Moska er bygging, ekki mannréttindi

Úthlutun lóðar undir mosku við þjóðbraut hefur nákvæmlega ekkert með mannréttindi að gera, eins og margur vinstrimaðurinn vill vera láta. Talsmaður múslíma segist vilja byggja mosku í Sogamýri til að gera hana að kennileiti höfuðborgarinnar. Moskan mun blasa við öllum sem ferðast um Ártúnsbrekku.

Á miðöldum voru kirkjur byggðar á torgum í Evrópu til að auglýsa trúarlegt yfirvald. Til skamms tíma voru kirkjur á Íslandi byggðar á hólum og hæðum, t.d. Hallgrímskirkja, og eru þar með sýnileg trúartákn. Eftir því sem trú skipar minni sess í andlegu lífi þjóðarinnar er kirkjum fundinn hlédrægari staðsetning en áður.

Múslímatrú er ekki hluti af menningararfi Íslendinga og algerlega ótækt að moska verði kennileiti í höfuðborginni. Sjálfsagt er að múslímar og aðrir trúarhópar fái lóðir undir sín bænahús - en það eiga ekki að vera útsýnislóðir.

Það yrði skipulagslegt og menningarlegt stórslys að byggja mosku við Sogamýri. Hvorki mannréttindi né trúfrelsi koma þar við sögu - það sjá allir nema illa gáttað vinstrafólk.


ESB rifnar í sundur, spurningin er hvernig

Frakkar eru komnir á fremsta hlunn að sprengja upp Evrópusambandið, skrifar Roger Bootle, í Telegraph eftir stórsigur andstæðinga ESB í Evrópuþingskosningum. Ef Frakkar falla útbyrðis verða Þjóðverjar að treysta á bandalag við Breta, er einn af fjórum framtíðarútgáfum ESB, sem Die Welt skrifar um.

Undir þessum kringumstæðum velja leiðtogar Evrópusambandsins nýjan forseta framkvæmdastjórnarinnar, - en það er ígildi forsætisráðherra ESB. Til að auka lýðræðislegt lögmæti ESB var kjósendum í Evrópu sagt að oddviti þess bandalags sem fengi flest atkvæði í Evrópuþingskosningunum hreppti embættið. Samkvæmt því ætti Jean-Claude Juncker að fá embættið en hann er oddviti miðhægribandalagsins, sem er stærst á Evrópuþinginu.

Juncker er stækur sambandssinni. Cameron, forsætisráðherra Breta, verður á ná tilbaka valdheimildum sem Brussel hefur sölsað undir sig ef það á að vera nokkur von til að Bretland verði áfram aðili að Evrópusambandinu. Juncker er of mikill sambandssinni til að gefa nokkurn afslátt af valdheimildum ESB. Og þess vegna getur Cameron ekki samþykkt lýðræðislega kjörinn eftirmann Barrroso í stól forseta framkvæmdastjórnarinnar.

Evrópusamband 28 þjóðríkja þar sem 18 ríki búa við sameiginlegan gjaldmiðil mun ekki halda velli nema fáein ár enn. Uppgjör er óumflýjanlegt.


mbl.is Bretar gætu sagt skilið við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrifasismi skilgreindur

Framsóknarflokkurinn er höfuðandstæðingur vinstrimanna. Það sést á reiðiþrungnum pistlum manna eins og Karls Th. Birgissonar og Illuga Jökulssonar. Vegna hatursáróðurs vinstrimanna gegn Framsóknarflokknum skrifaði Eva Hauks eftirfarandi

þá er skoðanakúgun eitt skýrasta merki fasisma og meira lagi kaldhæðnislegt að berjast gegn rasisma með fasisma.

Vinstrimenn missa sig í skoðanakúgun sökum þess að þeir eru sannfærðir um andlega yfirburði sína og fyrirlíta skoðanir annarra. 

 

 


Bloggfærslur 2. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband