Stórsigur Framsóknarflokksins

Með tíu prósent fylgi, skv. fyrstu tölum, er Framsóknarflokkurinn sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Samfylkingin tapar á hatursáróðrinum, fær rétt 30 prósent fylgi en mældist með um 37 prósent stuðning fyrir nokkru.

Sjálfstæðismenn munu ekki halda því fylgi sem þeir fá skv. fyrstu tölum og enda líklega með 23-25 prósent, sem er heldur skárri útkoma en á horfðist.

Moska verður ekki byggð í Sogamýri.


mbl.is Samfylking með sex menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögul mótmæli gegn skoðanakúgun

Hatursáróður vinstriflokkanna gegn Framsóknarflokknum sérstaklega fælir kjósendur frá þátttöku í kosningum. Tilraunir vinstrimanna til skoðanakúgunar náðu nýrri lægð með skopmynd í Fréttablaðinu.

Oddviti VG í Reykjavík lét það út úr sér að Framsóknarflokkurinn ætti ekki heima í borgarstjórn og álitsgjafar eins og Egill Helgason sökuðu frambjóðendur Framsóknarflokksins um rasisma vegna moskumálsins.

Líkur eru á að einhverjir stuðningsmenn vinstriflokkanna sitji heima í þöglum mótmælum gegn skoðanakúgun.

 


mbl.is Kjörsókn í Reykjavík lakari en síðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvenfyrirlitning vinstrimanna: Sveinbjörg múslímavædd

Vinstrimenn sýna Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík sem múslímakonu sem eigi ekki erindi í stjórnmál. Vinstrimenn birta myndir af Sveinbjörgu í múslímakufli og skrifa texta sem segir að hún og framboðið sé ,,eitur" sem enginn vill nálgast.

Kjósendur í Reykjavík eiga tvo raunverulega kosti: að kjósa bandalagsflokka kvenfyrirlitningar eða Framsóknarflokkinn.


mbl.is Sveinbjörg kaus í Laugardalshöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegt sjálfsmorð Sjálfstæðisflokksins

Dásamlega Reykjavík, slagorð Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni, spilaði beint upp í hendurnar á  Degi B. og sitjandi meirihluta vinstrimanna. Ef Reykjavík er dásamleg þá er engin ástæða til að breyta til. Misheppnað slagorð skipti þó ekki sköpum.

Fyrirsjáanlegt afhroð Sjálfstæðisflokksins í borginni er rökrétt afleiðing af veiklyndri forystu flokksins sem heykist á því að framfylgja sjálfsstæðisstefnunni eins og hún er samþykkt á vettvangi flokksins. ESB-sinni var leiddur til oddvitasætis í höfuðborginni til að friðþægja litlum minnihlutahópi innan flokksins.

ESB-sinninn Halldór Halldórsson bauð upp á afsláttarstefnu í meginmálum, t.d. flugvallarmálinu, í takt við afsláttarstefnuna sem forysta flokksins fylgir í ESB-málinu. Halldór vildi að það yrði kosið um framtíð flugvallar í Vatnsmýri, rétt eins og hann vill kosningu það um hvort ESB-umsóknin verði afturkölluð eða ekki.

Hvorttveggja í flugvallarmálinu og ESB-umsókninni liggur fyrir eindreginn vilji almennings. Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að virkja þennan vilja og kemur fyrir sjónir kjósenda eins og sannfæringarlaus gufa.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sjálfum sér í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Með slagorðinu ,,dásamlega Reykjavík" átti að fiska á miðum Bjartar framtíðar sem ræktar ímyndina um allir séu góðir við alla og aldrei komi til þess að gera upp á milli ólíkra valkosta. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki jómfrú í íslenskum stjórnmálum og passar ekki í skó kósí-stjórnmála Bjartrar framtíðar.

Sjálfstæðisflokkur málamiðlana og eftirgjafar er slappur og sauðalegur. Fylgið tætist frá flokknum til hægri þar sem snarpur Framsóknarflokkur sýndi málefnalega stefnufestu, t.d. í flugvallarmálinu, og tók óhikað afstöðu í umdeildum málum, samanber deiluna um mosku í Sogamýri. Fylgi Sjálfstæðisflokksins lak einnig til vinstri þar sem ímyndin af dásamlega Degi B. passaði vel við borgarstjórastólinn.

Staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður staða flokksins á landsvísu ef forystan heldur áfram afsláttarpólitík og eftirgjöf gagnvart hávaðasömum minnihlutahópi.

 


Bloggfærslur 31. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband