Icesave-rannsókn er rök fyrir nei 9.apríl

Íslensk stjórnvöld vilja létta undir með óreiðumönnum Landsbankans og láta skattborgara ábyrgjast greiðslur til Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga bankans. Bresk lögreglurannsókn á óreiðumönnunum og hvernig þeir fóru með illa fengið fé eru viðbótarrök fyrir því að Íslendingar segi nei við ríkisábyrgðinni þegar Icesave-lögin koma til þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er úti að aka í afstöðu sinni til ríkisábyrgðar á óreiðumönnum. Ríkisstjórnin lét Breta og Hollendinga beygja sig til að ábyrgjast einhliða útgreiðslu þessara ríkja til innistæðueigenda Icesave-reikninganna. Ríkisstjórnirnar í London og Haag stóðu frammi fyrir því að bankakerfi þeirra var komið að hruni í nóvember 2008 og endurgreiðslan var örvænting, sem er skiljanleg en getur aldrei verið á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda.

Rétti tíminn til að ræða við Breta og Hollendinga um endanlegt uppgjör á Icesave-málinu er þegar kurlin eru öll komin til grafar - gjaldþrotaskiptum Landsbanka lokið og niðurstöður sakamála liggja fyrir.

Með því að segja nei 9. apríl er engum dyrum lokað. Já þýddi aftur á móti að skuldasnaran væri komin um háls okkar.  Gerum ekki þau mistök.


mbl.is SFO rannsakar Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

IceSave er sakamál eins og bankahrunið í heild sinni og staðfest hefur verið í skýrslu RNA sem Alþingi vill reyndar gera sem minnst úr. Hvernig er hægt að gera heila þjóð ábyrga fyrir gerðum örfárra sem hreinsuðu innan úr bönkunum í skjóli bankaleyndar sem enn hefur ekki verið hróflað við?

Það voru reglulega birtar fréttir af því í FBL, MBL og DV að kjölfestufjáreigendurnir væru vellauðugir og trónuðu hátt á lista Forbes. Fólki var talið trú um það að þessir menn væru með fullar hendur fjár og athugasemdir voru flokkaðar sem rógur hælbíta. Fólk flutti jafnvel bankaviðskipti sín sérstaklega til Landsbankans úr Glitni og Kaupþingi vegna sérblaða MBL um fjárhagslegan styrk feðganna og vilja til að axla ábyrgð á fjárfestingum sínum. Hvar eru þessir peningar og ábyrgðartilfinning nú þegar svikamyllan hefur verið afhjúpuð? Ég man ekki eftir að Björgúlfarnir hafi heimtað afsökunarbeiðni frá DV eða hótað að fara í mál af því að þeir væru sagðir efnaðri en raun bar vitni.

Ef ég á gerast Félagsmálastofnun fyrir fórnarlömb sjálftöku Björgúlfa og Jóns lánsama Ásgeirs þá verður það að gerast með dómi og nauðasamningum en ekki með "frjálsum" samningum stjórnvalda sem fá falleinkunn í fjármálalæsi.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 17:44

2 identicon

Icesave 3 samningurinn er frábrugðin glæsisamningum 1 og 2 að að nánast því eina leiti fyrir utan vaxtaprósentuna, að íslensk stjórnvöld hafa fengið fellt út þann lið sem sagði að Bretar og Hollendingar myndu taka þátt í að hafa uppi á horfnum Icesave peningunum sem og að elta uppi glæpalýðinn sem grunaður um lögbrot varðandi hrunið til að koma viðkomandi í hendur íslenskra yfirvalda.

Og hverju skyldi nú sæta að fjármagnendur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafi verið svo "stálheppnir" að stjórnvöld og samninganefndin hafi ekki séð ástæðu að halda þessum þýðingarmikla ákvæði inni í Icesave 3 samningnum...?????

Gæti það verið að forsætisráðherra með ráðherrum Samfylkingarinnar eru allir meira og minna á fjárframlögum (mútum eins og Mörður kallar slíkt) þessara auðróna, sem og þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem greiða atkvæði með greiðslum á ólögvörðum Icesave ofbeldisreikningnum...???

Þeir hafa þegið tugmilljóna "fjárframlög" frá Björgólfsfeðgum og þá þegið fjármuni úr Icesave sjóðnum, sem og að hafa notið "gjafmildi" Jóns Ásgeirs og Baugshyskisins, sem og fjölda annarra bankstera og hrunábyrga.

Er einhver þingmaður eða ráðherra hrunflokkanna sem sögðu JÁ í atkvæðagreiðslunni um að greiða Icesave, EKKI á "fjárframlögum" auðrónanna og þeirra sem bera alla ábyrgð á Icesave...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 18:26

3 identicon

Voru stærstu eigendurnir líka stærstu lántakendur, hvernig fæ ég vinnu hjá slitastjórn með 6 milljónir á mánuði fyrir að kommast að svona nýjungu

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 22:28

4 identicon

Hvergi í siðmenntuðu landi léti þjóð ríkisstjórnina ljúga svona að sér nema á Íslandi. Meira að segja í siðlausa Bretlandi vita menn að þetta voru glæpir.

Það er kristaltært að það er sakamál (sennilega stærstu svik Íslandssögunnar) sem áttu sér stað í bönkunum fyrir hrun. Og menn koma hér og fullyrða blákalt, eftir áróður stjórnarinnar, að Banksterarnir sem frömdu glæpina hafi ekkert með ábyrgð á þeim og afleiðingar þeirra að gera.

Svo heldur ríkisstjórnin áfram að wheela og deela við Bjöggana og fyrirtæki þeirra sem ekkert hafi í skorist.

Er þjóðin orðin KLIKKUÐ? Eða er þetta stærsta tilfelli Stokkhólmssyndrum ever?

Er fólk búið að gleyma því að sama fólkið Jóhanna, Össur, Möllerinn, Björgvin G. sátu öll í hrunastjórninni sem gerði ekkert til að hindra Icesafe.

Þvert á móti, fyrstu verk Björgvins G. sem viðskiftaráðherra var að setja fram lög á Alþingi til hjálpar þjófnaðinum.

Hvenær ætlar þessi rola sem þjóð mín er, að rísa undan 4flokka mafíunni og hreinsa glæpapakkið út, á Alþingi OKKAR?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband