Fréttamenn RÚV og fagleg uppgjöf

Þegar fréttamaður stefnir vegna gagnrýni á frétt er það yfirlýsing um faglegt þrot. Fréttir eru frásagnir af tíðindum dagsins. Eðli frétta er að þær segja sjaldnast allan sannleikann og í þeim skilningi er stök frétt aðeins framlag til umræðunnar.

Frétt sem þolir ekki umræðu heldur er farið með í réttarsal til að fá þar vörn dómstóla stendur einfaldlega ekki undir nafni. Slík frétt er eins og nátttröll í dagsbirtu.

Hádegisfrétt RÚV, sem gangrýnd var í þessu bloggi 16. júlí sl., var hlutdræg og dró upp einhliða mynd af ESB-ferlinu. Með því að breyta lykilatriði í fréttinni, þýðingunni á ,,accession process", í sjónvarpsfréttum þá um kvöldið viðurkenndi RÚV að hádegisfréttinni hefði verið ábótavant.

Í stað þess að senda bloggara vinsamlega kveðju með þökkum fyrir uppbyggilega gagnrýni ákvað RÚV-liðið að stefna. Það var hvorki faglegt né viturlegt.


mbl.is Páll sýknaður í meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjöl fölsuð til að koma höggi á Hönnu Birnu

Einhver falsar skjöl um hælisleitanda, þar sem farið er meiðandi ummælum um viðkomandi, fölsunin sögð ráðuneytisskjal. Þetta er gagngert til láta líta svo út að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sé ábyrg fyrir útbreiðslu meiðandi ummæla um hælisleitandann.

Þeir sem þykjast vinir hælisleitandans, bæði þeir sem eru innan Samfylkingar og utan, verða að gera grein fyrir tilvist fölsunarinnar.


mbl.is Tvö skjöl um Tony Omos í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsógn í þágu Stór-Evrópu, lýðræðið virkar ekki

Evrópusambandið stækkar í austur, hvort sem almenningur vill það eða ekki, segir van Rompuy forseti leiðtogaráðs ESB og gefur Pútín í Rússlandi rök í ofsóknarorðræðuna sem kyndir undir Úkraínudeilunni. 

Stór-Evrópa gæti orðið til sem skálkaskjól vegna stríðsógna í austri. Stríðsæsingar þjappa ríkjum saman, um það eru ótal dæmi allt frá dögum Pelópsskagastríði Spörtu og Aþenu. Tilraunir elítunnar í Brussel til að smíða Stór-Evrópu í kringum gjaldmiðil runnu út í sandinn og hernaðarbrölt er til muna öflugra meðal.

Víst er að lýðræðið er ekki hvati til samrunaþróunar álfunnar. Fyrirsjáanlegir sigurvegar kosninganna til Evrópuþingsins í lok mánaðar eru flokkar sem krefjast afbyggingar ESB ef ekki beinlínis að sambandið verði lagt niður.

Hægrimenn í ESB sameinast um Juncker til að verða næsti forseti framkvæmdastjórnarinnar og vinstrimenn bjóða fram þann þýska Schulz. Hvorugur býður af sér slíkan lýðræðisþokka að gagn sé af. Tillögur eru um að sniðganga niðurstöður Evrópuþingkosninganna og finna betri forseta. Sigmar Gabríel leiðtogi þýskra jafnaðarmanna segir það yrði forheimskun að virða ekki niðurstöðu kosninganna.

Vandræði Evrópusambandsins er að lýðræðislegt umboð Evrópuþingsins er hallærislega lélegt. Eftir því sem ríkjum ESB fjölgar lækkar hlutfall kjósenda sem nenna á kjörstað, - aðeins 43% greiddu atkvæði í síðustu kosningum.

Lýðræðið virkar ekki í Evrópusambandinu en stríðstól koma hreyfingu á málin. Félagsskapur sem þarf skriðdreka til að stækka er ekki eftirsóknarverður.


Framtíðarsýn 365: dautt sjónvarp án pappírs

Framtíð fjölmiðlunar er pappírslaus fjarskipti í símum og tölvum. 365 miðlar eru fyrst og fremst sjónvarp upp á gamla móðinn og pappírsútgáfa Fréttablaðsins sem enginn vill kaupa en auglýsendur halda uppi.

Nýr aðstoðarforstjóri 365, sem á að móta stefnuna til framtíðar, kemur úr heimi fjarskipta. Tekjumódel 365-miðla er illa samhæft fjarskiptafjölmiðlun 21stu aldar. Fólk kaupir ekki lengur áskrift að sjónvarpsstöð 20stu aldar með læstri dagskrá heldur að fjölmiðlaveitum. Auglýsendur kaupa stöðugt færri dálksentímetra í blöðum en flytja sig á netmiðla.

Framtíð útgáfufélags án fjarskiptafjölmiðlunar er harla dökk.


mbl.is Sævar ráðinn aðstoðarforstjóri 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband