Trúfrelsi undir vernd Assad

Uppreisnarhópar, margir fjármagnađir af Bandaríkjunum, héldu Aleppo í fimm ár. En ekki fyrr en stjórnarher Assad Sýrlandsforseta nćr völdum geta kristnir íbúar borgarinnar um frjálst höfuđ strokiđ. Samkvćmt vestrćnum fjölmiđlum er Assad fjöldamorđingi og harđstjóri.

Líkt og Saddam Hussein í Írak er Assad ríkisleiđtogi í landi án lýđrćđishefđa. Ekkert ríki í menningarheimi múslíma í miđausturlöndum býr viđ lýđrćđi og mannréttindi á vestrćna vísu. Besti vinur Bandaríkjanna í ţessum heimshluta, ađ Ísrael frátöldu, er Sádí-Arabía sem er fjölskyldufyrirtćki Sádí-ćttarinnar og rekiđ samkvćmt sharía-lögum. Konur eru annars flokks borgarar og refsingar í stíl viđ miđaldir međ opinberum hýđingum og aftökum.

Bandaríkin sáu sér leik á borđi, sem eina risaveldiđ, og gerđu innrás í Írak 2003 til ađ umbylta ríkinu í vestrćnt lýđrćđisríki hliđhollt stjórnvöldum í Washington. Ááćtlunin fór út um ţúfur, eftir mannfall og margvíslegar hörmungar yfirgáfu Bandaríkin Írak međ skottiđ á milli lappanna. Eftir stóđ ónýtt ríki ţar sem áđur ríkti stöđugleiki.

Í Sýrlandi stóđ til ađ skipta um ríkisstjórn án innrásar. Eftir ađ uppreisn braust út 2011 hvatti Obama Bandaríkjaforseti Assad til ađ segja af sér. Uppreisnarmenn fengu fjármagn og vopn frá Bandaríkjunum og lögđu undir sig stór landssvćđi. Fljótlega kom á daginn ađ hófsamir uppreisnarmenn voru í minnihluta en harđlínumenn úr röđum súnní-múslíma réđu ferđinni. Engu ađ síđur bitu Bandaríkin ţađ í sig ađ Assad yrđi ađ víkja.

Rússar skárust í leikinn fyrir rúmlega ári og liđsmenn Assad sneru vörn í sókn. Richard N. Haass rekur mistök Bandaríkjanna til ţess ađ senda ekki herliđ til Sýrlands. En Bandaríkin reyndu ţá herfrćđi í Írak og hún mistókst.

Um 500 ţúsund manns eru ţegar drepnir í Sýrlandsstríđinu og tíu milljónir eru á flótta. Ekki sér fyrir endann á átökum. En vonandi sér fyrir endann á misheppnađri íhlutun Bandaríkjanna í ţessum heimshluta.


mbl.is Fyrsta jólamessan í Aleppo í 5 ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 24. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband