Laugardagur, 19. nóvember 2011
Kínversk nýlenda á Grímsstöðum á Fjöllum
Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir að alþjóðlegt álfyrirtæki vilji flytja 2000 Kínverja til Grænlands. Í hádegisfréttum RÚV er fjallað um aukinn þrýsting að kínverskur auðmaður fái að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Fái kínverskur auðmaður að kaupa prósentuhlut af Íslandi þarf hann á mannskap að halda til að reisa og reka þau mannvirki sem fyrirætlanir hans gera ráð fyrir.
Sá mannskapur kemur frá Kína og mun mynda nýlendu þar sem kínverskir siðir verða ríkjandi. Þá er skammt í kínversk lög. Og hverjir eru verndarar kínverskra laga, - jú, einmitt, kínversk stjórnvöld.
Athugasemdir
Mörgum yfirsést það að eftir að þessi kínverski auðmaður verður búinn að eignast Grímsstaði á Fjöllum verður hann ennþá kínverskur auðmaður en ekki þingeyskur bóndi á Þingeyskri fjallajörð.
Árni Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 13:37
Íslendingar í Kína eru mjög ánægðir með tilboð Nubo eftir því sem ég hef fregnað.Seint mundu þeim vera heimilað að kaupa.þótt ekki væri nema smá lóð undir húsn í Kína. En aftur á móti verða þeir að fylgja hefðum,sem skikka þá til að leggja ákveðna upphæð í sjóð fjölskyldu brúðar sinnar,einhverskonar heimanmund.
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2011 kl. 14:20
Íslensk kínverska verslunarráðið skorar nú á ráðherra að veita leyfi fyrir sölunni á jörðinni.
Rök þess eru m.a. "...að fjárfestar hugsi hnattrænt en ekki eins og eyríki."
Fyrir mitt leyti kysi ég frekar fjárfesti með hugsunarhátt eyjaskeggjans. Meiri líkur á að hagsmunir innfæddra yrðu heimsvaldastefnunni yfirsterkari.
Kolbrún Hilmars, 19.11.2011 kl. 14:26
Það er fróðlegt að lesa nýjasta pistil Jóhannesar Björns, "Kína blikkar rauðum ljósum", á vald.org Niðurlagsorð hans eru þessi:
"Samkvæmt Forbes og fleiri heimildum þá er í gangi gífurlegur peningaflótti frá Kína. Nærri 60% einstaklinga sem eiga 10 milljónir júan í reiðufé eru annað hvort að ráðgera að flytja erlendis eða eru að leggja síðustu hönd á að flytja. Könnun gerð af China Merchants Bank og Bain & Co. leiddi í ljós að 27% einstaklinga með yfir 100 milljónir júan hafa þegar flutt og 47% þeirra eru að íhuga að skipta um ríkisfang.
Deild á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins sem fylgist með ólöglegum peningafærslum tilkynnti nýlega um gífurlega aukningu peningaþvættis frá Kína sem byrjaði síðasta vor. Fréttastofur á Vesturlöndum tala um „mjúka lendingu“ í Kína, stöðugan fasteignamarkað og vaxandi lánastarfsemi banka vegna lægri verðbólgu.
En rotturnar sem eru að flýja sökkvandi skip—menn sem raunverulega skilja kínverskt hagkerfi og hafa hrærst í því árum og áratugum saman—eru miklu betri vísbending um hvað raunverulega er að gerast á bak við bambustjaldið."
Viljum við byggja "Nýja" Ísland þannig upp?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:14
Hér valsa enn um íslenskir gosar hrunaliða og hrunavarða. Og enn er ekki búið að koma skikk á þá. Enn sitjum við uppi með sponsereraða þingmenn þeirra.
Hvernig halda menn eiginlega að ástandið verði, ef stór-auðjöfrar og skyldir gaukar byrja að hreiðra hér um sig?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:23
Af hverju eru "rotturnar" sem Jóhannes Björn nefnir svo, byrjaðar að flýja Kína? Svarið er að finna í fyrrgreindum pistli hans, þar sem ma. segir:
"Glundroðinn í Evrópu hefur undanfarið haldið allri athygli fjölmiðla og það hefur verið frekar hljótt um hvert stefnir í Kína. Margt bendir þó til þess að hagkerfið þar um slóðir sé mjög fallvalt og árið 2012 verði ákaflega erfitt. Í mildasta falli eigum við eftir að sjá samdrátt sem tekur hráefnisútflytjendur Ástralíu og Brasilíu með sér í fallinu. Í versta falli mesta fasteignahrun sögunnar og blóðug innanlandsátök sem líklega leiða til falls kommúnistaflokksins.
Kínverska efnahagsundrið hefur aldrei verið jafn stórkostlegt og margir vilja láta í veðri vaka. Vestrænir talsmenn óheftrar hnattvæðingar hafa skiljanlega hampað kínverska „undrinu“—þessir riddarar einkaframtaksins sem vilja einkavæða allt heima fyrir lofsyngja miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins stanslaust og telja hana óskeikula—en hagvöxtur síðustu áratuga var í sjálfu sér frekar einfaldur í framkvæmd. Hundruð milljónum fátækra einstaklinga var smalað inn í verksmiðjur sem voru starfræktar eins og risastórt færiband fyrir ríkari markaði, náttúrunni var nauðgað í nafni „framfara“ og erlend fjárfesting ásamt tækniþekkingu streymdi í þennan arðbæra farveg. Ótrúleg harka og heragi keyrðu svo allt kerfið áfram.
Mjög miðstýrt hagkerfi stenst aldrei til lengdar og allra síst þar sem millistéttin fer vaxandi. Gömlu Sovétríkin voru skólabókadæmi um þetta.
Það er talið að á þessu augnabliki búi enginn í yfir 60 milljónum íbúða í Kína.
.../ /... meðaltekjur í Kína eru um $4000 á ári (nánast fyndið í ljósi þess að Ítalir, sem eru með um $40.000 í meðaltekjur, grátbáðu Kína um að redda sér) og meðalverð nýrra íbúða er yfir 30 sinnum hærra (er um 4X á eðlilegum markaði). Þetta er svipað og ef 5000 nýjar íbúðir risu í Reykjavík á þessu ári og þær kostuðu 300 milljónir stykkið, en það væri hið besta mál vegna fjölda þeirra sem leigja eða yfirleitt vantar húsnæði!
...//...Fasteignir eru byrjaðar að lækka, hlutabréfamarkaðurinn hefur verið á niðurleið í nokkurn tíma og yfirvöld í Kína hafa þurft að draga úr almennri lánastarfsemi vegna vaxandi verðbólgu. Samkvæmt skýrslu China Economic Net frá 15. september hefur atburðarásin orðið til þess að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli neyðst til þess að taka óhagstæðari lán fyrir utan bankakerfið.
Skuggabankarnir lána um 18% allra bankalána eða um $1280 milljarða, samkvæmt skýrslu Shihua Financial 13. september. Vextir eru mjög misjafnir, t.d. um 24% í Wenzhou og blaðamanni The Epoch Times var tjáð að mánaðarlegir vextir í Guangdong væru 4–6%.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:55
Vídeo frá Peking þegar Jóhanna Sigurðardóttir hitti Huang Nubo í fyrsta skipti og ræddu kaupin á Íslandi. http://www.xtranormal.com/watch/12612784/playgoz-movie
Birgir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.