Þöggun í Reykjavík, mannréttindi í Brussel

Meirihluti vinstrimanna í borgarstjórn Reykjavíkur reynir, með stuðningi sjálfstæðismanna, að þagga niður í talsmönnum tíu prósent Reykvíkinga, þ.e. þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn.

Framsóknarmenn njóta á hinn bóginn mannréttinda í Brussel, höfuðborg Evrópusambandsins, þar sem fulltrúar þeirra eru ekki útilokaðir frá pólitískum vettvangi.

Vinstrifasisminn á Íslandi lætur ekki að sér hæða.

 


mbl.is „Bæði blindir og heyrnarlausir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB án Bretlands gerbreytir stöðu Íslands

Bæði í Brussel og London er gert ráð fyrir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Bretar eru ekki með evru og vaxandi samstaða er um það ESB sé of ráðríkt í breskum innanlandsmálum. Eina leiðin fyrir ESB til að bjarga evrunni er að stórauka miðstýringuna á ríkisfjármálum aðildarríkjanna. Niðurstaðan er óhjákvæmileg: Bretland er á leiðinni út.

Að frátöldum Norðurlandaþjóðum stendur Bretland Íslandi næst í Evrópu. Allt frá dögum víkinga, þegar norrænir menn réðu lögum og lofum á stórum svæðum í Mið-Englandi og Skotlandi, yfir í miðaldir þegar breskar duggur fiskuðu við Íslandsstrendur og áttu viðskipti við landsmenn (enska öldin) og fram á miðja síðustu öld er Bretar komu okkur til bjargar frá þýskum nasistum, sem hirtu bæði Danmörku og Noreg, er samband Íslands og Bretlands byggt á gagnkvæmri vináttu. Jafnvel í þorskastríðunum eftir seinni heimsstyrjöld, þegar Íslendingar tóku sér yfirráð yfir hefðbundnum fiskimiðum Breta, voru átökin að siðaðra manna hætti.

Bretland utan Evrópusambandsins mun freista þess að byggja upp samstöðu strandríkja á norðanverðu Atlantshafi  þar sem virðing fyrir fullveldi þjóða er í öndvegi. Lykilsamstarfsaðilar Breta væru Norðmenn og Íslendingar.

 


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband