Björt framtíð styður ríkisstjórnina

Forystumenn Bjartrar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson formaður og Róbert Marshall þingflokksformaður, viðurkenna að eiga ekkert erindi í stjórnmál með því að segja af sér forystuhlutverkum sínum.

Engu að síður ætla báðir að sitja áfram sem þingmenn og fá öruggar launagreiðslur þótt þeir séu misheppnaðir pólitíkusar að eigin mati. Á almennum vinnumarkaði tíðkast ekki að menn viðurkenna að þeir séu ónýtir starfskraftar en haldi engu að síður áfram störfum.

Þingmenn Bjartar framtíðar, einkum þó Róbert og Guðmundur, munu vitanlega verja ríkisstjórnina falli enda eru launagreiðslurnar fyrir bí verði kosningar. Birgitta Jónsdóttir pírati lék þann leik listavel síðasta kjörtímabil. Hún var erlendis löngum að safna ferðapunktum og sá til þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. sat út kjörtímabilið.

Birgitta var að vísu í betri samningsstöðu. Jóhönnustjórnin bjó ekki að starfhæfum meirihluta. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er með traustan meirihluta. Guðmundur og Róbert kunna að selja sig. Þeir sátu um kjósendur í stórmörkuðum þegar þeir stofnuðu flokkinn; næsta þingvetur sitja þeir fyrir utan þingflokksherbergi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í von um brauðmola.

 


mbl.is Nauðsynleg hreinsun átti sér stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er ekki vinnubúðir; fólk er ekki hráefni

Fólk er ekki hráefni fyrir fyrirtæki að stunda rekstur. Þeir stjórnmálamenn sem líta svo á að efnahagskerfið sem upphaf og endir tilverunnar ættu að íhuga sinn gang.

Við erum með efnahags- og atvinnulíf til að þjóna almenningi. Ekki á hinn veginn að almenningur sé fóður fyrirtækja.

Af því leiðir þurfum við ekki að flytja inn einn einasta einstakling til starfa í lýðveldinu. Ef það er ofgnótt af störfum þá einfaldlega fækkum við þeim - og byrjum á því að fækka láglaunastörfum.

Heimaaldir stjórnmálamenn, sem ekki vilja læra af mistökum nágrannaþjóða okkar, sem fluttu inn vinnuafl í láglaunastörf, og bjuggu þar með til félagslega eymd og þjóðfélagslega ólgu tala ekki í þágu almannahagsmuna.


mbl.is Ísland vantar vinnandi hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandssvindlið og Zimbabwehagkerfið

Íslenska hrunið var afleiðing af hægripólitík sem komst í ógöngur græðginnar. Íslendingar tóku á hruninu með sínum hætti; gjaldþroti banka, stórfelldum inngripum ríkisins í atvinnulíf, gjaldeyrishöftum og saksókn gegn bankamönnum.

Íslenska hrunið var öðrum þræði alþjóðlegt. Viðbrögð erlendra seðlabanka við kreppunni sem gerði alvarlega við sig 2007/2008 voru að prenta peninga. Hugsunin var að peningaflæðið yrði til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang, búa til störf. Eins og oft með fallegar hugsanir hafa þær leiðinlegar afleiðingar. Peningaprentunin jók efnahagslegt misrétti með því að þeir ríki  urðu ríkari og þeir fátækari fátækari, í það minnsta hlutfallslega.

En peningaprentunin gerði þó sitt gagn, hagvöxtur tók kipp í Bandaríkjunum, sem voru fyrst úti með stórfellt flæði peninga á núllvöxtur og hamlaði því að kreppan í Evrópu myndi dýpka.

Vinstripólitík er um það bil að taka peningaprentun upp á sína arma, en þó með þeirri breytingu að vinstriútgáfan á ekki að stuðla að auknu misrétti. Peningaprentun vinstrimanna skal var í þágu fólksins, ,,peoples QE" heitir það á máli heitasta vinstrimannsins, Jeremy Cobryn sem líkur standa til að verði næsti formaður Verkamannaflokksins.

Peningaflæði fólksins á að fara í stórfelldar framkvæmdir á vegum hins opinbera í stað þess að flæða í banka og fjármálastofnanir sem gera þá ríku ríkari.

Íslendingar vita af reynslu hvernig peningaprentun virkar, hún leiðir til verðbólgu. Vegna þeirrar reynslu gættum við okkur í viðbrögðum við hruninu að blása ekki lífi í verðbólgudrauginn.

Verði peningaprentun í þágu almennings viðurkennd kennisetning meðal vinstrimanna er stefnan tekin á Zimbabwehagkerfið, segir Jeremy Warner í Telegraph.


mbl.is Eitt stórt pýramídasvindl á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband