ESB-sinni gróf undan mér - jamm

Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá opinberri stofnun sem var í töluverðum samskiptum við háskóla landsins. Eftir bloggfærslu um Evrópumál (og já þær eru orðnar nokkrar) þá hafði háskólaprófessor samband við yfirmann minn og kvartaði. Þetta veit ég vegna þess að yfirmaður minn sagði mér frá þessari kvörtun.

Það er alvanalegt að hinir og þessir taki upp símann eða skrifi tölvupóst til að finna að því að sumir aðrir notfæri sér tjáningarfrelsið til að hafa skoðun á þessu eða hinu. Rétt eins og það er réttur okkar að hafa skoðun, þá hafa Pétrar og Pálar og Skugga-Baldrar út í bæ sinn rétt að kvarta.

Háskólamenn, sumir hverjir, virðast halda að fólk eigi ekki rétt á að kveinka sér undan skrifum þeirra. Það er hálf-hallærislegt viðhorf að vælukjóar grafi undan gagnrýnendum með umkvörtunum. Ef þeir sem gagnrýna þola ekki andbyr ættu þeir kannski að finna sér annað áhugamál.  


Samfylkingardeild XD er ávísun á tap

Sjálfstæðisflokkurinn sýndi sig veiklulegan á landsvísu þegar forystumenn kiknuðu í hnjánum vegna upphlaups samfylkingardeildarinnar, Benedikts J. og Þorsteins Pálssonar, sem kröfðust þess að flokkurinn efndi ekki kosningaloforð um að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar.

Til að mæta kröfum ESB-sinna var leiddur til forystu í höfuðborginni Halldór Halldórsson, sem kemur úr litlu samfylkingardeildinni ásamt þeim ofannefndu auk Sveins Andra, auðvitað.

Og hvað gerist þegar Sjálfstæðisflokkurinn býður fram samfylkingarmann í sauðagæru? Jú, flokkurinn tapar á því en Samfylkingin styrkist.

Til að sýna að það sé líf í Sjálfstæðisflokknum, og að flokkurinn standi fyrir eitthvað annað en eftirgjöf, þá á að efna til sumarþings og afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar frá síðasta kjörtímabili.

Eftirgjöf er ávísun á tap - eins og borgarstjórnarkosningarnar munu sýna svart á hvítu.


mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn heldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinnar falsa undirskriftasöfnun

Undirskriftarsöfnun ESB-sinna er fölsuð. Fréttatilkynning ESB-sinna segir að 53.555 hafi skrifað undir. Talning sýnir að af þessum fjölda eru 15.767 sem óska nafnleyndar.

Það er vitanlega galið að bjóða upp á nafnleynd í opinberri undirskriftarsöfnun. Bara það eitt er gerir
undirskriftasöfnunina ómarktæka.

Í fréttatilkynningunni er sagt að fyrir Ferli ehf. hafi yfirfarið undirskriftalistana. Og hvað er fyrir nokkuð fyrirtækið Ferli ehf. Jú, þar er fyrir á fleti G. Valdimar Valdemarsson einn af aðstandendum félagsins Já Ísland sem stendur að undirskriftasöfnuninni.

G. Vald, eins og hann er kallaður, hætti í Framsóknarflokknum á sínum tíma þegar þegar ESB-stefnunni var hafnað. Og núna dúkkar hann upp sem óháður eftirlitsaðili með undirskriftasöfnun ESB-sinna.

Vinnubrögð ESB-sinna eru fyrir neðan allar hellur.

 


Bloggfærslur 9. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband