Tucker og Pútín, gamla vinstriđ og nýja

Sjónvarpsmađurinn Tucker Carlson stađfestir ađ hann fái viđtal viđ Pútín Rússlandsforseta. Ţađ yrđi fyrsta viđtal vestrćns fjölmiđlamanns viđ Pútín frá upphafi Úkraínustríđsins fyrir tveim árum. 

Vinstrimenn frođufella vegna viđtalsins, segir í bandarískum spjallţćtti. Vestrćna vinstriđ vill slaufa Pútín, í mesta lagi sýna hann sem óalandi og óferjandi. Alls ekki virđa hann til viđtals. Fyrir sjö árum átti leikstjórinn Oliver Stone viđtal viđ Pútín og ţađ ţótti ekki vel gott. Núna er forseti Rússlands ótćkur í betri stofur vinstrimanna. Raunsćir hćgrimenn eru aftur ekki frábitnir ađ heyra sjónarmiđ Kremlarbónda.

Vinstrimenn á vesturlöndum urđu ekki and-rússneskir fyrr en um miđjan síđasta áratug. Á dögum kalda stríđsins var ekki um ađ rćđa almenna andúđ vinstrimanna á Sovétríkjunum. Kratavinstriđ galt varhug en kommar sýndu meiri skilning, og lengi vel ađdáun. Eftir fall járntjaldsins breyttist ţađ ekki. Hćgfara vinstrimenn höfđu samúđ međ erfiđu umbreytingaskeiđi Rússlands og gömlu kommarnir bćttu jafnvel í elsku sína á öllu rússnesku.

En um miđjan síđasta áratug verđur gjörbreyting á afstöđu vinstrimanna. Ekki er hćgt ađ kenna um valdatöku Pútín. Hann varđ forsćtisráđherra 1999 og skömmu seinna forseti. Í 15 ár létu vestrćnir vinstrimenn sér vel líka Pútín.

Tvennar kosningar á vesturlöndum um miđbik síđasta áratugar framkölluđu gjörbreytta afstöđu vinstrimanna. Sumariđ 2016 kusu Bretar úrsögn úr Evrópusambandinu, Brexit. Haustiđ sama ár fćr Trump kjör sem forseti Bandaríkjanna. Í báđum tilvikum sveiđ vinstrimönnum sárt enda breyttist draumsýn í martröđ á sex mánuđum. Alţjóđahyggjan, sem Sovétríkin stóđu fyrir, hafđi fengiđ heimilisfestu í Brussel. Brexit og Trump eyđilögđu hugsjónina um vinstrikapítlískt alţjóđasamfélag.

Eftir kalda stríđiđ varđ til óformlegt bandalag vinstrimanna og kapítalista, einkum nýríkra úr tölvu- og upplýsingatćknigeiranum. Helmingaskiptin gengu út á ađ vinstrimenn fengu menninguna en hćgrimenn viđskiptin. Vinstrimenning er mjög hinsegin, eins og alţjóđ ţekkir; mörg kyn og frjálst valhopp úr einu í annađ mannréttindi. Karl fyrir hádegi, kella síđdegis og sjötta kyniđ á morgun. Hćgrimenn fengu í stađinn frjáls viđskipti. TTIP-fríverslunarsamningurinn milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins átti ađ verđa gimsteinninn í krúnunni. Allt fór ţađ í hundana međ kjöri Trump, sem í ofanálag vill ekki transa börn. Helgispjöll ađ mati vinstrimanna.  

Einhverjum varđ ađ kenna um brostnar vonir og töpuđ helmingaskipti. Vinstri- og frjálslyndum hćgrimönnum var lífsins ómögulegt ađ skilja ađ almenningi fannst lítiđ til koma vinstrikapítalíska alţjóđaríkisins. Pútín var kennt um kosningaúrslitin beggja vegna Atlantsála. Allt kjörtímabil Trump 2017-2021 stóđ yfir linnulaus áróđur um ađ hann vćri strengjabrúđa Pútín. Varla voru kosningar haldnar í Vestur-Evrópu án ţess ađ sá rússneski kćmi nćrri, sögđu léttgeggjađir vinstrimenn og fjölmiđlar ţeirra.

Einhverjir myndu vilja bćta Úkraínudeilunni viđ sem ásteytingarsteini, ekki síst frá Krímtökunni 2014. En ţađ er langsótt. Úkraína var hvorki hjartfólgin vinstri- né hćgrimönnum fyrr en landiđ ţótti ţénugt til ađ berja á Pútín og Rússum.

Ferđalag vinstrimanna frá vinsemd í garđ Rússa yfir í stćkt hatur hefur minnst međ Pútín og Rússland ađ gera. Vinstrimenn einfaldlega gengu af göflunum. Ţeir sukku ofan í kynrćn kjánapriksfrćđi annars vegar og hins vegar fíflagang um loftslagsvá. Völdu sér ţar sem fyrirmynd aríska stúlku međ fléttur, rétt eins og fylgismenn Dolla á ţriđja áratug síđustu aldar. Siđblinda, sjálfselska og machiavellismi í einum hrćrigraut. Eins og Karl gamli Marx sagđi, sagan endurtekur sig, fyrst í búningi harmleiks síđan fáránleika.

Viđtal Tucker viđ Pútín verđur fróđlegt. 

 


Bloggfćrslur 7. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband