Árni Páll: ESB-umsókn er töfralausn

„Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir," sagði Árni Páll Árnason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og núna formaður, í samtali við Viðskiptablaðið í október 2008.

Ætli Árni Páll sé enn sama sinnis?


Ekki þverfótað fyrir erlendri fjárfestingu

Erlent fjármagn leitar í íslenskt atvinnulíf sem aldrei fyrr; ferðaþjónusta, tæknigeirinn og byggingarmarkaður trekkja fjármagn frá útlöndum. Erlendar fjárfestingar eru stuðningsyfirlýsing við efnahagsstefnu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs, þar sem stöðugleiki er i fyrirrúmi.

Krónuhagkerfið íslenska sýnir fram á hagvöxt á pari við það sem best gerist á alþjóðavísu og margfalt betri en evru-hagkerfið.

Lág verðbólga og lítið atvinnuleysi eru jafnframt hagtölur sem Ísland státar af umfram flest önnur lönd.


mbl.is Svíar eignast meirihlutann í Advania
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband