Pólitískur stöðugleiki útilokaður með stjórnarskrá í uppnámi

Stjórnarskráin er grundvallarlög landsins og hornsteinn stjórnskipunar. Með stjórnarskrána í uppnám er ekki hægt að skapa hér forsendur fyrir pólitískum stöðugleika.

Vinstrimenn náðu völdum á Íslandi vorið 2009 í beinu framhaldi af hruni. Þeir ætluðu sér að stokka upp lýðveldið, án þess þó að það lægi fyrir hvernig, nema að fullveldinu átti að koma fyrir í Brussel. Á síðustu metrum Jóhönnustjórnarinnar tókst að koma í veg fyrir atlögu vinstrimanna að stjórnarskránni.

Þjóðin hafnaði leiðsögn vinstrimanna í kosningunum 2013. Hægriflokkarnir í ríkisstjórn ættu að leggja til hliðar allar pælingar um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskrárbreytingar kynda undir pólitískan óstöðugleika þar sem vinstriflokkarnir eru á heimavelli.


Vinstrafrjálslynt valdaskak og kósí-pólitík Bf

Einu sinni var vinstripólitík hugsjón um réttlátt samfélag. Fyrir hundrað árum deildu vinstrimenn um það hvort bylting væri nauðsynleg til að ná markmiðinu um jafnaðarsamfélagið eða hvort hægt væri vinna því framgang innan marka þingræðisins.

Þegar leið á síðustu öld kulnaði í hugsjónum vinstrimanna. Blairismi var vinstriútgáfa af frjálshyggju, sem t.a.m. samfylkingarráðherrar í hrunstjórninni, Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason og Björgvin Sigurðsson, höfðu í hávegum.

Í utanríkispólitík voru vinstrimenn til skamms tíma með móralskan kompás sem fylgdi almannahag meðal þjakaðra þjóða. Eftir að vinstrimenn urðu upp til hópa ESB-sinnar framseldu þeir siðvitið til Brussel og urðu valdaskakarar, eins og Þórarinn Hjartarson skrifar um

Vinstrafrjálslynt valdaskak selur ekki í pólitík. Framgangur kósí-stjórnmála Bjartar framtíðar sýnir það svart á hvítu.


Fasteignabóla, leiðrétting og hrun

Innistæðulaus hækkun fasteigna er kölluð fasteignabóla. Þegar fasteignabólan springur hrynur verðið með tilheyrandi tapi. Bretar eru verulega áhyggjufullir að fasteignabólan þar haldi áfram að blása út. Norðmenn breyttu reglum um fasteignaveð til að hamla bólumyndun.

Illmögulegt er að segja fyrirfram hvenær fasteignaverð er orðið að bólu enda getur verið innistæða fyrir hækkun fasteigna í hagvaxtarhagkerfi eins og Íslandi, Bretlandi og Noregi (en ekki í ESB-ríkjunum þar sem nær enginn hagvöxtur mælist).

Ástæða er til að ætla að óraunhæfar væntingar um hækkandi fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki verð umfram innistæðu. Hvort það endi með leiðréttingu eða hruni er of snemmt að segja til um.

 


mbl.is Vildu allar íbúðir í nýrri blokk í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband