Fasismi Jóns Orms og fáfræðin sem fylgir

Viðskiptaþvinganir Nató-ríkjanna gagnvart Rússlandi miða að því að veikja rússnesk stjórnvöld. Ráðandi öfl í Nató, Bandaríkin og stóru ESB-löndin, telja sig vita hvað Rússum sé fyrir bestu og ætla sér að eiga þar hlut að máli.

Í Úkraínu eru stjórnvöld Nató að skapi. Þau skipa líka vestræna ráðgjafa, til dæmis herskáan bandarískan þingmann og fyrrum forsetaframbjóðanda, John MacCain. Til að verða embættismenn í Úkraínu þurfa menn ekki að vera úkraínskir, það nægir að vera stuðningsmaður Nató. Þannig er Mikheil Saakashvili, fyrrum forseti Georgíu, orðinn æðsti embættismaður úkraínsku stjórnarinnar í Odessa, sem er mikilvæg hafnarborg við Svartahaf.

Til að réttlæta afskipti vestrænna ríkja af innanríkismálum fullvalda þjóða er búinn til áróður um að Pútín forseti og ráðamenn í Moskvu séu almennt vont fólk. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur kallar Pútín og félaga ,,hálffasíska" í viðtali á Eyjunni.

Jón Ormur étur upp orðræðu sem er samin gagngert til að réttlæta yfirgang Nató-ríkja í Austur-Evrópu. Orðræðan gengur út á að Nató sé heimil íhlutun í stjórnmál ríkja í álfunni í krafti sigursins í kalda stríðinu.

Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í stjórnmálafræði vita að það endar yfirleitt með ósköpum þegar eitt ríki ætlar sér að ákveða stjórnskipun annars ríkis. Nýjustu dæmin standa í ljósum logum í Mið-Austurlöndum.  

Tilraun Nató-ríkjanna að skipuleggja eftir sínu höfði hvernig Rússar haga sínum málum verður dýrkeypt í töpuðum mannlífum. Við Íslendingar eigum að halda okkur fjarri þeim skollaleik og gjalda varhug við þeim sem hvetja til blóðbaðs.


mbl.is Hagsmunir fara ekki alltaf saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagskrárvaldið og hráa umræðan

Skoðanamyndun í samfélaginu fór að stærstum hluta fram í gegnum launað fjölmiðlafólk, sem ýmist var á framfæri ríkisins (RÚV), stjórnmálaflokka (flokksblöðin), fyrirtækja (Árvakur og Morgunblaðið) og loks auðmanna (Jón Ásgeir og 365 miðlar).

Fjölmiðlafólkið vann fréttir og ákvað hvaða aðsenda efni skyldi birt. Netið kippti fótunum undan dagskrárvaldi fjölmiðlafólks.

Dagskrárvaldið tvístraðist til samfélagsmiðla. Við það varð umræðan hrárri og persónulegri. En hún varð líka lýðræðislegri.


mbl.is Óvægin orðræða á samfélagsmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptastríð við Rússland er fáranlegt

Viðskiptasaga okkar og Rússa er í skemmstu máli sú að þegar Nató-ríkið Bretland setti á okkur viðskiptabann um miðja síðustu öld, vegna deilna um útfærslu landhelginnar, þá gerðu Rússar við okkur viðskiptasamninga sem í meginatriðum halda enn.

Við urðum Nató-þjóð til að verja Norður-Atlantshafið og Vestur-Evrópu fyrir hættunni af kommúnískri árás. Í dag er hvergi í Evrópu hætta á að kommúnistar sitji yfir hlut annarra. Varsjárbandalagið, sem var hernaðarbandalag kommúnistaríkja, féll í sundur með járntjaldinu. Kommúnismi er dautt pólitíkst afl.

Aftur á móti er Nató starfandi hernaðarbandalag og sem slíkt verkfæri Bandaríkjanna og ESB að auka og efla áhrifasvæði þessara stórvelda - á kostnað Rússa. Um það snýst Úkraínudeilan í hnotskurn.

Það er algerlega fáránleg staða Ísland sé í viðskiptastríði við Rússland vegna útþenslu Nató-ríkja í Austur-Evrópu. Íslensk stjórnvöld eiga að breyta þessari stöðu mála. Einfaldlega vegna þess að við eigum ekkert sökótt við Rússa.


mbl.is Bjarni: Efasemdir um þvinganirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband