Ólafur Ragnar boðar endurkjör

Ólafur Ragnar verður vitanlega í endurkjöri 2016. Þjóðin vill ekki sleppa kjölfestu stjórnkerfisins á meðan flokkakerfið er í ólgusjó. Ólafur Ragnar vill ekki sleppa þjóðinni og hann er orðinn of gamall fyrir erlendan vettvang.

Ólafur Ragnar segist ekki sækjast eftir endurkjöri til að svæla fram valkostina. Samfylkingar-Eyjan brást ekki áskorun forsetans og býður upp á Össur Skarphéðinsson sem hlegið var að í Brussel. 75 prósent þjóðarinnar fær velgju við tilhugsunina um Össur á Bessastöðum.

Ólafur Ragnar tekur eitt kjörtímabil enn og verður samt ekki ellidauður í embætti.


mbl.is Sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn eftir sigur er uppgjöf fyrir götupólitík

Framsóknarflokkurinn er sigurvegari borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík, fær yfir tíu prósent fylgi og tvo borgarfulltrúa. Tveim vikum fyrir kosningar var flokkurinn með tvö prósent fylgi. Vegna kosningasigursins í Reykjavík er Framsóknarflokkurinn í færum að halda þeirri stöðu sem hann náði í þingkosningunum í fyrra.

Ingvar Gíslason er leiður yfir óhróðrinum sem ausið er yfir Framsóknarflokkinn, sérstaklega í Reykjavík, og lái honum hver sem vill. Ingvar tekur á hinn bóginn rangan pól í hæðina þegar hann spyr

Er þá ekki tímabært að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sýni kjark og segi af sér sem borgarfulltrúi, enda augljós tengsl milli orða hennar og óhróðursskrifa um Framsóknarflokkinn?

Hvorki Sveinbjörg Birna né forysta Framsóknarflokksins ræður málflutningi andstæðinga flokksins. Vinstrimenn ætluðu sér að beita Framsóknarflokkinn lágkúrulegum brögðum, það sást strax þegar Guðni Ágústsson íhugaði framboð.

Götupólitík vinstrimanna var ákveðin löngu áður en Sveinbjörg Birna tók að sér að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Ingvar og aðrir gegnheilir framsóknarmenn ættu að þakka Sveinbjörgu Birnu og Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur að hafa staðið keikar andspænis óvígum nether götustráka af báðum kynjum.

 


Bloggfærslur 11. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband