Framsókn bætti sig, Samfylking tapaði

Framsóknarflokkurinn bætti flestum sveitarstjórnarfulltrúum við sig í nýafstöðum kosningum og Samfylking tapaði flestum fulltrúum. Framsókn fór úr 45 fulltrúum í 49. Samfylking tapaði heilum sjö fulltrúum, var með 42 en fór niður í 35.

Í samantekt RÚV, þar sem þessar tölur eru fengnar, eru yfirburðir Sjálfstæðisflokksins staðfestir. Flokkurinn er með 120 sveitarstjórnarfulltrúa, bætti við sig þrem í gær.

Björt framtíð er stærri en VG á þennan mælikvarða, með 11 fulltrúa á móti níu.

Niðurstaða: vinstriflokkarnir eru enn í lægð og kosningasigur hægriflokkanna á síðasta ári er staðfestur.


mbl.is Árangur ríkisstjórnarinnar hafði áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traustsyfirlýsing á stjórnmálakerfið

Eftir hrun riðaði stjórnmálakerfið til falls. Fylgi við dáraframboð Besta flokksins í Reykjavík 2010 sýndi fullkomið vantraust á starfandi stjórnmálaflokkum. Í kjölfarið reyndu ýmsir hópar að gera út á óánægða kjósendur, sbr. fjölda framboða við síðustu þingkosningar.

Í síðustu þingkosningum virtist hætta að fjara undan stjórnmálakerfinu sem heild. Eina nýja stjórnmálaaflið sem náði teljandi árangri var Björt framtíð, sem stofnuð var af tveim starfandi þingmönnum, Guðmundi Steingríms og Róberti Marshall, og er almennt viðurkennd sem útibú Samfylkingar.

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna í gær staðfestir að háflæði óánægju með rótgrónu flokkana er liðið hjá. Björt framtíð festir sig í sessi en önnur framboð nýbreyti skoruðu lítt eða ekki.

Ríkisstjórnarflokkarnir mega vel við una. Sjálfstæðisflokkurinn fær góða kosningu í nærfellt öllum sveitarfélögum utan höfuðborgarinnar þar sem Framsóknarflokkurinn er sigurvegarinn

Vinstriflokkarnir vonuðust til að fá aukið lögmæti á landsvísu en varð ekki kápan úr því klæðinu. Með því að þrír vinstriflokkar bítast núna um sama fylgið er hætt við að gamalkunnar innbyrðiserjur vinstrimanna láti á sér kræla.

Lítil kosningaþátttaka er til marks um að stórir kjósendahópar eru sáttir við pólitíkina og finnst ekki nauðsynlegt að láta til sín taka. 

Stjórnmálakerfinu er ætlað að bjóða kjósendum upp á valkosti í kosningum. Íslenska stjórnmálakerfið virkar, það sýndu kosningarnar í gær.


mbl.is D-listi stærstur nema í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn leiðir endurreisn hægristjórnmála

Án Framsóknarflokksins réðu vinstrimenn ferðinni í íslenskum stjórnmálum. Vinstrimenn eru með forræði í umræðunni og flokkar þeirra njóta góðs af. Styrkur vinstrimanna eflir samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins.

Samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins var komin með neitunarvald í flokknum, samanber ESB-umsóknina. Hótanir samfylkingardeildarinnar gerðu forystu Sjálfstæðisflokksins veika í hnjánum og ESB-sinnum var fært á silfurfati oddvitasætið í Reykjavík.

Án Framsóknarflokksins væri vinstripólitík allsráðandi í stjórnmálum. Ólíkt því sem áður var þá eru það ekki efnahagsmál sem skipta mestu máli við að skipta fólki í flokka. Samfylkingin er iðulega meiri frjálshyggjuflokkur í efahaghagsmálum en Sjálfstæðisflokkur.

Afdrifarík deilumál í seinni tíma stjórnmálum, t.d. afstaðan til ESB, stjórnarskrármálið og núna mosku-málið eru ekki deilur um peninga - heldur um grundvallarafstöðu til þess hvernig Ísland eigi að líta út. Í þeim deilum er Framsóknarflokkurinn bjargvættur borgaralegra gilda andspænis sauðasósíalisma vinstrimanna.

 

 


mbl.is Sveinbjörg þakkaði fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV stærsti tapari kvöldsins

Bilað tölvukerfi og gestir í beinni útsendingu í sjónvarpssal sem ekki hafa áhuga á pólitík.

RÚV er stærsti tapari kvöldsins.


Bloggfærslur 1. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband