Samfylkingarflokkur Benedikts og Sveins Andra

Benedikt Jóhannesson og hugmyndafræðingur hans, Sveinn Andri Sveinsson, ætla að stofna ESB-flokk til höfuðs Samfylkingunni, sem til skamms tíma sat einn flokka að ESB-inngöngustefnu. Sveinn Andri tilkynnti úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum og Benedikt hlýtur að gera það von bráðar.

Benedikt og Sveinn Andri stefna sínum flokki aftur til fortíðar, kalla framtakið viðreisnin, með vísun í viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Síðasta tilraun þessara stjórnmálaafla til að vinna sama var hrunstjórn Geirs H. Haarde. Sporin hræða ekki jafn vaska menn og Benedikt og Svein Andra.

Meginmarkmið Samfylkingarflokksins er að gera Ísland hluta af Evrópusambandinu. Virtur þýskur blaðamaður, Henryk M. Broder, sagði nýlega að Evrópusambandið væri risastór tilraun með 500 milljónir tilraunakanínur. Að bæta rúmlega 300 þús. íslenskum tilraunakanínum er trúlega litið mál.

Broder rifjar upp stjórnarhætti Evrópusambandsins, eins og þeim er lýst af fyrrum forsætisráðherra Lúxembúrg, Jean-Claude Juncker, sem keppist við að verða arftaki Barroso í stól forseta framkvæmdastjórnar ESB. Juncker lýsti starfsháttum ESB með þessum hætti fyrir nokkrum árum:

Wir beschließen etwas, stellen das dann in den Raum und warten einige Zeit ab, was passiert. Wenn es dann kein großes Geschrei gibt und keine Aufstände, weil die meisten gar nicht begreifen, was da beschlossen wurde, dann machen wir weiter – Schritt für Schritt, bis es kein Zurück mehr gibt.
(Við ákveðum eitthvað, látum ákvörðunina standa á opinberum vettvangi um sinn og bíðum átekta. Ef enginn gerir hávaða og mótmælir, enda skilja fæstir ákvörðunina, þá höldum við áfram, skref fyrir skref uns ekki verður aftur snúið.)

Samfylkingarfólk sem skundar á Austurvöll stillir upp sem tilraunakanínur Benedikts og Sveins Andra sem stefna að Samfylkingarflokki með hægripólitík. Árni Páll situr heima í Kópavogi með skeifu enda flokkurinn í heimabyggð klofinn og flokksmenn híma undir regnhlíf á Austurvelli eftir herútboð hægrimanna. Og enginn fattar fyrr en allt er um seinan.

Þegar Benedikt og Sveinn Andri eru búnir að hirða samfylkingarfólkið í nýjan Samfylkingarflokk hægrimanna er búið að grisja Sjálfstæðisflokknum gott rými til að verða aftur stórveldi íslenskra stjórnmála.

 


mbl.is Sjöundi útifundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran vopn ESB í Úkraínu

Fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands leggur til að Pólland taki upp evru til að sýna Rússum í tvo heimana. Joschka Fischer segir að taki Pólland upp evru myndi það senda sterk skilaboð til Pútíns Rússlandsforseta að ríki Evrópusambandsins standi saman gegn auknum áhrifum Rússa í austurhluta álfunnar.

Fischer segir Rússa ætla að sölsa undir sig austurhluta Úkraínu og freista þess að efla áhrif sín í nágrannaríkjum. Pólland, sem er ESB-ríki, en lætur sér ekki til hugar koma að taka upp evruna vegna þess að það er efnahagslega óskynsamlegt.

Engu að síður gæti Pólland þurft að taka upp ónýtan gjaldmiðil til að kaupa sér vernd gegn ásælni Rússa. Þjóðverjar og Rússar skiptu með sér Póllandi upphafi seinna stríðs. Núna, segir Fischer, þarf Pólland að ákveða hvar hagsmunum landsins er best borgið.

Þýskir fjölmiðlar ræða tillögu Fischer í samhengi við stórveldahagsmuni Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússa. Þeir vekja athygli á að Fischer, sem var utanríkisráðherra í stjórn jafnaðarmannsins Gerhards Schröder, talar af meiri andúð um Rússa en Schröder, sem djammaði með Pútín nýverið.

Evran er pólitískur gjaldmiðill, tillaga Fischer staðfestir það enn og aftur.


mbl.is Þjóðarsorg lýst yfir í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn á flótta með jarðýturnar

Jarðýtur áttu að jafna við jörðu bílskúra í vesturbænum til að þétting-byggðar þráhyggja vinstrimanna næði fram að gagna. Allt var klappað og  klárt nema þá kom úps augnablik: kosningar eru í nánd og ekki víst að fólki finnist geðug jarðýtustefna vinstrimanna.

Samfylkingin og Björt framtíð felldu þess vegna eigin tillögu í borgarráði um að jafna við jörðu bílskúra til að troða fleira fólki á færri fermetra.

Ef kjósendur í Reykjavík kjósa aftur meirihluta Samfylkingar og Bjarta framtíð verður jarðýtustefnan komin á dagskrá í haust.


mbl.is Hverfisskipulagið fellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband