að því að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, eins og útskýrt var í öðru bloggi.

Bloggið varð tilefni til að vefrit VG, Smugan, gerði málið að raðfréttamáli. Í framhaldi kemur yfirlýsing frá formanni Heimssýnar með eftirfarandi niðurlagi:

Stjórn Heimssýnar hefur ekki haft tækifæri til að funda en undirritaður, ásamt þeim stjórnarmönnum sem náðst hefur í, eru ósammála umræddum bloggfærslum og harma birtingu þeirra. Heimssýn hefur og mun aldrei hafa það að markmiði að berjast gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum. Aldrei hefur verið mikilvægara að ESB-andstæðingar fylki liði óháð pólitískum skoðunum. Stöndum saman og segjum Nei við ESB!

Nú er það þannig að stjórnmálaflokkar ráða því hvort Ísland verði aðili að Evrópusambandinu eða ekki. Þingmenn stjórnmálaflokka á alþingi ákváðu að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Ef Heimssýn ætlar ekki að berjast gegn þeim stjórnmálaflokkum sem reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þá hefur Heimssýn tekið upp stefnu VG í Evrópumálum: þykjast í orði vera á móti ESB-aðild en vinna engu að síður að framgangi ESB-umsóknarinnar.

Stefna VG í Evrópumálum hefur skilað þeim árangri að flokkurinn sem fékk yfir 20 prósent atkvæðanna við síðustu þingkosningar mælist núna með tíu prósent fylgi. Örvænting forystu og fylgiliðs VG yfir stöðu flokksins er slík að þeir finna það helst til ráða að krefjast þess að Heimssýn taki upp máltilbúnað flokksins í Evrópumálum.

Heimssýn var ekki stofnuð til að blekkja þjóðina til fylgilags við aðlögunarferli inn í Evrópusambandið. Þeir sem vilja að Heimssýn taki upp stefnu VG í Evrópumálum hljóta að stíga fram og segja það fullum fetum. Ef stefnubreyting af því tagi verður ofaná er hætt við að fleiri segi sig úr Heimssýn en þeir þrír VG-liðar sem tilkynntu úrsögn í dag.

 


mbl.is Ekki í nafni Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú leiguliðinn hjá Bændasamtökunum að halda því fram að umsóknin í ESB snúist öðru fremur um flokkspólitík!

Í öllum flokkum eru fylgjendur og andstæðingar umsóknarinnar, Páll.

Meira að segja í Framsóknarflokknum.

Jóhann (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 21:32

2 identicon

Leigupenni bændasamtakanna, LÍÚ,  Björns Bjarnasonar og Styrmis

Allir sæmilega greindir eru hættir að taka mark á ofstopanum og heiftinni og fyrirlitningunni sem Björn og Styrmir þora ekki að skrifa sjálfir
Það gera hjúin fyrir þá - Gegn hæflilegri þóknun.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 21:40

3 identicon

Ég er sammála þessari greiningu þinni Páll. Ekki veit ég hvað Ásmundi gengur til. Kannski taugar til upprunans, en ég vil ekki fullyrða það.

Jón: Ofstopinn, heiftin og fyrirlitningin kemur frá vinstri, ekki hægri. Þannig var það alla síðustu öld um allan heim og svo er enn.

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 22:02

4 identicon

Páll skrifar: "Rökin eru þau að VG er í ríkisstjórn sem vinnur að því að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, eins og útskýrt var í öðru bloggi.". 

 Þetta er rangt.  Þessi grunnforsenda er röng.

 Það var gerður stjórnarsáttmáli og í honum var kveðið á um að gerður verði samningur við ESB og svo kosið um hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þetta er líka grunnforsenda og hjákátlegt að Páll Vilhjálmsson kannist ekki við þetta.

En svona er þetta oft. 

þegar skip lekur venjulega ekki einu gati um að kenna.  Hitt er furðlegta og vekur upp spurninguna um hvort Páll skilji yfir höfuðu stöðuna sem uppi er? Getur verið að skilningleysi sé um að kenna að þessi kjánlegi misskilingur sé uppi?

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 22:17

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Enn er því haldið fram að tilgangurinn með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé ekki aðild Íslands að sambandinu.Evrópusambandið sjálft lítur þannig á að ríki sem sækir um aðild vilji og ætli þangað inn – og lái þeim hver sem vill.Hér útskýrir Evrópusambandið hvernig aðildarferlið gengur fyrir sig.http://europa.eu/legislation_summaries/enlargement/ongoing_enlargement/l14536_en.htmÞar segir m. a.:„The negotiations are conducted within a framework established by the Council on the basis of a Commission proposal, which sets out a programme for the negotiations to be conducted and takes into account the situation and specific characteristics of each applicant country, namely:·         the aim, namely accession” Í ágúst síðastliðnum sagði Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, þetta um aðildarumsókn Íslands: „The European Union didn’t apply for Iceland to become a member,” said Stano. When Iceland “decided that they wanted to join we started the process and the member countries agreed with beginning Iceland’s accession process.” (Sjá hér: http://www.businessweek.com/news/2012-08-14/eu-says-following-debate-in-iceland-as-entry-opposition-grows) 

„When Iceland decided that they wanted to join.”

Það er alveg á hreinu hvernig stækkunarstjóri ESB lítur á þessa aðildarumsókn sem Samfylkingin og VG sendu ESB. 

Ekki nema að VG hafi látið standa í smáa letrinu á umsókninni:

„We don´t want to join”?

Svavar Alfreð Jónsson, 10.12.2012 kl. 22:50

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll hefur verið í gegnum tíðina einn öflugasti penni landsins sem hefur skrifað gegn aðild að ESB. Málefnalegur og rökfastur. Það er hins vegar eitt að skrifa sem einstaklingur og annað að skrifa fyrir hönd samtaka. Rétt eins og allir þeir sem fara fram að brúninni, er hægt að fara of langt. Það gerir Páll ef hann bloggar fyrir hönd Heimsýnar í þetta sinn. Þá er ekkert annað en að biðjast velvirðingar og síðan halda áfram.

Það má hins vegar vera öllum ljóst að forystumenn VG hafa notað grundvallarstefnumál VG sem skiptimynt. Í stjórnarsamstarfinu var það ljóst að annar vinstri flokkana myndi bíða afhroð í næstu kosningum. Það verður VG af því að flokksforystan valdi það. Að því leiti hafði Páll fyllilega rétt fyrir sér. 

Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2012 kl. 22:57

7 identicon

Þú ruglar og slítur úr samhengi ágæti Svavar.

Það dettur engum í hug að samningaviðræðurnar sem í gangi eru, séu inngöngu-miði.  Þetta er mögulegur inngöngu-miði sem verður skorið úr í þjóðaratkvæðagreiðlsu. 

- Þetta hlýtur þú að vita.

Samningurinn verður lagður fyrir þjóðina til að veg og meta.  Og kjósa svo!  Þetta er ekki aðlögunar-tími eða þvíumlíkt eins og oft er haldið fram af nei-urum.  Þetta er samningur sem verður lagður fyrir þjóðina.  Hvað í þessu er svona ill-skiljanlegt?  

Er kannski ótti um góðan samining sem knýr anstöðuna? 

Ágætis dæmi um þvergirðingsháttinn og þversagnakenndan málflutning nei-ara er að krefjast þjóðaratkæðagreiðlsu um áframhald viðræðna við ESB.  EN hafna þjóðaratkvæðagreiðlsu um samninginn sjálfan!!

 Hættið nú þessu rugli ágæta fólk.  

Tökum þetta mikivæga mál og klárum það.  Ekki láta stýrast af ótta eða skaðlegri rembu.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 23:00

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mér sýnist, að Páll Vilhjálmsson sé kominn með Messíasarkomplexa.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.12.2012 kl. 23:03

9 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það er alveg skýrt að ESB lítur þannig á að stjórnvöld sem sækja um aðild að sambandinu fyrir hönd þjóðar sinnar vilji og ætli í ESB.

Er það ekki líka mjög skiljanleg afstaða? 

"Þetta er ekki aðlögunar-tími eða þvíumlíkt eins og oft er haldið fram af nei-urum," er staðhæft.

Þannig lýsir ESB sjálft þessu ferli:

"First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures."

(Sjá hér http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf bls 6)

Talandi um rembu: Sumir Íslendingar virðast vita betur en ESB hvernig aðildarferlið gengur fyrir sig.

Þeir ættu ef til vill að bjóðast til að leiðrétta Evrópusambandið?

Svavar Alfreð Jónsson, 10.12.2012 kl. 23:19

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á þá að skilja þetta svo að Heimssýn verði í næstu kosningum, eins konar kosningarmaskína fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn?  Þetta fer að verð ógeðslegt stríð sem ESB andstæðingar reka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2012 kl. 23:24

11 identicon

Svavar segir:  Það er alveg skýrt að ESB lítur þannig á að stjórnvöld sem sækja um aðild að sambandinu fyrir hönd þjóðar sinnar vilji og ætli í ESB.

 Já það er alveg skýrt en það eru alltaf varnaglar sem ekki er hægt að horfa framhjá.  -Það er bara ekki hægt!  

Þetta er stórt mál og það verður að fara í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu (sem Heimsýnarfólk styður stundum og stundum ekki - aldrei í prinsippinu) Þegar VG segir: OK - förum í viðræður - sjáum hvað kemur út úr því  og leggjum í dóm kjósenda.....  Er ekkert að því. Það er meir að segja mjög heiðarleg leið til að skera út um þetta stóra mál...

 Það er m.a vegna þessa sem ég skil ekki hræðsluna við þennan samning sem verið er að búa til.  

Hann veðrur lagður í dóm kjósenda og meirihlutinn ræður.... nokkuð sem ætti að gagnast nei-urum í stórum stíl.  

 En við skulum taka umræðuna og gera það eins og fólk en ekki eins og öskurapar á amfetamíni.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 23:33

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þessi klausa hefur ekkert að gera með þann skilning sem Andsinnar leggja í hana.

Að sjálfsögðu eru ákveðnar grunnreglur EU sem sem aðildarríki verður að samþyggja. Í tilfelli Íslands eru flestar þessar reglur eða acquis þegar samþykkta og implementaðar í gegnum EES Samninginn.

Að sjálfsögðu snúast aðildarviðræður svo ma. annars um hvort viðkomandi ríki sé í standi infrastrúktúrlega séð að innleiða og framfylgja grunnreglum sambandsins heilt yfir og hvort skilningur aðildarríkis á reglunum og implementering sé í samræmi við skilning EU etc.

það er nákvæmlega ekkert dularfullt við þessa klausu og uppá 100% ekkert mystískt.

þessi klausa þýðir bara að aðildarviðræður milli EU og viðkomandi umsóknarríkis snúast ekki um hvað sem er. það eru ákveðin prinsipp sem eru til satðar svo sem varðandi mannréttindi, umhverfisvernd og jafnrétti oþhþ það er ákveðinn grunnur sem þarf að vera á hreinu sem vonlegt er.

það er allt að því þúsund sinnum búið að fara yfir þetta og reka jafnoft rangfærslur Andsinna þessu viðvíkjandi til baka og afsanna í bak og fyrir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.12.2012 kl. 23:33

13 Smámynd: Sólbjörg

Hvimleitt að lesa athugasemdir þar sem talað er niður til fólk með þeim hætt að á yfirlætislegan hátt er skrifað í umvöndunar blíðmælgi þar sem látið er í það skína að verið sé að tala til einfeldnings kjána. Hlífið mér og öðrum fæ velgju af svona leikaraskap.

Annars langar mig til að spyrja til hvers halda ESB sinnar að Lissabon stjórnarskráin sé? Engar undanþágur eru veittar frá Lissabon sáttmálanum nema sem frestun á framkvæmd laganna. Frestun er ekki samningur eða undanþága. Annað er að lögum um þjóðarkosningu var breytt eftir að norðmenn höfnuðu í tvígang aðild, vegna þess að stjórn ESB vill engar niðurlægingar af hendi smáþjóða. Því til sönnunar er yfirlýst af Jóhönnu S að þjóðaratkvæðagreiðslan verður léttvæg skoðannakönnun og breytir engu. Með kveðju.

Sólbjörg, 10.12.2012 kl. 23:36

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Til að auðvelda skilning á þessari klausu EU (sem vefst greinilega fyrir fólki og áróður Páls hefur greinilega haft áhrif - sem er alveg furðulegt og sér rannsóknarefni) að þá segir EU td. um Fishery acquis:

,,Chapter 13: Fisheries

The acquis on fisheries consists of regulations, which do not require transposition into national legislation. However, it requires the introduction of measures to prepare the administration and the operators for participation in the common fisheries policy, which covers market policy, resource and fleet management, inspection and control, structural actions and state aid control. In some cases, existing fisheries agreements and conventions with third countries or international organisations need to be adapted."

Voðalegt? Eru menn hræddir?

Hérna fyrir Landbúnað og dreifbýli:

,,Chapter 11: Agriculture and rural development

The agriculture chapter covers a large number of binding rules, many of which are directly applicable. The proper application of these rules and their effective enforcement and control by an efficient public administration are essential for the functioning of the common agricultural policy (CAP). Running the CAP requires the setting up of management and quality systems such as a paying agency and the integrated administration and control system (IACS), and the capacity to implement rural development measures. Member States must be able to apply the EU legislation on direct farm support schemes and to implement the common market organisations for various agricultural products."

Eins og í þessu tilfelli - þá væri það sem andsinnar kalla ,,aðlögun" fræðilega útilokuð. Eða ætla menn kannski að fara að deila ESB Landbúnaðrstyrkjum útum landið hérna til bænda og búaliðs eða? Og þá í ,,aðlögunnarskyni" kannski. Tóm tjara þessi aðlögunnarumræða í Páli og ótrúlegt að fólk skuli taka við slíkum áróðri gagnrýnis og athuganarlaust.

það botnar enginn í þessu aðlögunnar tali hérna uppi útí Evrópu. það hafa komið hingað margir danir, vinir okkar og frændur - og það hefur ekki einn einasti þeirra botnað neitt í um hvað var verið að tala þegar fréttamenn spurðu með angist í andlitinu um meintar ,,aðildarviðræður". Einn sagði meir að segja eftir að hafa velt mikið vöngum yfir spurningunni: Ja, eg skil nú ekki alveg um hvað er verið að tala! Manngreyið. Hann skildi þetta bara ekki. Sem vonlegt var.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.12.2012 kl. 23:53

15 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þó svo að ég skilji vel allt það sem Páll hefur að segja í þessu máli og hvað svik VG svíða mörgum.

Þá held ég að við verðum að varast að vaða svona á súðum og efna þar með til óvinafögnuðar í okkar búðum.

Nóg er nú samt af liði sem tilbúið er að svíkja og selja sálu sína í þessu máli og fagnar nú í þórðar gleði.

Ég þykist vita að þó Páli sé heitt í hamsi að þá veit ég samt að hann er það skynsamur að hann muni átta sig og sjá að sér í þess máli og verði áfram okkar öflugi liðsmaður.

Gunnlaugur I., 10.12.2012 kl. 23:54

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,það botnar enginn í þessu aðlögunnar tali hérna uppi útí Evrópu. það hafa komið hingað margir danir, vinir okkar og frændur - og það hefur ekki einn einasti þeirra botnað neitt í um hvað var verið að tala þegar fréttamenn spurðu með angist í andlitinu um meintar ,,aðlögunarviðræður". Einn sagði meir að segja eftir að hafa velt mikið vöngum yfir spurningunni: Ja, eg skil nú ekki alveg um hvað er verið að tala! Manngreyið. Hann skildi þetta bara ekki. Sem vonlegt var."

það hlýtur að vera dáldið mikið hint, að enginn dani skilur þetta ,,aðlögunnartal" hérna uppi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2012 kl. 00:11

17 identicon

Hæst bylur í tómri tunnu Ómar Bjarki. Að vitna til einhvers blaðamanns í Danmörku sem voða mikil sannindi og það án þess að tilgreina nafn. Gæti alveg eins fundið blaðamann á Möltu og spurt hversu góður samningur þeirra við ESB hafi verið - ætli hann skilji nokkuð um hvað væri að ræða?

Væri líka ekki nær að vinna heimavinnuna sína betur eins og það að skoða hversu vel Common Fisheries Policy hefur virkað hingað til?

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 00:26

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Almennt séð um própagandað sem staðið hefur verið fyrir með ,,aðlögunnarferli" og þá gengur própagandað útá það að hafið sé ferli ar sem Ísland ,,aðlagist" að EU og verði barasta aðili si sona um áramótin.

það ma segja að sérstakt verkefni sé fyrir fræðimenn að rannsaka þetta propaganda félagssálfræðilega séð. Og þá hafa til hliðsjónar hve margir hafa keypt þetta og farið að trúa statt og stöðugt. Án nokkurra raka eða heimilda heldur bara vegna própaganda.

þarna bara skauta menn alveg framhjá því og sleppa, loka úr huga sér, þurrka burt - að engin aðild verður að EU nema Aðildarsamningur verði samþykktur í þjóðaratkvæði. Norðmenn hafa tvisvar haft slíkar atkvæðagreiðslur. Eru þeir þá tvöfaldir aðilar að EU?

það er eiginlega alveg sorglegt að Andstæðingar EU skuli ekki geta boðið uppá neitt annað en eitthvað svona.

Á meðan er náttúrulega stöðug ,,aðlögun" að EU laga og regluverki í gegnum EES Samninginn. það er enginn að fara á límingunum vegna þess.

Bara tóm tjara þetta aðlögunartal. það sem snýr að EU eða það sem EU hefur aðal áhuga á varðandi væntanlega aðild landins að Sambandonu er, hvort stjórnkerfi landsins sé í stakk búið til að takast á við verkefni sitt við aðild. það liggur fyrir að það þarf að styrkja nokkrar stofnanir og eða endurskipuleggja td. í Landbúnai og dreifbýlismálum. þetta er auðvitað ekkert ,,aðlögun" að EU. þetta er eitthvað sem Ísland hefði átta að vera búið að gera fyrir áratugum. Ennfremur þarf að huga að dómsstólum. það þarf að bæta eitthvað. Einnig má nefna að ýmislegt þarf að gera varðandi fjármálastarfsemi.

Varðandi þau atriði sem nefnd eru, þá er auðvitað ekkert annað en spennandi að sjá hvert upplegg stjórnvalda verður. Hvernig þau ætla að taka á þessu og hve fljótt það á að gerast. þetta er ekkert annað en framfarir og hefur ekkert með ,,aðlildarferli" að EU að gera. þetta snýst um infrastrúktúr sem öll fullvalda og sjálfstæð ríki þurfa að hafa. Ef þau hafa þetta ekki í lagi - þá eru þau berskjölduð fyrir allskyns sérhagsmunaklíkum. Td. varðandi landbúnaðarstyrki á Íslandi - að það er ekki einu sinni óháður mekkanismi á vegum ríkisvalds sem heldur almennilega utan um það. Heldur er það barasta í höndum hagsmunaaðila mestanpart. Einnig má nefna Dreifbýlisstefnu - hún er ekki til á Íslandi. það vekur mikla furðu í Evrópu. Enda sjá menn afleiðingarnar hérna af stefnu og ráðleysinu. Dreifbýlið drabbast nður og einstaka staðir eru orðnir fórnalamb LÍÚ klíka eða alþjóðlegra auðhringja.

Málið er nefnilega að andstæðingar EU hafa algjörlega forðast að ræða efnisatriði. þeir hafa bara hengt sig á einhverja frasa og barið á þeim eins og þeir séu að negla 8 tommu nagla í bryggjupolla með sleggju. Eina eir hafa gert. Svo er almenningur látinn styrkja ótal síður sem gera ekkert annað en að bulla og rugla umræðuna. það er á Íslandi kallað ,,upplýsingar".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2012 kl. 02:01

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heimssýn er þverpólitísk samtök gegn ESB.

Það ætti ekki að vera flókið að skilja.

Óþarfi að flækja þá staðreynd, með einhverju flokka-klíku-hatri. Næg er víst illskan og spillingin samt, þótt ekki sé verið að blanda Heimssýn í þann óskiljanlega togstreitu-spillingar-hræring.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.12.2012 kl. 02:16

20 identicon

Það má vel vera, að þeir andstæðingar ESB sem enn eru í VG skuli vera misboðið. En þeir verða að muna, að þeir eru í flokki sem styður aðild að ESB.

Þar fá þeir engu ráðið.

Aðild að VG og aðild að Heimsýn er illa samræmanleg, þar verður eitthvað undan að láta. Það er í höndum VG liða sem eru með tvöfalda aðild, að gera upp við sig, hvorum þeir vilja fylgja.

Það er búið að hrekja andstæðinga ESB úr Samfylkingunni, og það er búið að hrekja flesta andstæðinga ESB úr VG. EFtir standa nokkrar eftirlegukindur. Eðlilegast er að þessi staðreynd sé viðurkennd, og að opin andstaða sé tekin upp gegn þeim, enda eru þeir lykilinn að áframhaldandi ESB brölti.

Reyndar held ég að það séu fáir VG liðar sem séu sárir yfir þessu bloggi Páls. Af viðbrögðunum að dæma hér að ofan, þá eru þetta helst Samfylkingar sem tak upp þykkjuna fyrir VG. Það segir náttúrulega sitt um stöðu VG.

Aðalmálið er þetta, það eru engir andstæðingar ESB eftir innan Samfylkingar, og þeir eru fáir, og fer fækkandi innan VG. Það er engin virk andstaða gegn ESB innan þeirra. Sem segir okkur, að þeir vinstrimenn sem ekki styðja ESB, en vilja ekki styðja Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk, þurfa að stofna nýjan flokk. Andstaðan gegn ESB ER andstaða gegn þeim flokkum sem styðja ESB, og það eru VG og Samfylkingin.

Annars veit ég svo sem ekki, af hverju VG liðum ætti að sárna, þessi ríkisstjórn, og þar með VG, er alls engin vinstristjórn. Hún er ekkert nema daður við ESB og vogunarsjóði.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 06:33

21 identicon

Ég átta mig ekki á þessu flokkaklíkuillskuhatri sem Anna Sigríður talar um. Það liggur fyrir að forystumönnum VG og Sjálfstæðisflokks er ekki treystandi fyrir húshorn hvað ESB varðar. Má ekki hafa orð á því?

http://www.visir.is/bjarni-og-illugi-vilja-adildarvidraedur-vid-esb/article/2008740050536

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 08:10

22 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Við skulum alveg sleppa því að tala um rembu eða yfirleitt ESB í tengslum við þennan pistil Páls. Páll boðar afdráttarlaust: "Ef þú ert ekki með mér, þá ertu á móti mér." Í þeirri stöðu er VG núna skv. skoðun Páls og raunar Ásmundur Einar líka. Þetta kalla ég "Messíasarkomplexa".

Páll hefur reyndar lengi gengið á vatni í þessari umræði allri og er þá ekki tekin efnisleg afstaða til ESB.  

Sigurbjörn Sveinsson, 11.12.2012 kl. 09:28

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og fólk er ennþá að reyna að bera á borð að það sé pakki til að kíkja í.  Ótrúlegt alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2012 kl. 10:04

24 identicon

Heimssýn eru samtök mestu afturhaldshópa Íslendinga. Þverpólitísk eða ekki, skiptir engu máli. Margir ignorant og flestir komnir á háan aldur. Þeir yngri einkum hillbillar úr sveitinni eða prestar.

Innbyggjarar eru annars í eðli sínu íhaldssamir. Því veldur fásinnið, einangrunin og léleg menntun um aðrar þjóðir og menningu þeirra. Hinsvegar tíðrætt um Grettir sterka og Gunnar á Hlíðarenda. Hjólbeinóttir kappar, svo lágvaxnir að þeir stukku hæð sína aftur á bak sem áfram.

Stórasta í heimi syndromið er einnig áberandi, gæti verið genetískt disorder. En það var einmitt skýring forseta ræfilsins á afrekum útrásar glæpamannanna. Genetic disorder.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 10:24

25 identicon

Já Haukur, eða Ómar eins og mér finnst rétt að kalla þig, Íslendingar eru illa menntaðir afturhaldsseggir. Fyrir utan smá hóp framsýnna ESB sinna.

Við getum bara látið okkur dreyma um menntun eins og Búlgarir og Rúmenar státa af, sem hefur líka skilað þessu frábæra efnahagslífi, ótrúlegri heilsugæslu og spillingu á heimsmælikvarða.

Auðvitað eigið þið ofurmenntuðu ESB Íslendingarnir miklu miklu meira sameiginlegt með þessum þjóðum. Og auðvitað gjaldþrota þjóðunum, Grikklandi og Spáni.

En þú verður náttúrulega líka að skilja að, ofurmenntaður Búlgarinn, að þessi litla menntun okkar, og heimskan, náttúrulega, aftrar okkur að komast að niðurstöðu sem þér líkar.

ÞEss vegna átt þú enga framtíð meðal vor. Nær væri að þú færir með þessa menntun þína, og létir hana skína í öflugu efnahagslífi Rúmaníu.

Hver veit nema að þú þénir það vel, að þú hafir efni á því að kaupa tvo asna til að draga vagninn þinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 12:07

26 identicon

Alveg furduleg minnimattarkennd Hauks Kristinssonar, Johanns og Omars nu eda Sigurbjørns gagnvart eigin landsmønnum.

Af hverju er svona mikid betra ad vera caffelatte spesialisti med mjolkurfrodu yfir vør en sa sem hefur unnid ærlega vinnu og hugsad sjalfur? Spyr nu eg...

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 12:12

27 identicon

Páll og fleiri hafa talið forsvarsmenn VG hafa fórnað stefnu sinni í evrópumálum til að komast í ríkisstjórn. Stefna flokksins er sett á landsfundi og fyrir síðustu kosningar, 2009, var eftirfarandi stefna VG í þessu málum mörkuð. Hún er svona: "Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi. "

Hér er sagt að aðild eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki hægt nema sækja um aðild fá upp á borðið samning og fara með hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig að, Ásmundur Einar, Atli Gísla o.fl eru að ganga gegn þessari stefnu með að tala gegn umsókna.

Þannig er þetta bara.

Eggert (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 12:14

28 identicon

Þessa stefnu má finna í landsfundarályktun VG frá 2009: http://www.vg.is/media/myndir/landsfundur/Alyktanir_landsfundar_VG_2009_-_lokid.doc

VG fékk kosningu með þessa stefnu - enga aðra.

Eggert (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 12:16

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nákvæmlega. Málið er að heimssyn hefur barasta búið til einhverja eftirástefnu fyrir VG. Enda sýndu skoðanakannanir á sínum tíma að allt uppí 1/2 VG kjósanda vildu bókstaflega aðild að EU. (Annað væri nú skrítið þar sem VG gefur sig út fyrir að vera umhverfisflokkur)

Í framhaldi hefur heimssýn svo skáldð upp eitthvert ,,aðlögunnarferli" sem endi með fullri og formlegri aðild að Sambandinu núna um áramamótin eða uppúr þeim.

það er sem eg segi, að það athyglisverða er og það sem ætti að rannsaka er afhverju slíkt brútal propaganda sem heimssýn stundar hefur svo mikil áhrif. það þarf að rannsaka það vegna þess að þetta er mjög almarming fyrir Ísland og innbyggjara ef hægt er bara kma upp með hvaða hálfvitaprópaganda sem er og hamra á því nokkur misseri - og fá innbyggjara til að trúa algjörleg í blindni án nokkurar sjálfstæðrar skounnar eða rannsóknar. þá þurfa menn ekki að vera hissa á propaganda LÍÚ-Mogga og Sjallaelítunnar undanfarin misseri. Svona própagnda virkar augljóslega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2012 kl. 12:33

30 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef Heimssýn tekur upp stefnu VG í Evrópumálum er óhætt að leggja félagsskapinn niður um leið og VG.

Heimssýn er þverpólitísk samtök sjálfstæðissinna og  í fullum rétti til þess að gagnrýna alla þá sem eru andstæðrar skoðunar - hvort og hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyra.



Kolbrún Hilmars, 11.12.2012 kl. 17:13

31 identicon

Heyr heyr Kolbrún. Vonandi ná VG menn ekki að bola Páli í burtu.

blaðamaður (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 17:36

32 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Hérna eru nokkrir ESB-sinnar sem fara með möntruna „við erum ekkert á leið inn í ESB, bara að kanna hvað er í boði". Og svo á þjóðin að fá að kjósa um samninginn, ertu á móti því að þjóðin fái að kjósa, ha?

Einu sinni var vinsælt tilbrigði við þetta, „að skilgreina okkar samningsmarkmið og láta á þau reyna í aðildarviðræðum". Nú erum við reyndar komin inn í aðildarviðræður en engin „samningsmarkmið" hafa sést. (Ókey, sumir segja að samningsmarkmiðin séu til, en þau séu bara leyndarmál).

Annars er sjálfagt að upplýsa þá sem ekki vita það, hvað kemur út úr „aðildarviðræðum", en það er aðild að Evrópusambandinu. Ekkert meira, en heldur ekkert minna. Og engum kafla fæst lokað fyrr en umsóknarlandið hefur að fullu lagað löggjöf sína, sem undir þann kafla heyrir, að löggjöf ESB. Þeir sem eru ekki vissir um að þeir ætli inn í ESB ættu ekki að vera að hringja á dyrabjöllu þess.

En það verður kosið um þetta mál í vor, í síðasta lagi.

Hólmgeir Guðmundsson, 11.12.2012 kl. 18:06

33 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má líka bæta því við að þeir sem trúa því að þjóðin fái að kjósa um ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu halda líka að kosningin sú verði afgerandi.

Sú er ekki reyndin.  Niðurstaðan verður aðeins "ráðgefandi".  Alfarið háð geðþóttaákvörðun ríkisstjórnar - hverju sinni.

Kolbrún Hilmars, 11.12.2012 kl. 18:22

34 Smámynd: Elle_

Sorglegt að enn skuli finnast fólk sem talar um ´samning´ við hið rangnefnda Evrópu-samband, 42% af álfunni Evrópu.  Í guðanna bænum lesið það sem Hólmgeir og Svavar settu inn að ofan og sem fjöldi manns hefur aftur og aftur skýrt.  Það voru aldrei neinar samningaviðræður í gangi.  Það er ekki neitt að skoða nema Brussellög og Brusselyfirstjórn og sáttmálarnir við sambandsríkin. 

Þar fyrir utan var þjóðin ekki spurð í fyrstunni svo þetta rugl er ólýðræðislegt og ómarktækt og ber að stoppa núna.

Elle_, 11.12.2012 kl. 20:47

35 identicon

Við stæðum ekki í þessu bulli ef þjóðin hefði verið spurð. En, nei, lýðræðinu var troðið niður í kokið á okkur fyrir minnihluta þjóðar og þeim finnst það alveg sjálfsagt. Er nema von að illa fari þega lýðræðið er ekki meira virt en  svo, að minnihlutinn geti troðið þessu áfram í óþökk þjóðarinnar. Atkvæðagreiðslu strax hvort þessu skal haldið áfram og ræðum svo málin. Ef menn eru svo öruggir með sínar skoðanir, þarf þá að óttast þjóðaratkvæaðgreiðslu..???? Ég spyr.!!! Einfaldasta svarið við þessu öllu hlýtur að liggja í þjóðarvilja. Nema af því gefnu að úrslitinn henti ekki þeim sem vilja halda þessu bulli áfram. Þeir sem ekki vilja kosningu hljóta þá að vera andlýðræðissinnaðir. Við hvað eru þeir hræddir..??

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 22:40

36 identicon

"Fáum samning til að fella"!! Annars fannst mér þetta athyglisverð hugmynd hjá þér Páll. Farið hefur fé betra.

GB (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband