Handrukkun ESB í stíl nýlenduríkja

Evrópusambandinu er nokk sama um lög og reglur þegar pólitísk niðurstaða er fengin. Með hjálp Breta og Hollendinga komst Brussel að þeirri pólitísku niðurstöðu að Íslendingar ættu að greiða óreiðuskuldir einkabanka vegna Icesave-reikninga.

Ofbeldi stórvelda Evrópu gagnvart minni ríkjum er þekkt söguleg staðreynd. Ofbeldið verður litlu skárra þegar það er grímuklætt í ESB-búning.

Aðildarsinnar á Íslandi vilja auðvitað kyssa vöndinn og borga fjárkúgaranum umyrðalaust.


mbl.is Ólíkar forsendur fyrir greiðsluskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég trúi að þeir vilji að við tökum á okkur ábyrgð á þessu  þannig að þeir geti fellt hana niður í samningaviðræðunum um aðild að ESB því þeir hafi ekkert að bjóða okkur annað en það sem við höfum  og Steingrímur viti þetta þess vegna var hann ólmur að skrifa undir með baksamning sem ekki mátti sjást fyrr en að samningum loknum þá væri það hann sem væri góði gæinn og hefði náð þessu fram 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.8.2010 kl. 14:43

2 identicon

Sennilega rétt hjá Jóni, það er varla nokkur annar möguleiki sennilegri. Vg lítur stöðugt verr út í þessu stjórnarsamstarfi, svo virðist sem öll stefnumál og öll prinsipp hafi mátt selja fyrir það eitt að ná saman "hreinni vinstri stjórn".

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband