Rasismi Jónasar K. og trúarslepjan

Rasismi er upphaflega kynþáttahyggja hvíta mannsins annars vegar og hins vegar kerfislæg mismunun kristinna gagnvart gyðingum og múslímum. Jónas Kristjánsson bendir á að rasismi er víðtækara hugtak núna en áður og felur í sér andúð á þeim sem eru öðruvísi eða framandi.

Samt má ekki teygja rasismahugtakið það mikið að það verði merkingarlaust. Andúð á hommum, kvótagreifum eða auðmönnum verður aldrei kennd við rasisma, svo dæmi sé tekið.

Það má líka setja stóran sviga utanum hugmyndina að rasismi eigi við þá sem andæfa trúarsannfæringu einstaklinga og hópa. Í veraldlegu samfélagi eins og okkar er trú í einn stað einkamál hvers og eins en í annan stað pólitísk hugmyndafræði.

Búddisti sem iðkar trú sína með tilbeiðslu heima hjá sér og gengur um í appelsínugulum kufli stundar átrúnað samkvæmt stjórnarskrárvörðum rétti. Að ráðast gegn þeim rétti væri ofbeldi en tæplega rasismi. Hópur múslíma sem krefst þess að byggja mosku við þjóðbraut til að auglýsa trú sína stundar pólitíska hugmyndafræði sem sjálfsagt er að andmæla og þau andmæli verða aldrei flokkuð sem rasismi.

Mótsögnin í moskuumræðunni er að vinstrimenn, sem yfirleitt eru harðir veraldarhyggjumenn í samskiptum við íslensku þjóðkirkjuna, urðu trúarslepju að bráð þegar þeir kenndu andmæli við byggingu mosku í Sogamýri við rasisma. Trúarslepja er að veita einstaklingi eða hópi umframrétt á grundvelli trúar - sem vitanlega á ekki að gera í veraldlegu samfélagi.

Sumir vinstrimenn urðu svo frávita af trúarslepju að þeir hugðust gerast múslímar vegna þess að byggingu mosku var mótmælt. Fábjánaháttur af þessu tagi er handan þess að vera sorglegur. Trú verður þarna að einhverju sullumbulli sem hvorki nær máli sem persónuleg sannfæring né pólitísk hugmyndafræði. En það er kannski einmitt höfuðeinkenni íslenskra vinstrimanna, sullumbullið ræður ríkjum í hákirkju tækifærismennskunnar.

 


Mannslát, mannréttindi og ábyrgðin

Lögreglan getur ekki beðið eftir því að vopnaður maður klári skotfæri sín í íbúðahverfi. Fyrsta hlutverk lögreglunnar er að verja borgrana gegn ofbeldismönnum - og gildir einu hvort þeir séu geðbilaðir eða ekki.

Það er ekki hægt að kenna samfélaginu um að Sævar Rafn Jónsson tók til við að skjóta út um glugga á íbúð sinni. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem fólk er tekið úr umferð áður en það brýtur af sér.

Andlát Sævars Rafns er hryggilegt en það er hvorki lögreglunni að kenna né samfélaginu. 


mbl.is „Hvítþvottur saksóknara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband