Trúnaðarbrestur á 365, jæja

365-miðlar eru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, kenndum við Baug, sem eignaðist fyrirtækið í frægum viðskiptum fyrir rúmum áratug.

Allan útrásartímann stöðu blaðamenn þétt við hlið eigandans, sem saup marga viðskiptafjöruna og átti m.a. stórt í Glitni/Íslandsbanka er varð gjaldþrota. Blaðamenn 365-miðla gerðu einnig ,,skoðanakannanir" á sínum tíma til að sýna fram á þjóðin studdi útgáfuveldi Baugs gegn ríkisstjórninni, sem vildi setja fjölmiðlalög er tryggðu fjölræði í umræðunni.

Frétt um að starfsmaður 365-miðla hafi gerst brotlegur vegna skoðanakönnunar í Reykjanesbæ kallar á eftirfarandi spurningu: á Jón Ásgeir hagsmuna að gæta í Reykjanesbæ? 


mbl.is Trúnaðarbrestur starfsmanns 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugmenn með þreföld meðallaun

Meðalheildarlaun á Íslandi eru 526 þúsund á mánuði. Flugmenn eru með eitthvað í kringum 1500 til 1700 þúsund á mánuði. Eðlilegt er að fjarvistir frá heimilum hækki laun umfram meðaltalið og eflaust er eitthvað annað sem má tína til.

Hér áður notuðu íslenskir flugmenn þau rök að launin þeirra yrðu að vera alþjóðlega samkeppnishæf - annars færu þeir annað. Þeir tala ekki lengur á þessum nótum og skýringin líklega sú að flugmennska á alþjóðavísu gefur töluvert minna í aðra hönd en kaup hjá almenningshlutafélaginu Icelandair.

Þegar við bætist að flugmenn láta ekki uppi um kröfugerð sína þá er óhætt að segja að þeir njóti ekki yfirþyrmandi samúðar almennings sem sættir sig við þriðjung af launum flugmanna.

(aths. í upphaflegri færslu var tala um fjórfaldan launamun  og miðað við regluleg laun - réttari samanburður er heildarlaun).


mbl.is Fella niður 26 ferðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjör við hrunið í Reykjanesbæ

Árni Sigfússon og græðgistjórnmál réðu ríkjum á útrásartímum í Reykjanesbæ. Eigur bæjarins voru seldar til að fjármagna skýjaborgir. Hitaveitan var gerð að fjárplógsstarfsemi innlendra og erlendra auðmanna. Stolt bæjarins til áratuga, Sparisjóður Keflavíkur, fór í gjaldþrot enda var hann virkjaður í þágu græðginnar.

Árni Sigfússon var bæjarstjóri allan þennan tíma og Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Um Árna er sagt að hann sé svo sannfærandi sölumaður að þegar atvinnuleysingi kemur til hans í viðtal, og segir farir sínar ekki sléttar, fer hann út með bros á vör eftir að Árni telur honum trú um að atvinnuleysi sé ávísun á fastar tekjur - þótt þær heiti bætur.

Íbúar í Keflavík og Njarðvík eru tilbúnir í uppgjör við Árna og félaga og afþakka frekari þjónustu hrunkvöla. Það er merki um heilbrigði almennings suður með sjó.


mbl.is Meirihlutinn fallinn í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband