Vinstriflokkarnir: útlend hraðbraut inn í landhelgina

Vinstriflokkarnir og Viðreisn vilja setja fiskveiðiauðlindina í alþjóðlegt uppboð. Færeyingar gerðu tilraun með slíkt uppboð og niðurstaðan liggur fyrir. Alþjóðlegt uppboð á fiskveiðiheimildum þýðir hraðbraut útlendinga inn í fiskveiðilandhelgina.

Vinstriflokkarnir reyndu síðasta kjörtímabil, í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig., að færa landhelgina undir yfirráð Evrópusambandsins. Nú skal selja landhelgina til hæstbjóðenda.

Næstu þingkosningar snúast um efnahagslegt fullveldi Íslands. Þar verða skýrir valkostir.


mbl.is Vonir landsstjórnar brugðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stalín og Trotsky, Erdogan og Gülen

Stalín og Trotsky voru vopnabræður í árdaga Sovétríkjanna en sinnaðist og Trotsky flúði land. Erdogan og Gülen voru samherjar um endurmúslímavæðingu Tyrklands en urðu óvinir eftir því sem völd Erdogan styrktust.

Stalín fékk Trotsky á heilann eftir að sá síðarnefndi varð útlægur. Sagnfræðingurinn Dmitri Volkogonov segir frá bókum Trotsky sem Stalín las og skrifaði athugasemdir á spássíur. Stalín var haldinn ofsóknaræði gagnvart Trotsky og linnti ekki látunum fyrr en útsendari hans plantaði ísexi í höfuð Trotsky.

Erdogan er með Gülen á perunni og mun ekki hætta fyrr en hann stendur yfir höfuðsverði Gülen. Rétt eins og Stalín lætur Erdogan ekki hlutlæga málsmeðferð ráða ferðinni. Erdogan er fyrirfram búinn að ákveða sekt Gülen.

Altæk hugmyndafræði, kommúnismi annarsvegar og hinsvegar múslímatrú, er rauði þráðurinn í samskiptum valdaparanna Stalín-Trotsky og Erdogan-Gülen. Pörin eru steypt í sama mót og eru sömu sannfæringar. Sálrýnirinn Sigmund Freud nefndi það ,,sjálfsdýrkun minniháttar mismunar" þegar náskyldir aðilar búa sér til ágreiningsefni sem þjóna árásargirni í einn stað en í annan stað kröfum valdsins um samheldni. Erdogan þéttir raðir Tyrkja að baki sér með því að gera Gülen að djöfullegum andstæðingi. Stalín notaði sömu aðferð.

Kommúnisminn rann sitt skeið enda stenst altæk hugmyndafræði ekki gagnrýna skoðun. Miðaldaútgáfa af múslímatrú ræður enn ferðinni meðal þorra þeirra 1500 milljóna sem játa spámanninum fylgisspekt. Spurningin er hve dauðatollurinn verður hár áður en múslímatrú aðlagast hörðum staðreyndum veruleikans.


mbl.is Krefst framsals Gülens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband