ESB-sinnar svindla - Óskar Nafnleyndar er fjölfaldaður

Undirskriftarsöfnun felst í því að maður skrifar undir stuðningsyfirlýsingu við tiltekið málefni. Þessi stuðningsyfirlýsing er merkingarlaus nema maður kannist opinberalega við hana. Allir eldri en tvævetur skilja þessa einföldu meginreglu.

Nema ESB-sinnar. Þeir bera Óskar Nafnleyndar á borð fyrir alþjóð og kalla það stuðningsyfirlýsingu við málstaðinn. Vinnubrögðin lýsa svindláráttu ESB-sinna; aðlögunarferli heita óskuldbindandi viðræður; evra er betri en króna þótt hún valdi eymd og atvinnuleysi um allt meginland Evrópu; ESB-umsókn má senda til Brussel án þjóðaratkvæðagreiðslu en alls ekki afturkalla nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Undirskriftarsöfnun ESB-sinna er algerlega ómarktæk. Og að auglýsa að  53.555 Íslendingar hafi skrifað undir þegar Óskar Nafnleyndar er fjölfaldaður inni í þessari tölu sýnir einbeitta ósvífni ESB-sinna.


Hvers vegna er Rússland ekki í ESB?

Rússland er meiri Evrópuþjóð en t.d. Tyrkland, hvort heldur sem er mælt á sögulegan, landfræðilegan eða menningarlegan mælikvarða. Engu að síður er Tyrkland umsóknarríki að Evrópusambandinu en Rússland ekki.

Frá sjónarhorni Brussel er Rússland of stórt fyrir Evrópu. Séð frá Moskvu er Evrópusambandið verkfæri tveggja þjóða sem réðust inn í Rússland á síðustu öld og öldinni þar á undan. Til að verjast ásókn Frakka og Þjóðverja þurfa Rússar að eiga vinveittar ríkisstjórnir í Austur-Evrópu. 

Evrópusambandið og Rússland munu ekki ganga í eina sæng heldur takast á um forræðið yfir Austur-Evrópu. Hér er á ferðinni gamalkunnugur stórveldaslagur þar sem Úkraína er fyrsta fórnarlambið.

Valdajafnvægið, sem ákveðið var í lok seinni heimsstyrjaldar, er í upplausn. Valdajafnvægi mun ekki nást fyrr en áhrifasvæði Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússa verða skilgreind upp á nýtt. Spurningin er hve margir þurfa að þjást áður en valdajafnvægið finnst.


Evrópa og einræði embættismanna

Evrópusambandið byggir á þeirri hugmynd að lokaður klúbbur manna ákveði stærri og smærri atriði í lífi borganna. Embættismennirnir telja sig vita hvað almenningi sé fyrir bestu. Eftir því sem lýðræðislegt aðhald embættismanna Evrópusambandsins minnkar því spilltari verða þeir.

Á þessa leið er greining Egon Flaig á Evrópusambandið í bókinni ,,Gegen den Strom". Flaig er sagnfræðingur, með fornöld sem sérsvið. Hann mætir embættismanna ESB sem almennur borgari og hrýs hugur við tilhugsuninni að félagsskapur manna sem þurfa ekki að standa ábyrgð gerða sinna gagnvart almenningi skuli ráða ferðinni á meginlandi Evrópu.

Blaðamaðurinn Henryk M. Broder tekur bók Flaig til umfjöllunar og segir hana bregða ljósi á þróun sem fjölmiðlar almennt og yfirleitt leiða framhjá sér. Ef ekki verður gripið í taumana og fullveldi þjóða endurreist munu niðurlag bókarinnar verða að áhrínisorðum:

Es hilft uns nichts, Weltbürger zu werden, wenn in dieser Welt die Rechte und der Raum des Bürgers verloren gehen. (Það stoðar lítt að verða heimsborgari, ef réttindi og lífsrými tapast)


Bloggfærslur 7. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband