Rangar sakargiftir fjölmiđla

Ein ástćđa fyrir drćtti á sakamálarannsóknum eru rangar sakargiftir fjölmiđla. Tvö stór sakamál, Seđlabankamáliđ og Namibíumáliđ, eru búin til á fréttastofu RÚV. Í fyrra tilvikinu var gjaldeyriseftirliti Seđlabankans att á forađiđ en embćtti hérađssaksóknara í ţví seinna.

Í báđum tilfellum keyrđi RÚV af stađ herferđ međ tilstyrk frá öđrum fjölmiđlum, Heimildinni og forverum, og ţingmönnum vinstriflokkanna ađ gera ásakanir trúverđugar. Meginstofnanir í samfélaginu, Seđlabankinn og embćtti hérađssaksóknara, létu undan ţrýstingi ađ hefja sakamálarannsókn á grunni falskra ásakana, rangra sakargifta.

Ţađ liggur fyrir játning Helga Seljan fréttamanns RÚV ađ hann falsađi gögnin sem voru tilefni til ásakana um gjaldeyrismisferli Samherja. Í Namibíumálinu er ógćfumađur gerđur ađ heiđarlegum uppljóstrara af RÚV.

Ef Jóhannes Stefánsson vćri grandvar mađur sem hefđi orđiđ vitni ađ rangindum, mútugjöfum, hefđi hann fariđ rakleiđis til yfirvalda, lögreglu og ákćruvalds, međ sinn vitnisburđ og gögn. En hann fór til Kristins Hrafnssonar á Wikileaks og Helga Seljan á RÚV. Jóhannes hafđi aldrei áhuga á réttlćti heldur viđskiptum. Kristinn Hrafnsson á ađgang ađ digrum sjóđum Wikileaks.

Úr varđ fjölmiđlaherferđ međ engri efnislegri innistćđu, annarri en grćđgi og siđleysi uppljóstrara og blađamanna. Hérađssaksóknari fylgi í humátt á eftir enda fékk hann 200 milljónir króna í sérstaka fjárveitingu frá alţingi til ađ elta uppspuna drykkjumanns og tveggja akívista. Til ađ kóróna fáránleikann eru tveir brćđur í aukahlutverkum, annar blađamađur Heimildarinnar en hinn saksóknari hjá embćtti hérađssaksóknara. Einn skáldar fréttir annar sakir. Sjoppuliđiđ er eins fjarri réttarríkinu og Huddersfield úrvalsdeildinni. 

Hvers vegna eru rangar sakargiftir RÚV í Seđlabankamálinu og Namibíumálinu ekki rannsakađar? Enginn ber fram ţá kröfu í fjölmiđlum, ekki heldur í pólitískri umrćđu og sakamálayfirvöld halda ađ sér höndum.

Rangar sakargiftir fjölmiđla eru stóralvarlegt mál. Siđlausir fjölmiđlamenn vađa inn í hús og heimili međ fölsk gögn og hugaróra sem átyllu. Fyrst hirđa ţeir ćru og mannorđ af saklausu fólki í beinni útsendingu; síđan er opinberum ađilum sigađ á mann og annan. Engir eftirmálar af hálfu hins opinbera sem á ađ vernda borgarana fyrir óréttlćti. Meira ađ segja sumum í stjórn RÚV er ofbođiđ og láta bóka í fundargerđ:

mikilvćgi ţess ađ fréttastofa starfi í samrćmi viđ lög og virđi friđhelgi borgaranna í hvívetna.

Eftirlitslausir fjölmiđlar án ađhalds fćrast allir í aukana, valdeflast í ósvífnum vinnubrögđum og telja sig hafna yfir lög og rétt. Seđlabankamáliđ hófst 2012 og Namibíumáliđ 2019. RÚV komst upp međ gagnafölsun og siđleysi og vatt sér ţegar í nćsta verkefni, byrlunar- og símastuldsmáliđ er hófst voriđ 2021.

Er enginn ábyrgur fullorđinn á vaktinni?  

 


mbl.is Tímamörk á sakamálarannsóknum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 16. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband